Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er sagt það „styttir upp“ þegar hættir að rigna?

Guðrún Kvaran

Öll spurningin hljóðaði svona:

Af hverju er sagt það „styttir upp“ þegar hættir að rigna og hvaðan kemur orðasambandið?

Sögnin að stytta merkir ‘að gera eitthvað styttra’ eins og stytta flík. Þegar konur gengu daglega í síðum pilsum og þurftu að fara til dæmis yfir blautt gras eða þýft landslag styttu þær sig með því að bretta upp eða binda upp flíkina og hnýta band um mittið. Sama var um karlmenn til þess að buxnaskálmarnar blotnuðu minna að neðan. Menn stytta sér leið með því að velja skemmri leið en ætlað var í upphafi og menn stytta sér stundir til dæmis með því að lesa eða hlusta á tónlist.

Um að regn eða snjór hætti að falla er talað að það sé stytt upp. Það þekkist að minnsta kosti frá upphafi 18. aldar samkvæmt dæmum í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans:

so sem Regn i Aprilis Maanude / sem stitter strax upp aptur.
á fimmta degi var hríðin stytt upp.

Í þessum dæmum eru orðin regn og hríð í nefnifalli. Í næstu dæmum eru regn og hríð í þágufalli:

Á annan dag í jólum var hríðinni stytt upp.
var þá stytt upp hríðinni.
var nú regninu stytt upp og komið bjart veður.

Þau eru öll fengin úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Ópersónulega notkunin það er stytt upp, það er að stytta upp er líklegast sú algengasta í dag. Hún er gefin í Íslenskri nútímamálsorðabók Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Merkingin er sótt í orðasambandið að stytta sig.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

15.11.2024

Spyrjandi

Grímur

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er sagt það „styttir upp“ þegar hættir að rigna?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2024, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86868.

Guðrún Kvaran. (2024, 15. nóvember). Af hverju er sagt það „styttir upp“ þegar hættir að rigna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86868

Guðrún Kvaran. „Af hverju er sagt það „styttir upp“ þegar hættir að rigna?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2024. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86868>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er sagt það „styttir upp“ þegar hættir að rigna?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Af hverju er sagt það „styttir upp“ þegar hættir að rigna og hvaðan kemur orðasambandið?

Sögnin að stytta merkir ‘að gera eitthvað styttra’ eins og stytta flík. Þegar konur gengu daglega í síðum pilsum og þurftu að fara til dæmis yfir blautt gras eða þýft landslag styttu þær sig með því að bretta upp eða binda upp flíkina og hnýta band um mittið. Sama var um karlmenn til þess að buxnaskálmarnar blotnuðu minna að neðan. Menn stytta sér leið með því að velja skemmri leið en ætlað var í upphafi og menn stytta sér stundir til dæmis með því að lesa eða hlusta á tónlist.

Um að regn eða snjór hætti að falla er talað að það sé stytt upp. Það þekkist að minnsta kosti frá upphafi 18. aldar samkvæmt dæmum í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans:

so sem Regn i Aprilis Maanude / sem stitter strax upp aptur.
á fimmta degi var hríðin stytt upp.

Í þessum dæmum eru orðin regn og hríð í nefnifalli. Í næstu dæmum eru regn og hríð í þágufalli:

Á annan dag í jólum var hríðinni stytt upp.
var þá stytt upp hríðinni.
var nú regninu stytt upp og komið bjart veður.

Þau eru öll fengin úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Ópersónulega notkunin það er stytt upp, það er að stytta upp er líklegast sú algengasta í dag. Hún er gefin í Íslenskri nútímamálsorðabók Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Merkingin er sótt í orðasambandið að stytta sig.

Heimildir og mynd:...