Get ég vænst svars við spurningu sem ég setti hér inn 2.4. síðastliðinn? Hér er önnur: Getur verðbættur höfðstóll (innláns) verið nokkuð annað en höfuðstóll?Almennt er gerður greinarmunur á vöxtum og verðbótum á verðtryggðum lánum en hvoru tveggja telst til fjármagnstekna hjá þeim sem fær og fjármagnsgjalda hjá þeim sem greiðir. Við útreikning fjármagnstekjuskatts er enginn munur á greiddum vöxtum og verðbótum og raunar teljast verðbætur til vaxta í skilningi laga um skattinn, sbr. 4. gr. laga nr. 94/1996. Það getur þó skipt máli að tekjur af verðbótum skila sér oft seint vegna þess að þeim er bætt við höfuðstól og verðbætur sem eru ekki greiddar en bætast við höfuðstól teljast ekki til fjármagnstekna fyrr en þær eru greiddar. Á sama hátt teljast uppsafnaðar en ógreiddar verðbætur ekki til vaxta við útreikning vaxtabóta, einungis greiddar verðbætur sbr. lög nr. 90/2003, gr. 68. B.
Eru verðbætur vextir og þar með fjármagnstekjur?
Útgáfudagur
24.4.2024
Spyrjandi
Hjalti Þórisson
Tilvísun
Gylfi Magnússon. „Eru verðbætur vextir og þar með fjármagnstekjur?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2024, sótt 15. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=86460.
Gylfi Magnússon. (2024, 24. apríl). Eru verðbætur vextir og þar með fjármagnstekjur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86460
Gylfi Magnússon. „Eru verðbætur vextir og þar með fjármagnstekjur?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2024. Vefsíða. 15. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86460>.