Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta verðbætur talist tekjur?

Gylfi Magnússon

Öll spurningin hljóðaði svona:

Geta verðbætur talist tekjur? Verðbótum er ætlað að halda verðgildi upphæðar sem lögð er inn á reikning. Ef ég legg inn andvirði einnar brennivínsflösku í dag þá á ég að geta keypt eina slíka þegar ég seinna tek upphæðina út jafnvel í óðaverðbólgu. Getur það að bankinn bæti mér upp verðbólgurýrnun upphæðar talist tekjur?

Verðbætur teljast tekjur samkvæmt skattalögum. Nánar tiltekið á að líta á þær sem hliðstæðu vaxta og þar með hluta af skattstofni fjármagnstekjuskatts skv. 4. gr. laga nr. 94/1996 um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Sömuleiðis á að telja verðbætur með fjármagnstekjum og -gjöldum samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Það er því óhætt að fullyrða að verðbætur teljast tekjur. Það hefur löggjafinn ákveðið og dómstólar fallist á þá niðurstöðu. Hún gildir því enda þýðir lítt að deila við dómarann.

Það er hins vegar ekki þar með sagt að þetta sé rökrétt. Þvert á móti er þetta efnislega röng niðurstaða. Verðbætur á innstæður eða verðbréf auka ekki kaupmátt eigandans, þær koma bara í veg fyrir að hann rýrni. Á sama hátt auka verðbætur ekki við skuldir þeirra sem hafa tekið verðtryggð lán, þær koma bara í veg fyrir að lánið rýrni að raungildi.

Sá sem á 1 milljón á verðtryggðum bankareikningi í eitt ár í 10% verðbólgu ætti að fá 100 þúsund í verðbætur. Þar með á hann 1.100 þúsund inni á reikningnum eftir árið en getur keypt jafnmikið fyrir það og hann hefði fengið fyrir 1 milljón í upphafi. Hann hefur því ekki haft neinar tekjur af þessum verðbótum. Sama gildir með öfugum formerkjum fyrir þann sem skuldar.

Verðbætur teljast tekjur samkvæmt skattalögum. Verðbætur á innstæður eða verðbréf auka hins vegar ekki kaupmátt eigandans, þær koma bara í veg fyrir að hann rýrni. Á sama hátt auka verðbætur ekki við skuldir þeirra sem hafa tekið verðtryggð lán, þær koma bara í veg fyrir að lánið rýrni að raungildi.

Þótt verðbæturnar skili innstæðueigandanum bara aftur á upphafsreit verður hann engu að síður að greiða fjármagnstekjuskatt af bótunum, 22% árið 2024, að því gefnu að fjármagnstekjur hans samkvæmt skattalögum séu yfir frítekjumarki sem var 300 þúsund fyrir einstaklinga sama ár. Hann fær því ekki rýrnun innstæðunnar vegna verðbólgu bætta að fullu vegna skattsins.

Sama gildir um óverðtryggðar peningalegar eignir, til dæmis innstæður eða verðbréf. Nafnvextir af þeim teljast að fullu til skattstofns fjármagnstekjuskatts þótt vextirnir séu ekki nema að hluta raunvextir, það er vextir umfram verðbólgu. Það þarf jafnvel að greiða fjármagnstekjuskatt af neikvæðum raunvöxtum, það er vöxtum sem eru lægri en verðbólgan.

Þannig ætti sá sem á milljón krónur á óverðtryggðum bankareikningi með 6% nafnvöxtum í 10% verðbólgu í eitt ár að fá 60 þúsund í vexti og greiða af því 13.200 krónur í fjármagnstekjuskatt. Þó tapaði hann 40 þúsund krónum á árinu á innstæðunni vegna verðbólgunnar þar eð vextirnir voru einungis 60 þúsund en hefðu þurft að vera 100 þúsund til að halda í við hækkun verðlags.

Skýringin á þessari undarlegu niðurstöðu er væntanlega fyrst og fremst að löggjafinn tekur það hlutverk peninga að vera mælikvarði á verðmæti bókstaflega. Peningar eru hins vegar frekar ótraustur mælikvarði á verðmæti, einmitt vegna þess að verðlag er síbreytilegt. Verðbólga þýðir að hver króna verður minna virði en áður og það sama á að sjálfsögðu við um aðra gjaldmiðla. Þessu er horft framhjá í margs konar löggjöf, þar á meðal þeirri sem er grundvöllur skattheimtu. Lögin gera því ráð fyrir að gjaldmiðillinn sé stöðugur, jafnvel þótt hann sé það alls ekki. Metri er alltaf metri og kílógramm óbreytilegt en krónan er eitt í dag en annað á morgun.

