Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvernig varð Gjáin í Þjórsárdal til?

Sigurður Steinþórsson

Gjáin nefnist sérkennilegt gljúfur í Þjórsárdal innanverðum, skammt frá Stöng, og fellur Rauðá í snotrum fossi niður í það. Heitir hann Gjárfoss. Þjórsá hefur sennilega myndað Gjána í öndverðu. Til skamms tíma hljóp hún þar oft fram í vatnavöxtum, en til að varna því var gerður stíflugarður yfir skarðið frá Sandafelli og suður til Skeljafells.

Gjáin er sérkennilegt gljúfur í Þjórsárdal innanverðum, skammt frá Stöng, og fellur Rauðá í Gjárfossi niður í það.

Gjáin er grafin í móberg, en veggir og botn hennar brynjuð stuðluðu blágrýti. Þetta skýrði Guðmundur Kjartansson (1943) þannig að kvísl úr einu af hinum yngri Tungnaárhraunum hafi fossað niður í Þjórsárdal og á þeirri leið barmafyllt djúpt gil sem þar var fyrir. Síðan beljaði hraunkvikan svo hratt fram vegna brattans að lítið af henni hafði storknað þar í þrengslunum heldur aðeins brynjað botn og veggi hins gamla gljúfurs fremur þunnri hraunskán og skilið eftir úfnar hraungrýtishrannir á börmunum þar sem yfir flæddi. Hraunið þekur botn Þjórsárdals en sameinast svo meginsstraumi Þjórsárhrauns í dalmynninu. Sérkennandi fyrir hraunið er þyrping gervigíga í dalbotninum innanverðum. Hefur hraunið komið þar niður farveg Rauðár og runnið yfir mýrlendi eða grunnt vatn.

Þess má geta að hugtakið „gervigígar“ var ekki þekkt fyrr en á 20. öld, og Þorvaldur Thoroddsen taldi hraunið í Þjórsárdal hafa runnið frá gígunum í dalnum. Bergfræði hraunsins — mjög áberandi plagíóklasdílar — þótti síðar sanna að hraunið í Þjórsárdal sé hluti af Tungnaárhraunum sem aftur eru hluti af Þjórsárhrauninu mikla[1], sennilega stærsta hrauni sem runnið hefur í heiminum eftir ísöld.

Tilvísun:
  1. ^ Sjá t.d. Sigurður Steinþórsson. (2021, 22. júní). Hversu langt rann Þjórsárhraunið og hvernig gat það farið svo langa leið? Vísindavefurinn. (Sótt 19.10.2023).

Heimild og mynd:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

20.10.2023

Spyrjandi

Meike Witt

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig varð Gjáin í Þjórsárdal til? “ Vísindavefurinn, 20. október 2023. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84991.

Sigurður Steinþórsson. (2023, 20. október). Hvernig varð Gjáin í Þjórsárdal til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84991

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig varð Gjáin í Þjórsárdal til? “ Vísindavefurinn. 20. okt. 2023. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84991>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig varð Gjáin í Þjórsárdal til?
Gjáin nefnist sérkennilegt gljúfur í Þjórsárdal innanverðum, skammt frá Stöng, og fellur Rauðá í snotrum fossi niður í það. Heitir hann Gjárfoss. Þjórsá hefur sennilega myndað Gjána í öndverðu. Til skamms tíma hljóp hún þar oft fram í vatnavöxtum, en til að varna því var gerður stíflugarður yfir skarðið frá Sandafelli og suður til Skeljafells.

Gjáin er sérkennilegt gljúfur í Þjórsárdal innanverðum, skammt frá Stöng, og fellur Rauðá í Gjárfossi niður í það.

Gjáin er grafin í móberg, en veggir og botn hennar brynjuð stuðluðu blágrýti. Þetta skýrði Guðmundur Kjartansson (1943) þannig að kvísl úr einu af hinum yngri Tungnaárhraunum hafi fossað niður í Þjórsárdal og á þeirri leið barmafyllt djúpt gil sem þar var fyrir. Síðan beljaði hraunkvikan svo hratt fram vegna brattans að lítið af henni hafði storknað þar í þrengslunum heldur aðeins brynjað botn og veggi hins gamla gljúfurs fremur þunnri hraunskán og skilið eftir úfnar hraungrýtishrannir á börmunum þar sem yfir flæddi. Hraunið þekur botn Þjórsárdals en sameinast svo meginsstraumi Þjórsárhrauns í dalmynninu. Sérkennandi fyrir hraunið er þyrping gervigíga í dalbotninum innanverðum. Hefur hraunið komið þar niður farveg Rauðár og runnið yfir mýrlendi eða grunnt vatn.

Þess má geta að hugtakið „gervigígar“ var ekki þekkt fyrr en á 20. öld, og Þorvaldur Thoroddsen taldi hraunið í Þjórsárdal hafa runnið frá gígunum í dalnum. Bergfræði hraunsins — mjög áberandi plagíóklasdílar — þótti síðar sanna að hraunið í Þjórsárdal sé hluti af Tungnaárhraunum sem aftur eru hluti af Þjórsárhrauninu mikla[1], sennilega stærsta hrauni sem runnið hefur í heiminum eftir ísöld.

Tilvísun:
  1. ^ Sjá t.d. Sigurður Steinþórsson. (2021, 22. júní). Hversu langt rann Þjórsárhraunið og hvernig gat það farið svo langa leið? Vísindavefurinn. (Sótt 19.10.2023).

Heimild og mynd:...