Sólin Sólin Rís 03:43 • sest 23:08 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:44 • Síðdegis: 19:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 12:50 í Reykjavík

Eru verðbætur vextir og þar með fjármagnstekjur?

Gylfi Magnússon

Sami spyrjandi ítrekaði spurninguna og sendi um leið aðra sem einnig er svarað hér:

Get ég vænst svars við spurningu sem ég setti hér inn 2.4. síðastliðinn? Hér er önnur: Getur verðbættur höfðstóll (innláns) verið nokkuð annað en höfuðstóll?

Almennt er gerður greinarmunur á vöxtum og verðbótum á verðtryggðum lánum en hvoru tveggja telst til fjármagnstekna hjá þeim sem fær og fjármagnsgjalda hjá þeim sem greiðir. Við útreikning fjármagnstekjuskatts er enginn munur á greiddum vöxtum og verðbótum og raunar teljast verðbætur til vaxta í skilningi laga um skattinn, sbr. 4. gr. laga nr. 94/1996. Það getur þó skipt máli að tekjur af verðbótum skila sér oft seint vegna þess að þeim er bætt við höfuðstól og verðbætur sem eru ekki greiddar en bætast við höfuðstól teljast ekki til fjármagnstekna fyrr en þær eru greiddar. Á sama hátt teljast uppsafnaðar en ógreiddar verðbætur ekki til vaxta við útreikning vaxtabóta, einungis greiddar verðbætur sbr. lög nr. 90/2003, gr. 68. B.

Við útreikning fjármagnstekjuskatts er enginn munur á greiddum vöxtum og verðbótum og raunar teljast verðbætur til vaxta í skilningi laga um skattinn.

Höfuðstóll verðtryggðs láns (eða skuldabréfs) hverju sinni er reiknaður með áföllnum verðbótum. Þó er algengt á yfirlitum að sýna skiptingu hans í annars vegar höfuðstól án verðbóta og svo áfallnar verðbætur. Það er ágætt til að lántaki geti áttað sig á því hve stóran hluta upphaflegrar lánsupphæðar er búið að greiða hverju sinni. Einnig þekkist að sýna upphaflega lánsupphæð (það er án tillits til afborgana sem hafa verið greiddar) með verðbótum sem einnig er hægt að bera saman við höfuðstól á hverjum tíma til að sjá hve stór hluti upphaflega lánsins hefur verið greiddur. Þótt þetta geti verið gagnlegar upplýsingar skipta þó eftirstöðvar með verðbótum yfirleitt lántaka mestu, meðal annars ef verið er að skoða að greiða upp lánið, til dæmis með endurfjármögnun.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

24.4.2024

Spyrjandi

Hjalti Þórisson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Eru verðbætur vextir og þar með fjármagnstekjur?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2024. Sótt 24. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=86460.

Gylfi Magnússon. (2024, 24. apríl). Eru verðbætur vextir og þar með fjármagnstekjur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=86460

Gylfi Magnússon. „Eru verðbætur vextir og þar með fjármagnstekjur?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2024. Vefsíða. 24. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=86460>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru verðbætur vextir og þar með fjármagnstekjur?
Sami spyrjandi ítrekaði spurninguna og sendi um leið aðra sem einnig er svarað hér:

Get ég vænst svars við spurningu sem ég setti hér inn 2.4. síðastliðinn? Hér er önnur: Getur verðbættur höfðstóll (innláns) verið nokkuð annað en höfuðstóll?

Almennt er gerður greinarmunur á vöxtum og verðbótum á verðtryggðum lánum en hvoru tveggja telst til fjármagnstekna hjá þeim sem fær og fjármagnsgjalda hjá þeim sem greiðir. Við útreikning fjármagnstekjuskatts er enginn munur á greiddum vöxtum og verðbótum og raunar teljast verðbætur til vaxta í skilningi laga um skattinn, sbr. 4. gr. laga nr. 94/1996. Það getur þó skipt máli að tekjur af verðbótum skila sér oft seint vegna þess að þeim er bætt við höfuðstól og verðbætur sem eru ekki greiddar en bætast við höfuðstól teljast ekki til fjármagnstekna fyrr en þær eru greiddar. Á sama hátt teljast uppsafnaðar en ógreiddar verðbætur ekki til vaxta við útreikning vaxtabóta, einungis greiddar verðbætur sbr. lög nr. 90/2003, gr. 68. B.

Við útreikning fjármagnstekjuskatts er enginn munur á greiddum vöxtum og verðbótum og raunar teljast verðbætur til vaxta í skilningi laga um skattinn.

Höfuðstóll verðtryggðs láns (eða skuldabréfs) hverju sinni er reiknaður með áföllnum verðbótum. Þó er algengt á yfirlitum að sýna skiptingu hans í annars vegar höfuðstól án verðbóta og svo áfallnar verðbætur. Það er ágætt til að lántaki geti áttað sig á því hve stóran hluta upphaflegrar lánsupphæðar er búið að greiða hverju sinni. Einnig þekkist að sýna upphaflega lánsupphæð (það er án tillits til afborgana sem hafa verið greiddar) með verðbótum sem einnig er hægt að bera saman við höfuðstól á hverjum tíma til að sjá hve stór hluti upphaflega lánsins hefur verið greiddur. Þótt þetta geti verið gagnlegar upplýsingar skipta þó eftirstöðvar með verðbótum yfirleitt lántaka mestu, meðal annars ef verið er að skoða að greiða upp lánið, til dæmis með endurfjármögnun.

Mynd:...