Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu stóran hluta Íslands þekja nútímahraun?

JGÞ

Nútímahraun eru hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Skil á milli ísaldar og nútíma eru fyrir um 11.500 árum, þegar framrás ísaldarjökulsins lauk. Rétt er að hafa í huga að það tók jökulinn nokkur þúsund ár að hörfa og þess vegna er stundum gerður greinarmunur á hugtökunum nútími og eftirjökultími. Flatarmál þeirra hrauna sem runnið hafa á eftirjökultíma er rúmlega 11.000 km2.[1] Flatarmál Íslands er um 103.000 km2 og nútímahraun þekja þess vegna rúmlega 10,6% af flatarmáli Íslands.

Kort frá 2013 sem sýnir útbreiðslu nútímahrauna. Hraun frá eftirjökultíma (svartur litur), hraun frá sögulegum tíma, eftir landnám manna (rauður litur). Gosbelti Íslands (grænn litur).

Stór hluti nútímahrauna eru svonefnd dyngjuhraun en flestar dyngjur eru frá lokum ísaldar, þegar ísaldarjökullinn hörfaði. Talið er líklegt að þegar ísaldarjökulinn hopaði hafi léttir á þrýstingi valdið bráðnun í jarðmöttlinum undir landinu. Vitað er að eldvirkni var mjög mikil fyrstu árþúsundin eftir að ísaldarjökullinn hvarf eða allt að 30 sinnum meiri í rúmmáli á tímaeiningu en nú, eins og fram kemur í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er dyngjugos?

Stærstu sprungugos á nútíma urðu fyrir um 9000 árum, þegar Þjórsárhraun og Bárðardalshraun runnu. Rúmmál Þjórsárhrauns er um 25 km3 og það rann um 130 km leið. Önnur stór hraun á nútíma eru Eldgjárhraun um 934 (20 km3) og Skaftáreldahraun 1783 (15 km3). Stærsta hraun á nútíma eftir að Skaftáreldahraun rann er Holuhraun sem myndaðist 2014-15. Flatarmál þess er 84 km2 og áætlað rúmmál um 1,44 km3.

Tilvísun:
  1. ^ Haukur Jóhannesson og Kristján Sæmundsson, 1998. Jarðfræðikort af Íslandi, 1:500000, Berggrunnur (2. útgáfa). Náttúrufræðistofnun Íslands, Reykjavík.

Frekara lesefni og mynd:
  • Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason. (2013). Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.2.2024

Spyrjandi

Camille Marmié

Tilvísun

JGÞ. „Hversu stóran hluta Íslands þekja nútímahraun?“ Vísindavefurinn, 1. febrúar 2024, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85852.

JGÞ. (2024, 1. febrúar). Hversu stóran hluta Íslands þekja nútímahraun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85852

JGÞ. „Hversu stóran hluta Íslands þekja nútímahraun?“ Vísindavefurinn. 1. feb. 2024. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85852>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu stóran hluta Íslands þekja nútímahraun?
Nútímahraun eru hraun sem runnið hafa á Íslandi á jarðsögutímabilinu nútíma og ísaldarjökull hefur ekki gengið yfir. Skil á milli ísaldar og nútíma eru fyrir um 11.500 árum, þegar framrás ísaldarjökulsins lauk. Rétt er að hafa í huga að það tók jökulinn nokkur þúsund ár að hörfa og þess vegna er stundum gerður greinarmunur á hugtökunum nútími og eftirjökultími. Flatarmál þeirra hrauna sem runnið hafa á eftirjökultíma er rúmlega 11.000 km2.[1] Flatarmál Íslands er um 103.000 km2 og nútímahraun þekja þess vegna rúmlega 10,6% af flatarmáli Íslands.

Kort frá 2013 sem sýnir útbreiðslu nútímahrauna. Hraun frá eftirjökultíma (svartur litur), hraun frá sögulegum tíma, eftir landnám manna (rauður litur). Gosbelti Íslands (grænn litur).

Stór hluti nútímahrauna eru svonefnd dyngjuhraun en flestar dyngjur eru frá lokum ísaldar, þegar ísaldarjökullinn hörfaði. Talið er líklegt að þegar ísaldarjökulinn hopaði hafi léttir á þrýstingi valdið bráðnun í jarðmöttlinum undir landinu. Vitað er að eldvirkni var mjög mikil fyrstu árþúsundin eftir að ísaldarjökullinn hvarf eða allt að 30 sinnum meiri í rúmmáli á tímaeiningu en nú, eins og fram kemur í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er dyngjugos?

Stærstu sprungugos á nútíma urðu fyrir um 9000 árum, þegar Þjórsárhraun og Bárðardalshraun runnu. Rúmmál Þjórsárhrauns er um 25 km3 og það rann um 130 km leið. Önnur stór hraun á nútíma eru Eldgjárhraun um 934 (20 km3) og Skaftáreldahraun 1783 (15 km3). Stærsta hraun á nútíma eftir að Skaftáreldahraun rann er Holuhraun sem myndaðist 2014-15. Flatarmál þess er 84 km2 og áætlað rúmmál um 1,44 km3.

Tilvísun:
  1. ^ Haukur Jóhannesson og Kristján Sæmundsson, 1998. Jarðfræðikort af Íslandi, 1:500000, Berggrunnur (2. útgáfa). Náttúrufræðistofnun Íslands, Reykjavík.

Frekara lesefni og mynd:
  • Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason. (2013). Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands.
...