Sólin Sólin Rís 08:55 • sest 17:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:19 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:55 • sest 17:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:19 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er sjaldgæfasta risaeðlan?

Jón Már Halldórsson

Það er ómögulegt að segja til um hver var sjaldgæfasta risaeðlan þar sem einu heimildirnar okkar eru steingervingar og þeir segja okkur ekki mikið um stofnstærð einstakra tegunda.

Ef við gefum okkur þó að samhengi sé á milli fjölda steingervingafunda og þess hversu algeng tegund var þegar hún þrammaði um jörðina þá ættu tegundir sem nánast engar minjar eru um að hafa verið sjaldgæfastar.

Ein slík tegund kallast á fræðimáli Serendipaceratops arthurcclarkei en aðeins hefur fundist eitt bein úr þessari tegund. Um er að ræða um það bil 16 cm langt bein úr framútlim sem fannst í Ástralíu árið 1999. Með svona litlar heimildir er ómögulegt að segja mikið til um þessa risaeðlu, útlit eða atferli, enda hefur verið umdeilt meðal vísindamanna til hvað hóps risaeðla eigi að telja tegundina.

Engin leið er að segja til um hver var sjaldgæfasta risaeðlan þar sem þær minjar sem við þekkum í dag segja ekki mikið um stofnstærð. Mögulega skildi sjaldgæfasta tegundin ekki eftir sig nein ummerki og er okkur því algjörlega ókunn.

Engin leið er að segja til um hver var sjaldgæfasta risaeðlan þar sem þær minjar sem við þekkum í dag segja ekki mikið um stofnstærð. Mögulega skildi sjaldgæfasta tegundin ekki eftir sig nein ummerki og er okkur því algjörlega ókunn.

Önnur tegund sem þekkist á afar takmörkuðum steingervingaleifum er tegundin Bruhathkayosaurus sem þekkist á broti úr mjaðmagrind og beini úr útlim. Þessar leifar fundust í jarðlögum á Indlandi og er talið að tegundin hafi verið uppi á krítartímabilinu fyrir um 70 miljónum árum. Út frá þessum mjög svo takmörkuðu leifum er talið að mögulega sé um að ræða eitt stærsta dýr sem nokkurn tímann hafi verið uppi, hugsanlega á bilinu 110 – 170 tonn og allt að 45 metrar á lengd.

Fleiri tegundir löngu útdauðra risaeðla eru þekktar af aðeins einu steingervingabroti. En hvort þær hafi í reynd verið sjaldgæfar þegar þær voru uppi eða hvort lífrænar leifar þeirra hafi einfaldlega varðveist illa vegna jarðvegsgerðar, annarra ytri aðstæðna eða vegna þess að þær lifðu á svæðum sem í dag eru afar afskekkt eða lítið rannsökuð verður ekki svarað hér.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.10.2025

Spyrjandi

Margrét Sólveig Hinriksdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er sjaldgæfasta risaeðlan?“ Vísindavefurinn, 27. október 2025, sótt 27. október 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87678.

Jón Már Halldórsson. (2025, 27. október). Hver er sjaldgæfasta risaeðlan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87678

Jón Már Halldórsson. „Hver er sjaldgæfasta risaeðlan?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2025. Vefsíða. 27. okt. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87678>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er sjaldgæfasta risaeðlan?
Það er ómögulegt að segja til um hver var sjaldgæfasta risaeðlan þar sem einu heimildirnar okkar eru steingervingar og þeir segja okkur ekki mikið um stofnstærð einstakra tegunda.

Ef við gefum okkur þó að samhengi sé á milli fjölda steingervingafunda og þess hversu algeng tegund var þegar hún þrammaði um jörðina þá ættu tegundir sem nánast engar minjar eru um að hafa verið sjaldgæfastar.

Ein slík tegund kallast á fræðimáli Serendipaceratops arthurcclarkei en aðeins hefur fundist eitt bein úr þessari tegund. Um er að ræða um það bil 16 cm langt bein úr framútlim sem fannst í Ástralíu árið 1999. Með svona litlar heimildir er ómögulegt að segja mikið til um þessa risaeðlu, útlit eða atferli, enda hefur verið umdeilt meðal vísindamanna til hvað hóps risaeðla eigi að telja tegundina.

Engin leið er að segja til um hver var sjaldgæfasta risaeðlan þar sem þær minjar sem við þekkum í dag segja ekki mikið um stofnstærð. Mögulega skildi sjaldgæfasta tegundin ekki eftir sig nein ummerki og er okkur því algjörlega ókunn.

Engin leið er að segja til um hver var sjaldgæfasta risaeðlan þar sem þær minjar sem við þekkum í dag segja ekki mikið um stofnstærð. Mögulega skildi sjaldgæfasta tegundin ekki eftir sig nein ummerki og er okkur því algjörlega ókunn.

Önnur tegund sem þekkist á afar takmörkuðum steingervingaleifum er tegundin Bruhathkayosaurus sem þekkist á broti úr mjaðmagrind og beini úr útlim. Þessar leifar fundust í jarðlögum á Indlandi og er talið að tegundin hafi verið uppi á krítartímabilinu fyrir um 70 miljónum árum. Út frá þessum mjög svo takmörkuðu leifum er talið að mögulega sé um að ræða eitt stærsta dýr sem nokkurn tímann hafi verið uppi, hugsanlega á bilinu 110 – 170 tonn og allt að 45 metrar á lengd.

Fleiri tegundir löngu útdauðra risaeðla eru þekktar af aðeins einu steingervingabroti. En hvort þær hafi í reynd verið sjaldgæfar þegar þær voru uppi eða hvort lífrænar leifar þeirra hafi einfaldlega varðveist illa vegna jarðvegsgerðar, annarra ytri aðstæðna eða vegna þess að þær lifðu á svæðum sem í dag eru afar afskekkt eða lítið rannsökuð verður ekki svarað hér.

Heimildir og myndir:

...