Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju nær verðtrygging einnig til vaxtagreiðslna?

Gylfi Magnússon

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona:

Í ljósi svars við spurningu sem birt var á Vísindavefnum fyrir einhverju síðan (Eru verðbætur vextir og þar með fjármagnstekjur?) velti ég fyrir mér þeirri staðreynd, sem birtist á reikningum allra húsnæðiseigenda á Íslandi en það er liðurinn “verðbætur á vexti”!

Upprunaleg húsnæðisskuld er „verðtryggð“ - þökk sé fv. formanni Framsóknarflokksins Ólafi heitnum Jóhannessyni (það fíaskó er efni í heila doktorsritgerð með hliðsjón af verðtryggingu launa á sama tíma sem stuttu síðar var afnumin og gat af sér Sigtúnshópinn svokallaða, sem hvarf m.a. inn í stjórnkerfið), en hvernig stendur á þessari “verðtryggingu (-bætur) vaxta”?

Höfuðstóllinn er verðtryggður - vextir eru reiknaðir á milli mánaða ofan á verðtryggðan höfuðstól. Hvar liggur heimild til “verðtryggingar vaxta”?

Það liggur í hlutarins eðli að ef lán eða innstæða er verðtryggð þá hlýtur verðtryggingin að þurfa að ná bæði til afborgana og vaxtagreiðslna ef hún á að ná tilgangi sínum, það er að tryggja að kaupmáttur greiðslna fylgi verðlagsþróun og hvorki lántaki né lánveitandi hagnist á verðbólgunni.

Í lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 er þannig talað um að greiðslur séu verðtryggðar, það er bæði greiðslur af höfuðstól og vöxtum. Verðtrygging vaxtagreiðslna gerist raunar sjálfkrafa af því að vextir eru reiknaðir í hlutfalli við höfuðstól láns eða innstæðu og þegar höfuðstóllinn er verðtryggður hækka vaxtagreiðslurnar í samræmi við verðlag um leið og höfuðstóllinn.

Á áttunda áratug síðustu aldar gaf ríkissjóður út skuldabréf sem voru verðtryggð en vaxtalaus en í stað vaxta kom happdrætti. Svona skuldabréf voru meðal annars nýtt til að fjármagna síðasta áfangann í hringveginum, sem lokið var við árið 1974.

Þess má geta að til er skemmtilegt sögulegt dæmi um annað fyrirkomulag. Á áttunda áratug síðustu aldar gaf ríkissjóður út skuldabréf sem voru verðtryggð en vaxtalaus en í stað vaxta kom happdrætti. Þannig að spariskírteinin voru í raun eins konar happdrættismiðar. Það var löng hefð fyrir slíkri útgáfu, sú fyrsta árið 1948, en framan af voru skuldabréfin ekki verðtryggð. Vinningarnir á áttunda áratugnum voru veglegir þegar skuldabréfin voru gefin út en upphæð þeirra var óverðtryggð þannig að í óðaverðbólgu þess tíma urðu vinningarnir smám saman ansi lítilfjörlegir.

Þegar slík skuldabréf voru gefin út árið 1972 var upphæð vinninga í upphafi 7% af höfuðstól og samsvaraði þannig 7% vöxtum. Vinningarnir voru hins vegar föst krónutala, óháð verðlagsþróun, og urðu því smám saman sífellt lægra hlutfall af verðtryggðum höfuðstól vegna hárrar verðbólgu og lægstu vinningarnir svo litlir að það tók því varla að sækja þá. Svona skuldabréf voru meðal annars nýtt til að fjármagna síðasta áfangann í hringveginum, sem lokið var við árið 1974.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

11.10.2024

Spyrjandi

Snorri Magnússon

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Af hverju nær verðtrygging einnig til vaxtagreiðslna?“ Vísindavefurinn, 11. október 2024, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86902.

Gylfi Magnússon. (2024, 11. október). Af hverju nær verðtrygging einnig til vaxtagreiðslna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86902

Gylfi Magnússon. „Af hverju nær verðtrygging einnig til vaxtagreiðslna?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2024. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86902>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju nær verðtrygging einnig til vaxtagreiðslna?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona:

Í ljósi svars við spurningu sem birt var á Vísindavefnum fyrir einhverju síðan (Eru verðbætur vextir og þar með fjármagnstekjur?) velti ég fyrir mér þeirri staðreynd, sem birtist á reikningum allra húsnæðiseigenda á Íslandi en það er liðurinn “verðbætur á vexti”!

Upprunaleg húsnæðisskuld er „verðtryggð“ - þökk sé fv. formanni Framsóknarflokksins Ólafi heitnum Jóhannessyni (það fíaskó er efni í heila doktorsritgerð með hliðsjón af verðtryggingu launa á sama tíma sem stuttu síðar var afnumin og gat af sér Sigtúnshópinn svokallaða, sem hvarf m.a. inn í stjórnkerfið), en hvernig stendur á þessari “verðtryggingu (-bætur) vaxta”?

Höfuðstóllinn er verðtryggður - vextir eru reiknaðir á milli mánaða ofan á verðtryggðan höfuðstól. Hvar liggur heimild til “verðtryggingar vaxta”?

Það liggur í hlutarins eðli að ef lán eða innstæða er verðtryggð þá hlýtur verðtryggingin að þurfa að ná bæði til afborgana og vaxtagreiðslna ef hún á að ná tilgangi sínum, það er að tryggja að kaupmáttur greiðslna fylgi verðlagsþróun og hvorki lántaki né lánveitandi hagnist á verðbólgunni.

Í lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 er þannig talað um að greiðslur séu verðtryggðar, það er bæði greiðslur af höfuðstól og vöxtum. Verðtrygging vaxtagreiðslna gerist raunar sjálfkrafa af því að vextir eru reiknaðir í hlutfalli við höfuðstól láns eða innstæðu og þegar höfuðstóllinn er verðtryggður hækka vaxtagreiðslurnar í samræmi við verðlag um leið og höfuðstóllinn.

Á áttunda áratug síðustu aldar gaf ríkissjóður út skuldabréf sem voru verðtryggð en vaxtalaus en í stað vaxta kom happdrætti. Svona skuldabréf voru meðal annars nýtt til að fjármagna síðasta áfangann í hringveginum, sem lokið var við árið 1974.

Þess má geta að til er skemmtilegt sögulegt dæmi um annað fyrirkomulag. Á áttunda áratug síðustu aldar gaf ríkissjóður út skuldabréf sem voru verðtryggð en vaxtalaus en í stað vaxta kom happdrætti. Þannig að spariskírteinin voru í raun eins konar happdrættismiðar. Það var löng hefð fyrir slíkri útgáfu, sú fyrsta árið 1948, en framan af voru skuldabréfin ekki verðtryggð. Vinningarnir á áttunda áratugnum voru veglegir þegar skuldabréfin voru gefin út en upphæð þeirra var óverðtryggð þannig að í óðaverðbólgu þess tíma urðu vinningarnir smám saman ansi lítilfjörlegir.

Þegar slík skuldabréf voru gefin út árið 1972 var upphæð vinninga í upphafi 7% af höfuðstól og samsvaraði þannig 7% vöxtum. Vinningarnir voru hins vegar föst krónutala, óháð verðlagsþróun, og urðu því smám saman sífellt lægra hlutfall af verðtryggðum höfuðstól vegna hárrar verðbólgu og lægstu vinningarnir svo litlir að það tók því varla að sækja þá. Svona skuldabréf voru meðal annars nýtt til að fjármagna síðasta áfangann í hringveginum, sem lokið var við árið 1974.

Mynd:...