Metri er alltaf metri og kílógramm óbreytilegt en krónan er eitt í dag en annað á morgun. Sívalningurinn sem sést hér vinstra megin á myndinni var upprunalegt viðmið kílógrammsins.

Í rúma tvo áratugi var tekið tillit til verðbólgu í reikningsskilum íslenskra fyrirtækja og við skattlagningu þeirra með svokölluðum verðbólgureikningsskilum. Þau voru fyrst kynnt til sögunnar með lögum nr. 40/1978 og síðan breytt nokkrum sinnum uns þau voru endanlega afnumin með lögum nr. 133/2001.

Verðbólgureikningsskilin voru efnislega mun betri en núverandi reikningsskil en höfðu þann galla að vera séríslensk og nokkuð flókin. Ekkert annað OECD-ríki notaði slík reikningsskil. Það var því erfitt að útskýra þau fyrir erlendum aðilum, sem þótti flækjast fyrir íslenskum fyrirtækjum í útrás á erlenda markaði eða við leit að fjármagni að utan. Árið 2001 var slík útrás hafin fyrir alvöru þótt hún ætti eftir að aukast til muna áður en allt fór í skrúfuna árið 2008. Einnig skipti máli fyrir afnám verðbólgureikningsskilanna að verðbólga á Íslandi hafði um aldamótin lækkað talsvert, frá því hún var hæst á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Því var þörfin fyrir leiðréttingar reikningsskila vegna rýrnunar gjaldmiðilsins minni en í óðaverðbólgu fyrri ára.

Eftir sem áður er það þó verulegur galli á núverandi reikningsskilum að þau taka ekki tillit til sveiflna í mælieiningunni sem þau byggja á, það er krónum eða öðrum gjaldmiðlum. Fyrir vikið gefa reikningsskilin ekki eins glögga mynd af afkomunni og hægt væri. Það þýðir líka að stundum þarf að greiða skatt af sýndartekjum eins og verðbótum hvort sem mönnum líkar betur eða verr.

Myndir:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

4.9.2024

Spyrjandi

Jóhann Ólafsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Geta verðbætur talist tekjur?“ Vísindavefurinn, 4. september 2024, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86957.

Gylfi Magnússon. (2024, 4. september). Geta verðbætur talist tekjur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86957

Gylfi Magnússon. „Geta verðbætur talist tekjur?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2024. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86957>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta verðbætur talist tekjur?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Geta verðbætur talist tekjur? Verðbótum er ætlað að halda verðgildi upphæðar sem lögð er inn á reikning. Ef ég legg inn andvirði einnar brennivínsflösku í dag þá á ég að geta keypt eina slíka þegar ég seinna tek upphæðina út jafnvel í óðaverðbólgu. Getur það að bankinn bæti mér upp verðbólgurýrnun upphæðar talist tekjur?

Verðbætur teljast tekjur samkvæmt skattalögum. Nánar tiltekið á að líta á þær sem hliðstæðu vaxta og þar með hluta af skattstofni fjármagnstekjuskatts skv. 4. gr. laga nr. 94/1996 um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Sömuleiðis á að telja verðbætur með fjármagnstekjum og -gjöldum samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Það er því óhætt að fullyrða að verðbætur teljast tekjur. Það hefur löggjafinn ákveðið og dómstólar fallist á þá niðurstöðu. Hún gildir því enda þýðir lítt að deila við dómarann.

Það er hins vegar ekki þar með sagt að þetta sé rökrétt. Þvert á móti er þetta efnislega röng niðurstaða. Verðbætur á innstæður eða verðbréf auka ekki kaupmátt eigandans, þær koma bara í veg fyrir að hann rýrni. Á sama hátt auka verðbætur ekki við skuldir þeirra sem hafa tekið verðtryggð lán, þær koma bara í veg fyrir að lánið rýrni að raungildi.

Sá sem á 1 milljón á verðtryggðum bankareikningi í eitt ár í 10% verðbólgu ætti að fá 100 þúsund í verðbætur. Þar með á hann 1.100 þúsund inni á reikningnum eftir árið en getur keypt jafnmikið fyrir það og hann hefði fengið fyrir 1 milljón í upphafi. Hann hefur því ekki haft neinar tekjur af þessum verðbótum. Sama gildir með öfugum formerkjum fyrir þann sem skuldar.

