Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Er hægt að búa til fleirtölu af orðum sem áður hafa aðeins verið notuð í eintölu?

Eiríkur Rögnvaldsson

Meðal þeirra málfarsatriða sem oftast eru gerðar athugasemdir við er þegar farið er að nota fleirtölu af ýmsum orðum sem fram undir þetta hafa eingöngu verið höfð í eintölu. Ég hef skrifað um mörg slík dæmi, a.m.k. þessi: fíknir af kvenkynsorðinu fíkn(i), flug af hvorugkynsorðinu flug, fælnir af kvenkynsorðinu fælni, hræðslur af kvenkynsorðinu hræðsla, húsnæði af hvorugkynsorðinu húsnæði, látbrögð af hvorugkynsorðinu látbragð, mör af hvorugkynsorðinu mar, orðrómar af karlkynsorðinu orðrómur, óttar af karlkynsorðinu ótti, smit af hvorugkynsorðinu smit, þjónustur af kvenkynsorðinu þjónusta – og svo keppnir af kvenkynsorðinu keppni sem Höskuldur Þráinsson lagði út af í greininni Ekki til í fleirtölu. Höskuldur segir í þessari grein:

Ef grannt er að gáð, kemur í ljós að býsna mörg orð virðast hafa þess konar merkingu að mönnum finnst óeðlilegt að nota þau í fleirtölu. Þetta á t.d. við orð sem eru heiti á efnum, safnheiti, tákna eitthvað óhlutkennt o.s.frv. […] Það virðist eintöluorðum af þessu tagi sameiginlegt að það er merking þeirra sem ræður þessum einkennum. Þetta sést m.a. á því að stundum fá slík orð breytta eða sérhæfða merkingu og þá er ekkert lengur því til fyrirstöðu að nota þau í fleirtölu. Orð eins og sýslumannaævir, Jörfagleðir o.fl. eru oft tekin sem dæmi um þetta.
Höskuldur nefnir einnig orð eins og gull, silfur og járn sem venjulega eru eingöngu í eintölu en geta tekið fleirtölu í ákveðinni merkingu. Hann segir einnig:
Mér sýnist augljóst að svipað hafi átt sér stað með keppni. Þegar það fer að merkja einstök kappmót eða slíkt, virðist mönnum eðlilegt að nota það í ft. og segja „… í mörgum keppnum“ rétt eins og sagt er „… á mörgum mótum.“ Ég sé ekki betur en þetta sé fullkomlega eðlilegt. Það er því villandi og ruglandi að banna mönnum að nota keppni í ft. á þeirri forsendu að það sé „ekki til“, ef um það er að ræða að orðið merkir einstaka atburði eða viðureignir. Um leið og orðið fær þá merkingu, verður fullkomlega eðlilegt að nota það í ft. Menn gætu hins vegar amast við því að orðið skuli vera látið fá þessa merkingu, á þeirri forsendu að þar sé verið að víkka merkingarsvið orðsins frá því sem áður hafi verið tíðkað.

Þetta held ég að gildi um öll þau dæmi sem voru nefnd hér að framan. Það er enginn vandi að búa til fleirtölu af þeim og enginn vafi á því hvernig hún á að vera. Sú merking sem þau höfðu áður býður hins vegar ekki upp á að þau séu notuð í fleirtölu. Það sem hefur gerst er að orðin hafa fengið víkkaða eða nýja merkingu – auk hinnar almennu og oft óhlutstæðu vísunar sem þau höfðu og hafa enn eru þau farin að vísa til einstakra og oft áþreifanlegra fyrirbæra, tegundar af því sem um er rætt eða eintaks af þeirri tegund sem um er rætt, og þá er fleirtala eðlileg og sjálfsögð eins og nánar er skýrt í pistlum um einstök orð. Þannig má nota fleirtöluna fíknir til að vísa til mismunandi tegunda af fíkn, fleirtalan flug vísar til tiltekinna ferða flugvélar, o.s.frv.

Orðið flug hefur fram undir þetta eingöngu verið haft í eintölu en er nú stundum notað í fleirtölu og vísar þá til tiltekinna ferða flugvélar.

