Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvernig virka lífeyrissjóðir?

Gylfi Magnússon

Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvernig virkar lífeyrissjóður?

Eins og staðan er í dag þá borga ég og atvinnurekandi 15,5% af launum í lífeyrissjóð. Miðað við það tekur 6,5 ár að safna fyrir einu ári af launum. (15,5%*6,5ár=100.75%).

Starfsævin miðað við að viðkomandi fari í skóla er kannski 45 ár. Þannig þessi 15,5% sem eru borguð í sjóð duga bara til að greiða mér laun í um 7 ár?

Almenna lífeyrissjóðakerfið byggir á sjóðsöfnun og samtryggingu. Með því er átt við að sjóðfélagar greiða iðgjald alla starfsævina í sameiginlegan sjóð og safna þannig réttindum til að fá greiddan lífeyri eftir að starfsævinni lýkur. Þar skiptir ellilífeyrir mestu en sjóðirnir greiða einnig annars konar lífeyri, sérstaklega vegna örorku.

Geta sjóðanna til að greiða lífeyri fer vitaskuld eftir því hve mikil iðgjöld þeir innheimta en einnig hve vel sjóðirnir ná að ávaxta þau. Langur tími líður alla jafna frá því sjóðfélagi greiðir fyrst iðgjald og þangað til hann fer að fá greiddan lífeyri þannig að uppsöfnuð ávöxtun getur orðið umtalsverð.

Samtryggingin felur í sér að sumir fá mjög miklar lífeyrisgreiðslur samanlagt en aðrir litlar eða jafnvel engar. Það fer sérstaklega eftir langlífi. Lífeyrissjóður þarf hverju sinni að eiga nægt fé í sjóði og eiga von á nægum iðgjöldum til viðbótar í framtíð til að standa undir öllum væntum framtíðarlífeyrisgreiðslum. Nægi eignir og framtíðariðgjöld ekki til þess þarf að lækka lífeyrisgreiðslurnar fyrr eða síðar. Séu eignir og framtíðariðgjöld meiri en væntar framtíðarlífeyrisgreiðslur er á sama hátt hægt og raunar skylt að auka lífeyrisgreiðslurnar. Í slíkum útreikningum er miðað við 3,5% raunávöxtun bæði eigna og skuldbindinga.

Samtryggingin felur í sér að sumir fá mjög miklar lífeyrisgreiðslur samanlagt en aðrir litlar eða jafnvel engar. Það fer sérstaklega eftir langlífi.

Dæmið sem fyrirspyrjandi setur fram er ágætt. Þó má bæta því við að samanlagt iðgjald launþega og launagreiðanda hefur ekki verið 15,5% af launum nema í tiltölulega fá ár. Áður fyrr var hlutfallið lægra. Ef við miðum engu að síður við 15,5% iðgjald í 45 ár þá er það rétt að samanlagt nemur iðgjaldið rétt tæplega 7 ára launum. Með 3,5% ávöxtun á ári hefði sjóðurinn hins vegar vaxið í sem samsvarar rétt ríflega 16 földum árslaunum. Það ætti að duga vel til að greiða ellilífeyri til dánardags miðað við dæmigerðar lífslíkur. Í því samhengi skiptir líka máli að ávöxtun ætti að nást á sjóðinn á meðan verið er að greiða lífeyri.

Raunveruleikinn er þó nokkuð flóknari en dæmið. Meðal annars hækka raunlaun almennt með tímanum og einstakir launþegar geta þess utan haft mjög sveiflukennd laun frá einum tíma til annars. Þá er engan veginn víst að 3,5% raunávöxtun náist. Að meðaltali hafa lífeyrissjóðir þó náð þessari ávöxtun og kannski aðeins ríflega það undanfarna áratugi. Það er þó talsverður munur á milli lífeyrissjóða hvað það varðar. Eðli máls samkvæmt veit þó enginn hvort þeir munu ná henni í framtíðinni. Lífeyriskerfið þarf því alltaf af og til að bregðast við sveiflum í ávöxtun og einnig laga sig að þróun á lýðfræðilegum breytum eins og lífslíkum og örorkutíðni.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

10.8.2023

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvernig virka lífeyrissjóðir?“ Vísindavefurinn, 10. ágúst 2023. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=85342.

