 Það hefur vakið furðu spyrjanda, sem satt er, að 1924 er ekki skráður neinn nóbelsverðlaunahafi í efnafræði en verðlaunin höfðu þó verið veitt frá árinu 1901. Ekki virðist þó ástæða til að telja hér nokkurn maðk í mysunni. Árin 1916, 1917 og 1919 var hið sama uppi á teningnum, einnig árið 1916 í eðlisfræði, 1915-1918 í læknavísindum og svo framvegis – verðlaunafénu var, samkvæmt upplýsingum Nóbelsstofnunarinnar í Svíþjóð, í öllum þessum tilfellum veitt í sérstakan, ótilgreindan sjóð.
Samkvæmt fimmtu grein yfirlýstra markmiða Nóbelssjóðsins á að gera einmitt þetta, halda verðlaunafé og geyma til komandi árs eða koma fyrir í öðrum sjóðum, ef engin þeirra verka sem til athugunar eru þykja svo framúrskarandi mikilvæg sem krafist er til að þau teljist Nóbelsverðlauna verð.
Hitt hefur líka oft komið fyrir að verðlaun eru veitt árið eftir það sem þau tilheyra. Werner Heisenberg fékk verðlaunin fyrir árið 1932 en þau voru veitt honum á árinu 1933, um leið og verðlaunahafar þess árs fengu sín verðlaun.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Það hefur vakið furðu spyrjanda, sem satt er, að 1924 er ekki skráður neinn nóbelsverðlaunahafi í efnafræði en verðlaunin höfðu þó verið veitt frá árinu 1901. Ekki virðist þó ástæða til að telja hér nokkurn maðk í mysunni. Árin 1916, 1917 og 1919 var hið sama uppi á teningnum, einnig árið 1916 í eðlisfræði, 1915-1918 í læknavísindum og svo framvegis – verðlaunafénu var, samkvæmt upplýsingum Nóbelsstofnunarinnar í Svíþjóð, í öllum þessum tilfellum veitt í sérstakan, ótilgreindan sjóð.
Samkvæmt fimmtu grein yfirlýstra markmiða Nóbelssjóðsins á að gera einmitt þetta, halda verðlaunafé og geyma til komandi árs eða koma fyrir í öðrum sjóðum, ef engin þeirra verka sem til athugunar eru þykja svo framúrskarandi mikilvæg sem krafist er til að þau teljist Nóbelsverðlauna verð.
Hitt hefur líka oft komið fyrir að verðlaun eru veitt árið eftir það sem þau tilheyra. Werner Heisenberg fékk verðlaunin fyrir árið 1932 en þau voru veitt honum á árinu 1933, um leið og verðlaunahafar þess árs fengu sín verðlaun.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:- Hvaða ár voru Nóbelsverðlaunin fyrst afhent og hver fékk þau fyrst? eftir SIV
- Hefur einhver hlotið Nóbelsverðlaun tvisvar sinnum? eftir Sævar Helga Bragason
- Í hvaða greinum eru veitt Nóbelsverðlaun? eftir Elísabetu Engsbråten
- Upplýsingavefur Nóbelsstofnunarinnar.
- Wikipedia.com - Alfred Nobel. Sótt 21.6.2010.