Nýjasta dæmi sem ég hef séð um þetta er fleirtalan fræðslur af kvenkynsorðinu fræðsla. Hún er notuð á síðu Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar þar sem yfirskriftin er „Fræðsla á vegum Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu“ en fyrir neðan stendur „Dæmi um fræðslur sem boðið er upp á“. Í fyrra tilvikinu hefur fræðsla almenna vísun en í því seinna, fleirtöludæminu, vísar það til eins konar fræðslupakka um tiltekið efni. Það er boðið upp á fræðslu um mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, jafnrétti kynjanna, innflytjendur og heimilisofbeldi, hinsegin fólk og heimilisofbeldi, fatlað fólk og ofbeldi, trans börn o.fl. Það er sérstök fræðsla um hvert efni og því eru margar og mismunandi fræðslur í boði.

Vitanlega er viðbúið – og fullkomlega eðlilegt – að við hrökkvum í kút þegar við sjáum eða heyrum fleirtölu af orðum sem við ólumst upp við að væru „ekki til í fleirtölu“. Í sumum tilvikum, eins og með orðið keppni, verð og ýmis fleiri, hefur það líka lengi verið brýnt fyrir málnotendum að fleirtalan væri beinlínis röng. En þetta snýst í raun ekki um fleirtöluna sem slíka, heldur um merkingarvíkkun orðanna sem krefst þess að hægt sé að nota þau í fleirtölu. Eins og Höskuldur Þráinsson segir í tilvitnaðri grein er auðvitað hægt að amast við þessari merkingarvíkkun en ég sé enga ástæðu til þess – þetta eru fullkomlega eðlilegar breytingar sem valda tæpast misskilningi og skaða málið ekki neitt, en auðvitað þarf að venjast þeim.

Mynd:

Þetta svar birtist upprunalega á heimasíðu höfundar en var endurskoðað fyrir birtingu á Vísindavefnum.

Höfundur

Eiríkur Rögnvaldsson

prófessor emeritus í íslenskri málfræði

Útgáfudagur

19.3.2024

Spyrjandi

Kristinn Sigmarsson, Örn, Árný Björk

Tilvísun

Eiríkur Rögnvaldsson. „Er hægt að búa til fleirtölu af orðum sem áður hafa aðeins verið notuð í eintölu?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2024. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=86355.

Eiríkur Rögnvaldsson. (2024, 19. mars). Er hægt að búa til fleirtölu af orðum sem áður hafa aðeins verið notuð í eintölu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=86355

Eiríkur Rögnvaldsson. „Er hægt að búa til fleirtölu af orðum sem áður hafa aðeins verið notuð í eintölu?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2024. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=86355>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að búa til fleirtölu af orðum sem áður hafa aðeins verið notuð í eintölu?
Meðal þeirra málfarsatriða sem oftast eru gerðar athugasemdir við er þegar farið er að nota fleirtölu af ýmsum orðum sem fram undir þetta hafa eingöngu verið höfð í eintölu. Ég hef skrifað um mörg slík dæmi, a.m.k. þessi: fíknir af kvenkynsorðinu fíkn(i), flug af hvorugkynsorðinu flug, fælnir af kvenkynsorðinu fælni, hræðslur af kvenkynsorðinu hræðsla, húsnæði af hvorugkynsorðinu húsnæði, látbrögð af hvorugkynsorðinu látbragð, mör af hvorugkynsorðinu mar, orðrómar af karlkynsorðinu orðrómur, óttar af karlkynsorðinu ótti, smit af hvorugkynsorðinu smit, þjónustur af kvenkynsorðinu þjónusta – og svo keppnir af kvenkynsorðinu keppni sem Höskuldur Þráinsson lagði út af í greininni Ekki til í fleirtölu. Höskuldur segir í þessari grein:

