Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er hægt að hlaða miklu efni niður af Netinu? þá er Internetið samsett úr litlum einingum sem mynda eins konar tölvunet. Í þessu tölvuneti eru vefþjónar (e. server) og venjulegar tölvur sem sækja efni á vefþjónana, svo sem vefsíður. Minnið á Netinu er sem sagt tölvurnar eða vefþjónarnir sem eru tengdir við það.
Ekkert eiginlegt pláss er á Internetinu vegna þess að Netið er ekki geymslupláss heldur milligöngumaður milli vefþjóna og notanda Netsins. Netnotandi sem heimsækir vefsíðu skoðar þannig ekki efni sem er vistað á Netinu heldur efni sem er vistað á vefþjóni. Bæta má nýjum vefþjónum við Internetið og auka þannig geymslurými gagna sem hægt er að sækja á Netið.
Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:- Hvað er hægt að hlaða miklu efni niður af netinu? eftir Einar Örn Þorvaldsson
- Hvað eru margar vefsíður á netinu? eftir Einar Örn Þorvaldsson og Þorstein Vilhjálmsson
- Hver var fyrsta heimasíðan og hvar er hægt að finna hana? eftir Hauk Hannesson
- en.wikipedia.org - Server (computing). Sótt 8.6.2011.
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2011.