Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni nafnsins Líneik og orðsins líneik?

Guðrún Kvaran

Í heild hjóðaði spurningin svona:
Hver er uppruni nafnsins Líneik? Og þá orðsins líneik? Ég veit af meiningunni kona/ung kona og þekki m.a. ljóðið úr Víglundar sögu þar sem ’Langúðig strauk löðri Iíneik um skör mína’ kemur fram. Ég er mjög áhugasöm um hvaðan það er og hvenær það kemur fram, í hvaða samhengi það var notað og allt sem er í boði bara.

Orðið líneik er kvenkenning sem elst dæmi virðist um í 21. kafla Víglundar sögu samkvæmt orðabókinni Lexicon poeticum sem Sveinbjörn Egilsson safnaði til. Orðið er samsett úr línhör; léreft’ og eik ‘eikartré’. Ritmálssafn Orðabókar Háskólans hefur dæmi um orðið einungis úr kveðskap, átta dæmi alls. Elstu dæmin eru frá 17. öld í riti Ólafs Davíðssonar:

Nú skal ljóða lykta sæði /líneik fróða hljóti gæði. (III: 183)

lángvel kunni líneik sú / lögum við makt að halda. (III: 286)

Elsta dæmið um eiginnafnið Líneik er að finna í manntali frá 1880. Þar er ein stúlka, Líneik Einarsdóttir, skráð þessu nafni í Svalbarðssókn í Norður-Þingeyjarsýslu. Í manntali 1901 er að finna aðra stúlku í Útskálasókn í Gullbringusýslu og í manntali 1910 eru þrjár konur skráðar með nafninu. Hin elsta þeirra sú sama og kemur fyrir í manntalinu 1910, Líneik Dagbjört Sigríður Jónsdóttir á Nýjabæ í Gullbringusýslu, fædd 1894. Hinar tvær voru fæddar 1897 og 1902.

Orðið líneik er kvenkenning, samsett úr lín ‘hör; léreft’ og eik ‘eikartré’.

Ekki er ólíklegt að eiginnafnið megi rekja til útgáfu Jóns Árnasonar á íslenskum þjóðsögum sem fyrst komu út í tveimur bindum í Leipzig 1862 og 1864 en síðar í sex bindum í Reykjavík. Þar er prentuð sagan af Líneik og Laufey (svo í útgáfunni) en Líneik var kóngsdóttir. Nafnið hefur aldrei verið mikið notað. Samkvæmt Hagstofu Íslands báru 11 konur nafnið sem einnefni eða fyrra nafn 1. janúar 2023 og fimm sem síðara nafn.

Heimildir og mynd:

  • Jón Árnason. 1966. Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Ný útgáfa. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. II:318–323. (Í fyrri útgáfu II: 326–32).
  • Ólafur Davíðsson, 1894. Íslenzkir vikivakar og vikivakakvæði. Í Íslenzkar, gátur, skemtanir, vikivakar og þulur. Þriðji hluti. Kaupmannahöfn.
  • Sveinbjörn Egilsson. 1916. Lexicon poeticum antiquæ linguæ septentrionalis. 2. útgáfa: Finnur Jónsson. 1931. Kaupmannahöfn.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 25.6.2023).
  • Þjóðskjalasafn Íslands. Manntalsvefur.(Sótt 25.6.2023).
  • Hagstofa Íslands. Nafnaleit (Sótt 25.6.2023).
  • Pixabay. (Sótt 3.7.2023).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.12.2023

Spyrjandi

Líneik Jakobsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni nafnsins Líneik og orðsins líneik?“ Vísindavefurinn, 14. desember 2023, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85170.

Guðrún Kvaran. (2023, 14. desember). Hver er uppruni nafnsins Líneik og orðsins líneik? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85170

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni nafnsins Líneik og orðsins líneik?“ Vísindavefurinn. 14. des. 2023. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85170>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni nafnsins Líneik og orðsins líneik?
Í heild hjóðaði spurningin svona:

Hver er uppruni nafnsins Líneik? Og þá orðsins líneik? Ég veit af meiningunni kona/ung kona og þekki m.a. ljóðið úr Víglundar sögu þar sem ’Langúðig strauk löðri Iíneik um skör mína’ kemur fram. Ég er mjög áhugasöm um hvaðan það er og hvenær það kemur fram, í hvaða samhengi það var notað og allt sem er í boði bara.

Orðið líneik er kvenkenning sem elst dæmi virðist um í 21. kafla Víglundar sögu samkvæmt orðabókinni Lexicon poeticum sem Sveinbjörn Egilsson safnaði til. Orðið er samsett úr línhör; léreft’ og eik ‘eikartré’. Ritmálssafn Orðabókar Háskólans hefur dæmi um orðið einungis úr kveðskap, átta dæmi alls. Elstu dæmin eru frá 17. öld í riti Ólafs Davíðssonar:

Nú skal ljóða lykta sæði /líneik fróða hljóti gæði. (III: 183)

lángvel kunni líneik sú / lögum við makt að halda. (III: 286)

Elsta dæmið um eiginnafnið Líneik er að finna í manntali frá 1880. Þar er ein stúlka, Líneik Einarsdóttir, skráð þessu nafni í Svalbarðssókn í Norður-Þingeyjarsýslu. Í manntali 1901 er að finna aðra stúlku í Útskálasókn í Gullbringusýslu og í manntali 1910 eru þrjár konur skráðar með nafninu. Hin elsta þeirra sú sama og kemur fyrir í manntalinu 1910, Líneik Dagbjört Sigríður Jónsdóttir á Nýjabæ í Gullbringusýslu, fædd 1894. Hinar tvær voru fæddar 1897 og 1902.

Orðið líneik er kvenkenning, samsett úr lín ‘hör; léreft’ og eik ‘eikartré’.

Ekki er ólíklegt að eiginnafnið megi rekja til útgáfu Jóns Árnasonar á íslenskum þjóðsögum sem fyrst komu út í tveimur bindum í Leipzig 1862 og 1864 en síðar í sex bindum í Reykjavík. Þar er prentuð sagan af Líneik og Laufey (svo í útgáfunni) en Líneik var kóngsdóttir. Nafnið hefur aldrei verið mikið notað. Samkvæmt Hagstofu Íslands báru 11 konur nafnið sem einnefni eða fyrra nafn 1. janúar 2023 og fimm sem síðara nafn.

Heimildir og mynd:

  • Jón Árnason. 1966. Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Ný útgáfa. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. II:318–323. (Í fyrri útgáfu II: 326–32).
  • Ólafur Davíðsson, 1894. Íslenzkir vikivakar og vikivakakvæði. Í Íslenzkar, gátur, skemtanir, vikivakar og þulur. Þriðji hluti. Kaupmannahöfn.
  • Sveinbjörn Egilsson. 1916. Lexicon poeticum antiquæ linguæ septentrionalis. 2. útgáfa: Finnur Jónsson. 1931. Kaupmannahöfn.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 25.6.2023).
  • Þjóðskjalasafn Íslands. Manntalsvefur.(Sótt 25.6.2023).
  • Hagstofa Íslands. Nafnaleit (Sótt 25.6.2023).
  • Pixabay. (Sótt 3.7.2023).
...