Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru langflestir byggðakjarnar á Íslandi við ströndina?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Sú staðreynd að stærstur hluti byggðar á Íslandi er við ströndina á sér vissulega landfræðilegar skýringar þar sem aðstæður til þéttbýlismyndunar fjarri sjó eru ekki sérlega ákjósanlegar á mörgum svæðum, til dæmis í þröngum fjörðum með lítið undirlendi, eins og víða bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Byggðamynstur á Íslandi er þó að langmestum hluta afleiðing af þróun sem átti sér stað fyrir og eftir aldamótin 1900 og var knúin áfram af breyttum samfélagsháttum og tækifærum í sjávarútvegi.

Þéttbýlisstaðir á Íslandi 2020-2024 skv. gögnum frá Hagstofu Íslands.

Allt fram á seinni hluta 19. aldar var varla hægt að tala um þéttbýli á Íslandi. Samfélagið byggðist fyrst og fremst á landbúnaði en það leiddi samt ekki til þess að sveitaþorp mynduðust eins og þekkist víða erlendis, nema í undantekningartilfellum, svo sem Þykkvibær. Menn sóttu sjó þar sem þess var kostur en sjávarútvegur var aukabúgrein, ekki atvinna sem fólk hafði algjörlega lifibrauð sitt af. Einhver vísir var að þéttbýlismyndun í kringum helstu verstöðvarnar en búseta var mikið til árstíðabundin tengd vertíðum. Þéttbýli myndaðist heldur ekki í tengslum við verslun eins og þekktist erlendis, skip komu til Íslands yfir sumartímann og þá var verslað á ákveðnum stöðum en ýmsar hömlur og höft, bæði á búsetu og verslun, komu í veg fyrir að það ýtti undir myndin þéttbýlis.

Upp úr miðri 18. öld spratt upp dálítið þéttbýli í Reykjavík í tengslum við Innréttingarnar svokölluðu. Í kjölfar þess að einokunarverslun Dana á Íslandi lagðist af voru stofnaðir sex kaupstaðir á landinu, í Reykjavík, Grundarfirði, Ísafirði, Akureyri, Eskifirði og Vestmannaeyjum. Hugmyndin var að þeir mundu þróast í þéttbýlisstaði en allir nema Reykjavík voru sárafámennir langt fram á 19. öld.

Eins og margir byggðakjarnar á Íslandi byggðist Bolungarvík upp í tengslum við sjávarútveg. Öldum saman voru þar verbúðir en undir lok 19. aldar tók að myndast þorp.

Á seinni hluta 19. aldar fóru hlutirnir að breytast, með fullu verslunarfrelsi eftir miðja öldina var komin forsenda þess að kaupstaðir gætu myndast. En það var þó fyrst og fremst sjávarútvegur sem ýtti undir myndun þéttbýlis víðs vegar um landið undir lok 19. aldar og á fyrstu áratugum 20. aldar. Skútuöld og síðar vélvæðing báta og tilkoma togaraútgerða skapaði störf bæði á sjó og landi, fólk flykktist úr sveitum að sjávarsíðunni og þorp urðu til víða í kringum landið. Nokkur þeirra smáu þorpa sem urðu til fyrir og eftir aldamótin 1900 hafa horfið en stærstur hluti þeirra lifir enn í dag.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.9.2024

Spyrjandi

Kamilla Björt, ritstjórn

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Af hverju eru langflestir byggðakjarnar á Íslandi við ströndina?“ Vísindavefurinn, 16. september 2024, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86974.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2024, 16. september). Af hverju eru langflestir byggðakjarnar á Íslandi við ströndina? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86974

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Af hverju eru langflestir byggðakjarnar á Íslandi við ströndina?“ Vísindavefurinn. 16. sep. 2024. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86974>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru langflestir byggðakjarnar á Íslandi við ströndina?
Sú staðreynd að stærstur hluti byggðar á Íslandi er við ströndina á sér vissulega landfræðilegar skýringar þar sem aðstæður til þéttbýlismyndunar fjarri sjó eru ekki sérlega ákjósanlegar á mörgum svæðum, til dæmis í þröngum fjörðum með lítið undirlendi, eins og víða bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Byggðamynstur á Íslandi er þó að langmestum hluta afleiðing af þróun sem átti sér stað fyrir og eftir aldamótin 1900 og var knúin áfram af breyttum samfélagsháttum og tækifærum í sjávarútvegi.

Þéttbýlisstaðir á Íslandi 2020-2024 skv. gögnum frá Hagstofu Íslands.

Allt fram á seinni hluta 19. aldar var varla hægt að tala um þéttbýli á Íslandi. Samfélagið byggðist fyrst og fremst á landbúnaði en það leiddi samt ekki til þess að sveitaþorp mynduðust eins og þekkist víða erlendis, nema í undantekningartilfellum, svo sem Þykkvibær. Menn sóttu sjó þar sem þess var kostur en sjávarútvegur var aukabúgrein, ekki atvinna sem fólk hafði algjörlega lifibrauð sitt af. Einhver vísir var að þéttbýlismyndun í kringum helstu verstöðvarnar en búseta var mikið til árstíðabundin tengd vertíðum. Þéttbýli myndaðist heldur ekki í tengslum við verslun eins og þekktist erlendis, skip komu til Íslands yfir sumartímann og þá var verslað á ákveðnum stöðum en ýmsar hömlur og höft, bæði á búsetu og verslun, komu í veg fyrir að það ýtti undir myndin þéttbýlis.

Upp úr miðri 18. öld spratt upp dálítið þéttbýli í Reykjavík í tengslum við Innréttingarnar svokölluðu. Í kjölfar þess að einokunarverslun Dana á Íslandi lagðist af voru stofnaðir sex kaupstaðir á landinu, í Reykjavík, Grundarfirði, Ísafirði, Akureyri, Eskifirði og Vestmannaeyjum. Hugmyndin var að þeir mundu þróast í þéttbýlisstaði en allir nema Reykjavík voru sárafámennir langt fram á 19. öld.

Eins og margir byggðakjarnar á Íslandi byggðist Bolungarvík upp í tengslum við sjávarútveg. Öldum saman voru þar verbúðir en undir lok 19. aldar tók að myndast þorp.

Á seinni hluta 19. aldar fóru hlutirnir að breytast, með fullu verslunarfrelsi eftir miðja öldina var komin forsenda þess að kaupstaðir gætu myndast. En það var þó fyrst og fremst sjávarútvegur sem ýtti undir myndun þéttbýlis víðs vegar um landið undir lok 19. aldar og á fyrstu áratugum 20. aldar. Skútuöld og síðar vélvæðing báta og tilkoma togaraútgerða skapaði störf bæði á sjó og landi, fólk flykktist úr sveitum að sjávarsíðunni og þorp urðu til víða í kringum landið. Nokkur þeirra smáu þorpa sem urðu til fyrir og eftir aldamótin 1900 hafa horfið en stærstur hluti þeirra lifir enn í dag.

Heimildir og myndir:...