Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er endalaust pláss á Internetinu?

Hákon Magnús Hjaltalín Þórsson, Kjartan Steinn Gunnarsson og Sverrir Arnórsson

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er hægt að hlaða miklu efni niður af Netinu? þá er Internetið samsett úr litlum einingum sem mynda eins konar tölvunet. Í þessu tölvuneti eru vefþjónar (e. server) og venjulegar tölvur sem sækja efni á vefþjónana, svo sem vefsíður. Minnið á Netinu er sem sagt tölvurnar eða vefþjónarnir sem eru tengdir við það.

Ekkert eiginlegt pláss er á Internetinu vegna þess að Netið er ekki geymslupláss heldur milligöngumaður milli vefþjóna og notanda Netsins. Netnotandi sem heimsækir vefsíðu skoðar þannig ekki efni sem er vistað á Netinu heldur efni sem er vistað á vefþjóni. Bæta má nýjum vefþjónum við Internetið og auka þannig geymslurými gagna sem hægt er að sækja á Netið.

Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

8.6.2011

Spyrjandi

Kári Kolbeinsson

Tilvísun

Hákon Magnús Hjaltalín Þórsson, Kjartan Steinn Gunnarsson og Sverrir Arnórsson. „Er endalaust pláss á Internetinu?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2011, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=8547.

Hákon Magnús Hjaltalín Þórsson, Kjartan Steinn Gunnarsson og Sverrir Arnórsson. (2011, 8. júní). Er endalaust pláss á Internetinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=8547

Hákon Magnús Hjaltalín Þórsson, Kjartan Steinn Gunnarsson og Sverrir Arnórsson. „Er endalaust pláss á Internetinu?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2011. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=8547>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er endalaust pláss á Internetinu?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er hægt að hlaða miklu efni niður af Netinu? þá er Internetið samsett úr litlum einingum sem mynda eins konar tölvunet. Í þessu tölvuneti eru vefþjónar (e. server) og venjulegar tölvur sem sækja efni á vefþjónana, svo sem vefsíður. Minnið á Netinu er sem sagt tölvurnar eða vefþjónarnir sem eru tengdir við það.

Ekkert eiginlegt pláss er á Internetinu vegna þess að Netið er ekki geymslupláss heldur milligöngumaður milli vefþjóna og notanda Netsins. Netnotandi sem heimsækir vefsíðu skoðar þannig ekki efni sem er vistað á Netinu heldur efni sem er vistað á vefþjóni. Bæta má nýjum vefþjónum við Internetið og auka þannig geymslurými gagna sem hægt er að sækja á Netið.

Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011. ...