Ef grannt er að gáð, kemur í ljós að býsna mörg orð virðast hafa þess konar merkingu að mönnum finnst óeðlilegt að nota þau í fleirtölu. Þetta á t.d. við orð sem eru heiti á efnum, safnheiti, tákna eitthvað óhlutkennt o.s.frv. […] Það virðist eintöluorðum af þessu tagi sameiginlegt að það er merking þeirra sem ræður þessum einkennum. Þetta sést m.a. á því að stundum fá slík orð breytta eða sérhæfða merkingu og þá er ekkert lengur því til fyrirstöðu að nota þau í fleirtölu. Orð eins og sýslumannaævir, Jörfagleðir o.fl. eru oft tekin sem dæmi um þetta.
Höskuldur nefnir einnig orð eins og gull, silfur og járn sem venjulega eru eingöngu í eintölu en geta tekið fleirtölu í ákveðinni merkingu. Hann segir einnig:
Mér sýnist augljóst að svipað hafi átt sér stað með keppni. Þegar það fer að merkja einstök kappmót eða slíkt, virðist mönnum eðlilegt að nota það í ft. og segja „… í mörgum keppnum“ rétt eins og sagt er „… á mörgum mótum.“ Ég sé ekki betur en þetta sé fullkomlega eðlilegt. Það er því villandi og ruglandi að banna mönnum að nota keppni í ft. á þeirri forsendu að það sé „ekki til“, ef um það er að ræða að orðið merkir einstaka atburði eða viðureignir. Um leið og orðið fær þá merkingu, verður fullkomlega eðlilegt að nota það í ft. Menn gætu hins vegar amast við því að orðið skuli vera látið fá þessa merkingu, á þeirri forsendu að þar sé verið að víkka merkingarsvið orðsins frá því sem áður hafi verið tíðkað.

Þetta held ég að gildi um öll þau dæmi sem voru nefnd hér að framan. Það er enginn vandi að búa til fleirtölu af þeim og enginn vafi á því hvernig hún á að vera. Sú merking sem þau höfðu áður býður hins vegar ekki upp á að þau séu notuð í fleirtölu. Það sem hefur gerst er að orðin hafa fengið víkkaða eða nýja merkingu – auk hinnar almennu og oft óhlutstæðu vísunar sem þau höfðu og hafa enn eru þau farin að vísa til einstakra og oft áþreifanlegra fyrirbæra, tegundar af því sem um er rætt eða eintaks af þeirri tegund sem um er rætt, og þá er fleirtala eðlileg og sjálfsögð eins og nánar er skýrt í pistlum um einstök orð. Þannig má nota fleirtöluna fíknir til að vísa til mismunandi tegunda af fíkn, fleirtalan flug vísar til tiltekinna ferða flugvélar, o.s.frv.

Orðið flug hefur fram undir þetta eingöngu verið haft í eintölu en er nú stundum notað í fleirtölu og vísar þá til tiltekinna ferða flugvélar.

Nýjasta dæmi sem ég hef séð um þetta er fleirtalan fræðslur af kvenkynsorðinu fræðsla. Hún er notuð á síðu Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar þar sem yfirskriftin er „Fræðsla á vegum Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu“ en fyrir neðan stendur „Dæmi um fræðslur sem boðið er upp á“. Í fyrra tilvikinu hefur fræðsla almenna vísun en í því seinna, fleirtöludæminu, vísar það til eins konar fræðslupakka um tiltekið efni. Það er boðið upp á fræðslu um mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar, jafnrétti kynjanna, innflytjendur og heimilisofbeldi, hinsegin fólk og heimilisofbeldi, fatlað fólk og ofbeldi, trans börn o.fl. Það er sérstök fræðsla um hvert efni og því eru margar og mismunandi fræðslur í boði.

Vitanlega er viðbúið – og fullkomlega eðlilegt – að við hrökkvum í kút þegar við sjáum eða heyrum fleirtölu af orðum sem við ólumst upp við að væru „ekki til í fleirtölu“. Í sumum tilvikum, eins og með orðið keppni, verð og ýmis fleiri, hefur það líka lengi verið brýnt fyrir málnotendum að fleirtalan væri beinlínis röng. En þetta snýst í raun ekki um fleirtöluna sem slíka, heldur um merkingarvíkkun orðanna sem krefst þess að hægt sé að nota þau í fleirtölu. Eins og Höskuldur Þráinsson segir í tilvitnaðri grein er auðvitað hægt að amast við þessari merkingarvíkkun en ég sé enga ástæðu til þess – þetta eru fullkomlega eðlilegar breytingar sem valda tæpast misskilningi og skaða málið ekki neitt, en auðvitað þarf að venjast þeim.

Mynd:

Þetta svar birtist upprunalega á heimasíðu höfundar en var endurskoðað fyrir birtingu á Vísindavefnum....