
Fyrsta erindið af Eldgamla Ísafold, eins og það birtist í kverinu Studenterviser i dansk, islandsk, latinsk og græsk Maal, bls. 119.
Eldgamla Ísafold,Ekki er vitað hvenær eða hver samdi breska þjóðsönginn, hvorki lagið né textann, en ýmsar tilgátur hafa verið settar fram. Hins vegar er vitað að söngurinn var fyrst fluttur opinberlega í svipaðri mynd og þekkist í dag í Theatre Royal leikhúsinu á Drury Lane í London í lok september 1745. Söngnum var ætlað að blása fylgismönnum Georgs II. konungs ættjarðarást í brjóst eftir að fréttist af ósigri hersveita hans í Skotlandi gegn uppreisnarmönnum svonefndra Jakobíta sem vildu koma Stúartættinni aftur til valda. Söngurinn vakti strax mikla lukku og smám saman festist í sessi sá siður að flytja hann þegar konungborið fólk sótti opinberar skemmtanir. Með tímanum öðlaðist söngurinn stöðu þjóðsöngs Breta án þess að það væri ákveðið með formlegum hætti yfirvalda.
ástkæra fósturmold,
Fjallkonan fríð!
mögum þín muntu kær
meðan lönd gyrðir sær
og guma girnist mær,
gljár sól á hlíð.
[...]
Eldgamla Ísafold,
ástkæra fósturmold,
Fjallkonan fríð!
ágætust auðnan þér
upplyfti, biðjum vér,
meðan að uppi er
öll heimsins tíð![1]

Nótur og texti við God save the king úr Thesaurus musicus sem kom út í desember 1745. Þá birtist það undir heitinu A Loyal Song.
- ^ Hér er rithætti eiginhandarrits skáldsins fylgt og hendingin „gumar girnast mær“ því höfð á þennan hátt: „og guma girnist mær“. Helga Kress hefur sýnt fram á að í öllum prentuðum útgáfum kvæðisins hafi hendingunni verið breytt þannig að karlarnir girntust konuna. Sú breyting á sér hins vegar enga stoð. Sjá nánar um þetta í afar fróðlegri grein Helgu: (PDF) Guma girnist mær (1989) . (Sótt 10.7.2024).
- Íslands minni. Bragi, óðfræðivefur.
- Eldgamla Ísafold. Wikipedia.
- Bjarni Thorarensen. Wikipedia.
- Andrew Green. (2024, 29. apríl). Where did God Save the King come from? A guide to the history of the British national anthem. Classical Music.
- Charles Dimont. (1953). The History of ‘God Save the King’. History Today, 3(5).
- National Anthem. Royal.uk.
- David Pate. (2023, 4. maí). How God Save the King became the world's 1st national anthem. CBC News.
- Lars Roede. (2022, 30. desember). Kongesangen. Store norske leksikon.
- Oehlenschläger, A. Hilaris, S. Weyse, C. E. F.,Finnur Magnússon. (1819). Studenterviser, i dansk, islandsk, latinsk og graesk maal, bls. 119.
- A Loyal Song, c. December 1745.jpg. Wikimedia Commons.