Gylfi Magnússon. (2023, 10. ágúst). Hvernig virka lífeyrissjóðir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85342

Gylfi Magnússon. „Hvernig virka lífeyrissjóðir?“ Vísindavefurinn. 10. ágú. 2023. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85342>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig virka lífeyrissjóðir?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvernig virkar lífeyrissjóður?

Eins og staðan er í dag þá borga ég og atvinnurekandi 15,5% af launum í lífeyrissjóð. Miðað við það tekur 6,5 ár að safna fyrir einu ári af launum. (15,5%*6,5ár=100.75%).

Starfsævin miðað við að viðkomandi fari í skóla er kannski 45 ár. Þannig þessi 15,5% sem eru borguð í sjóð duga bara til að greiða mér laun í um 7 ár?

Almenna lífeyrissjóðakerfið byggir á sjóðsöfnun og samtryggingu. Með því er átt við að sjóðfélagar greiða iðgjald alla starfsævina í sameiginlegan sjóð og safna þannig réttindum til að fá greiddan lífeyri eftir að starfsævinni lýkur. Þar skiptir ellilífeyrir mestu en sjóðirnir greiða einnig annars konar lífeyri, sérstaklega vegna örorku.

Geta sjóðanna til að greiða lífeyri fer vitaskuld eftir því hve mikil iðgjöld þeir innheimta en einnig hve vel sjóðirnir ná að ávaxta þau. Langur tími líður alla jafna frá því sjóðfélagi greiðir fyrst iðgjald og þangað til hann fer að fá greiddan lífeyri þannig að uppsöfnuð ávöxtun getur orðið umtalsverð.

Samtryggingin felur í sér að sumir fá mjög miklar lífeyrisgreiðslur samanlagt en aðrir litlar eða jafnvel engar. Það fer sérstaklega eftir langlífi. Lífeyrissjóður þarf hverju sinni að eiga nægt fé í sjóði og eiga von á nægum iðgjöldum til viðbótar í framtíð til að standa undir öllum væntum framtíðarlífeyrisgreiðslum. Nægi eignir og framtíðariðgjöld ekki til þess þarf að lækka lífeyrisgreiðslurnar fyrr eða síðar. Séu eignir og framtíðariðgjöld meiri en væntar framtíðarlífeyrisgreiðslur er á sama hátt hægt og raunar skylt að auka lífeyrisgreiðslurnar. Í slíkum útreikningum er miðað við 3,5% raunávöxtun bæði eigna og skuldbindinga.

Samtryggingin felur í sér að sumir fá mjög miklar lífeyrisgreiðslur samanlagt en aðrir litlar eða jafnvel engar. Það fer sérstaklega eftir langlífi.

Dæmið sem fyrirspyrjandi setur fram er ágætt. Þó má bæta því við að samanlagt iðgjald launþega og launagreiðanda hefur ekki verið 15,5% af launum nema í tiltölulega fá ár. Áður fyrr var hlutfallið lægra. Ef við miðum engu að síður við 15,5% iðgjald í 45 ár þá er það rétt að samanlagt nemur iðgjaldið rétt tæplega 7 ára launum. Með 3,5% ávöxtun á ári hefði sjóðurinn hins vegar vaxið í sem samsvarar rétt ríflega 16 földum árslaunum. Það ætti að duga vel til að greiða ellilífeyri til dánardags miðað við dæmigerðar lífslíkur. Í því samhengi skiptir líka máli að ávöxtun ætti að nást á sjóðinn á meðan verið er að greiða lífeyri.

Raunveruleikinn er þó nokkuð flóknari en dæmið. Meðal annars hækka raunlaun almennt með tímanum og einstakir launþegar geta þess utan haft mjög sveiflukennd laun frá einum tíma til annars. Þá er engan veginn víst að 3,5% raunávöxtun náist. Að meðaltali hafa lífeyrissjóðir þó náð þessari ávöxtun og kannski aðeins ríflega það undanfarna áratugi. Það er þó talsverður munur á milli lífeyrissjóða hvað það varðar. Eðli máls samkvæmt veit þó enginn hvort þeir munu ná henni í framtíðinni. Lífeyriskerfið þarf því alltaf af og til að bregðast við sveiflum í ávöxtun og einnig laga sig að þróun á lýðfræðilegum breytum eins og lífslíkum og örorkutíðni.

Mynd:...