Verðbætur teljast tekjur samkvæmt skattalögum. Verðbætur á innstæður eða verðbréf auka hins vegar ekki kaupmátt eigandans, þær koma bara í veg fyrir að hann rýrni. Á sama hátt auka verðbætur ekki við skuldir þeirra sem hafa tekið verðtryggð lán, þær koma bara í veg fyrir að lánið rýrni að raungildi.

Þótt verðbæturnar skili innstæðueigandanum bara aftur á upphafsreit verður hann engu að síður að greiða fjármagnstekjuskatt af bótunum, 22% árið 2024, að því gefnu að fjármagnstekjur hans samkvæmt skattalögum séu yfir frítekjumarki sem var 300 þúsund fyrir einstaklinga sama ár. Hann fær því ekki rýrnun innstæðunnar vegna verðbólgu bætta að fullu vegna skattsins.

Sama gildir um óverðtryggðar peningalegar eignir, til dæmis innstæður eða verðbréf. Nafnvextir af þeim teljast að fullu til skattstofns fjármagnstekjuskatts þótt vextirnir séu ekki nema að hluta raunvextir, það er vextir umfram verðbólgu. Það þarf jafnvel að greiða fjármagnstekjuskatt af neikvæðum raunvöxtum, það er vöxtum sem eru lægri en verðbólgan.

Þannig ætti sá sem á milljón krónur á óverðtryggðum bankareikningi með 6% nafnvöxtum í 10% verðbólgu í eitt ár að fá 60 þúsund í vexti og greiða af því 13.200 krónur í fjármagnstekjuskatt. Þó tapaði hann 40 þúsund krónum á árinu á innstæðunni vegna verðbólgunnar þar eð vextirnir voru einungis 60 þúsund en hefðu þurft að vera 100 þúsund til að halda í við hækkun verðlags.

Skýringin á þessari undarlegu niðurstöðu er væntanlega fyrst og fremst að löggjafinn tekur það hlutverk peninga að vera mælikvarði á verðmæti bókstaflega. Peningar eru hins vegar frekar ótraustur mælikvarði á verðmæti, einmitt vegna þess að verðlag er síbreytilegt. Verðbólga þýðir að hver króna verður minna virði en áður og það sama á að sjálfsögðu við um aðra gjaldmiðla. Þessu er horft framhjá í margs konar löggjöf, þar á meðal þeirri sem er grundvöllur skattheimtu. Lögin gera því ráð fyrir að gjaldmiðillinn sé stöðugur, jafnvel þótt hann sé það alls ekki. Metri er alltaf metri og kílógramm óbreytilegt en krónan er eitt í dag en annað á morgun.

Metri er alltaf metri og kílógramm óbreytilegt en krónan er eitt í dag en annað á morgun. Sívalningurinn sem sést hér vinstra megin á myndinni var upprunalegt viðmið kílógrammsins.

Í rúma tvo áratugi var tekið tillit til verðbólgu í reikningsskilum íslenskra fyrirtækja og við skattlagningu þeirra með svokölluðum verðbólgureikningsskilum. Þau voru fyrst kynnt til sögunnar með lögum nr. 40/1978 og síðan breytt nokkrum sinnum uns þau voru endanlega afnumin með lögum nr. 133/2001.

Verðbólgureikningsskilin voru efnislega mun betri en núverandi reikningsskil en höfðu þann galla að vera séríslensk og nokkuð flókin. Ekkert annað OECD-ríki notaði slík reikningsskil. Það var því erfitt að útskýra þau fyrir erlendum aðilum, sem þótti flækjast fyrir íslenskum fyrirtækjum í útrás á erlenda markaði eða við leit að fjármagni að utan. Árið 2001 var slík útrás hafin fyrir alvöru þótt hún ætti eftir að aukast til muna áður en allt fór í skrúfuna árið 2008. Einnig skipti máli fyrir afnám verðbólgureikningsskilanna að verðbólga á Íslandi hafði um aldamótin lækkað talsvert, frá því hún var hæst á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Því var þörfin fyrir leiðréttingar reikningsskila vegna rýrnunar gjaldmiðilsins minni en í óðaverðbólgu fyrri ára.

Eftir sem áður er það þó verulegur galli á núverandi reikningsskilum að þau taka ekki tillit til sveiflna í mælieiningunni sem þau byggja á, það er krónum eða öðrum gjaldmiðlum. Fyrir vikið gefa reikningsskilin ekki eins glögga mynd af afkomunni og hægt væri. Það þýðir líka að stundum þarf að greiða skatt af sýndartekjum eins og verðbótum hvort sem mönnum líkar betur eða verr.

Myndir:...