Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig á að beygja heiti bókstafanna í eintölu og fleirtölu?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Ef þörf er á að beygja bókstafina eru þeir allir auðbeygðir nema helst a-ið. Ef stafirnir d og f eru teknir sem dæmi beygjast þeir á eftirfarandi hátt í eintölu og fleirtölu:

FallEintalaFleirtala
Nf.
Þf.
Þgf.déidéum
Ef.désdéa

FallEintalaFleirtala
Nf.effeff
Þf.effeff
Þgf.effieffum
Ef.effseffa

Á sama hátt og d og f beygjast nær allir bókstafirnir, það er eins og veikt hvorugkynsorð. Sá eini sem er til smávandræða er a. Í raun ætti það að taka hljóðvarpi í fleirtölu og verða ö. Við það fellur það saman við bókstafinn ö og því er eðlilegast að sleppa hljóðvarpinu í fleirtölu og beygja a og ö á þennan hátt í fleirtölu:

FallFleirtalaFleirtala
Nf.aö
Þf.aö
Þgf.a-umöum
Ef.aaöa

Bandstrikið er sett til að komast hjá því að lesið sé au [öj]. Eftirfarandi setning gæti valdið misskilningi í töluðu máli: "Nafnið Aaron er skrifað með tveimur öum í erlendum málum." Til að koma í veg fyrir það væri betra að segja: "Nafnið Aaron er skrifað með tveimur a-um í erlendum málum."

Fleiri svör um bókstafi:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

21.8.2007

Spyrjandi

Jacques Roger Raymond

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig á að beygja heiti bókstafanna í eintölu og fleirtölu?“ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2007, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6767.

Guðrún Kvaran. (2007, 21. ágúst). Hvernig á að beygja heiti bókstafanna í eintölu og fleirtölu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6767

Guðrún Kvaran. „Hvernig á að beygja heiti bókstafanna í eintölu og fleirtölu?“ Vísindavefurinn. 21. ágú. 2007. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6767>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig á að beygja heiti bókstafanna í eintölu og fleirtölu?
Ef þörf er á að beygja bókstafina eru þeir allir auðbeygðir nema helst a-ið. Ef stafirnir d og f eru teknir sem dæmi beygjast þeir á eftirfarandi hátt í eintölu og fleirtölu:

FallEintalaFleirtala
Nf.
Þf.
Þgf.déidéum
Ef.désdéa

FallEintalaFleirtala
Nf.effeff
Þf.effeff
Þgf.effieffum
Ef.effseffa

Á sama hátt og d og f beygjast nær allir bókstafirnir, það er eins og veikt hvorugkynsorð. Sá eini sem er til smávandræða er a. Í raun ætti það að taka hljóðvarpi í fleirtölu og verða ö. Við það fellur það saman við bókstafinn ö og því er eðlilegast að sleppa hljóðvarpinu í fleirtölu og beygja a og ö á þennan hátt í fleirtölu:

FallFleirtalaFleirtala
Nf.aö
Þf.aö
Þgf.a-umöum
Ef.aaöa

Bandstrikið er sett til að komast hjá því að lesið sé au [öj]. Eftirfarandi setning gæti valdið misskilningi í töluðu máli: "Nafnið Aaron er skrifað með tveimur öum í erlendum málum." Til að koma í veg fyrir það væri betra að segja: "Nafnið Aaron er skrifað með tveimur a-um í erlendum málum."

Fleiri svör um bókstafi:...