Sólin Sólin Rís 08:51 • sest 18:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 09:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:10 • Síðdegis: 19:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:25 í Reykjavík

Voru Nóbelsverðlaun veitt í efnafræði árið 1924, en öllum gögnum síðan eytt?

HMH

Það hefur vakið furðu spyrjanda, sem satt er, að 1924 er ekki skráður neinn nóbelsverðlaunahafi í efnafræði en verðlaunin höfðu þó verið veitt frá árinu 1901. Ekki virðist þó ástæða til að telja hér nokkurn maðk í mysunni. Árin 1916, 1917 og 1919 var hið sama uppi á teningnum, einnig árið 1916 í eðlisfræði, 1915-1918 í læknavísindum og svo framvegis – verðlaunafénu var, samkvæmt upplýsingum Nóbelsstofnunarinnar í Svíþjóð, í öllum þessum tilfellum veitt í sérstakan, ótilgreindan sjóð.

Samkvæmt fimmtu grein yfirlýstra markmiða Nóbelssjóðsins á að gera einmitt þetta, halda verðlaunafé og geyma til komandi árs eða koma fyrir í öðrum sjóðum, ef engin þeirra verka sem til athugunar eru þykja svo framúrskarandi mikilvæg sem krafist er til að þau teljist Nóbelsverðlauna verð.

Hitt hefur líka oft komið fyrir að verðlaun eru veitt árið eftir það sem þau tilheyra. Werner Heisenberg fékk verðlaunin fyrir árið 1932 en þau voru veitt honum á árinu 1933, um leið og verðlaunahafar þess árs fengu sín verðlaun.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.9.2000

Spyrjandi

Sigurður Jónsson

Tilvísun

HMH. „Voru Nóbelsverðlaun veitt í efnafræði árið 1924, en öllum gögnum síðan eytt?“ Vísindavefurinn, 4. september 2000. Sótt 25. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=872.

HMH. (2000, 4. september). Voru Nóbelsverðlaun veitt í efnafræði árið 1924, en öllum gögnum síðan eytt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=872

HMH. „Voru Nóbelsverðlaun veitt í efnafræði árið 1924, en öllum gögnum síðan eytt?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2000. Vefsíða. 25. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=872>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Voru Nóbelsverðlaun veitt í efnafræði árið 1924, en öllum gögnum síðan eytt?
Það hefur vakið furðu spyrjanda, sem satt er, að 1924 er ekki skráður neinn nóbelsverðlaunahafi í efnafræði en verðlaunin höfðu þó verið veitt frá árinu 1901. Ekki virðist þó ástæða til að telja hér nokkurn maðk í mysunni. Árin 1916, 1917 og 1919 var hið sama uppi á teningnum, einnig árið 1916 í eðlisfræði, 1915-1918 í læknavísindum og svo framvegis – verðlaunafénu var, samkvæmt upplýsingum Nóbelsstofnunarinnar í Svíþjóð, í öllum þessum tilfellum veitt í sérstakan, ótilgreindan sjóð.

Samkvæmt fimmtu grein yfirlýstra markmiða Nóbelssjóðsins á að gera einmitt þetta, halda verðlaunafé og geyma til komandi árs eða koma fyrir í öðrum sjóðum, ef engin þeirra verka sem til athugunar eru þykja svo framúrskarandi mikilvæg sem krafist er til að þau teljist Nóbelsverðlauna verð.

Hitt hefur líka oft komið fyrir að verðlaun eru veitt árið eftir það sem þau tilheyra. Werner Heisenberg fékk verðlaunin fyrir árið 1932 en þau voru veitt honum á árinu 1933, um leið og verðlaunahafar þess árs fengu sín verðlaun.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd: