Sólin Sólin Rís 04:15 • sest 22:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:16 • Síðdegis: 19:33 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:17 • Síðdegis: 13:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:15 • sest 22:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:16 • Síðdegis: 19:33 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:17 • Síðdegis: 13:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig bárust ánamaðkar til Íslands?

Gísli Már Gíslason

Öll spurningin frá Sigurjóni hljóðaði svona:

Nú eru ánamaðkar ekki snarir í snúningum, en samt eru þeir um allt land. Hvernig skyldu þeir hafa borist til landsins og dreifst svo víða?

Nokkrir möguleikar eru á því hvernig ánamaðkar (Lumbricidae: Annelida) og liðormar (Annelida) hafa borist til Íslands. Þessir möguleikar eru:

  1. Borist á fljótandi ís í lok ísaldar. Ánamaðkar (Lumbricidae: Annelida) og önnur dýr sem geta ekki flogið hafa hugsanlega borist hingað með ís undir lok ísaldar.[1] Það gerist þannig að í vorflóðum brjóta ár torf úr bökkum sínum. Torfið flýtur síðan með ís eða ferskvatni og berst í vestur með ísröndinni sem lá norðan Íslands. Þetta torf er talið vera frá Skandinavíu, N-Evrópu og Bretlandseyjum. Það gæti útskýrt hvers vegna ófleyg dýr hafi borist strax í lok ísaldar til Íslands. Einnig er vitað að fjörudýr á austurströnd Ameríku, norðan Maine, eru af evrópskum uppruna. Vitað er að dýr og gróður hefur borist til Surtseyjar á þennan hátt.

    Sten Sundgren (2007) við Lundarháskóla hefur rannsakað ánamaðka á Íslandi, Færeyjum og víðar. Hann telur líklegast að þær tegundir ánamaðka sem eru næstar ám gætu hafa borist á fljótandi ís við lok ísaldar. Einnig er það þekkt að ánamaðkategund, Pontodrilus litoralis, sem lifir við strandsvæði, berist milli landa og eyja á rekaviði.[2]
  2. Vitað er að ánamaðkategundin Pontodrilus litoralis, sem lifir við strandsvæði, berst milli landa og eyja á rekaviði.

  3. Borist með mönnum til Íslands. Sten Rundgren (2007) telur líklegt að tegundir sem eru í túnum og í jarðvegi sem er ríkur af lífrænum efnum gætu hafa borist hingað með mönnum í upphafi landnáms. Þetta er velþekkt, til að mynda meðal skordýra sem komu hingað um leið og land var numið.[3]
  4. Borist með fuglum til Íslands, annað hvort í fjöðrum eða í meltingarvegi fugla. Þekkt er að egg og hryggleysingjar berast með fuglum milli landa.[4] Þetta á við um snigla, mýtla, krabbadýr og skordýr, en ekki hefur ekki verið skýrt frá því að lifandi ormar geri það. Það er einnig þekkt að egg ýmissa hryggleysingja, sérstaklega þeirra sem eru í raka og vatni, geta lifað af í allt að 30 klukkustundir og geta því borist mörg hundruð kílómetra í einu.[5] Lin og félagar, rannsökuðu snigla í því sambandi. Einnig er það þekkt að rykmýslirfur geta lifað lengi í andamögum og koma lifandi út með skítnum.[6] Hins vegar hafa ekki fundist heimildir um að ormaegg geti lifað af að fara í gegnum meltingarveg fugla og mjög ólíklegt er að fullorðnir ormar geti það, því aðeins hafa fundist meltir ormar í fuglamögum. En þetta er möguleiki sem þarf að rannsaka frekar.
  5. Lifað af ísöldina á Íslandi. Þekktar eru tvær tegundir lindaflóa (Amphipoda) sem lifðu af ísöldina í grunnvatni á Íslandi.[7] Kornobis og félagar (2010) komust að því að stofnar annarrar tegundarinnar, sitt hvoru megin við eldvirka svæðið á Norðurlandi, höfðu aðskilist fyrir 5 milljónum ára. Ánamaðkar gætu hafa lifað af við slíkar aðstæður í nágrenni hvera- og háhitasvæða. Ef slíkt hefur átt sér stað, hafa ánamaðkar verið á landinu áður en landbrýr lokuðust við Grænland (fyrir um 20 milljón árum) og Færeyjar (fyrir um 40 milljón árum).

Líklegast er að liðormar og þar með taldir ánamaðkar, hafi borist með fljótandi torfi á ís í lok ísaldar og með mönnum eftir að landnám hófst.

Hægt væri að komast að því með rannsóknum á hvatberaerfðaefninu mDNA hver skyldleiki ánamaðka er við sömu tegundir í nágrannalöndunum og þannig komast að því hvaðan þeir bárust til Íslands. Einnig er hægt að áætla út frá fjölda stökkbreytinga hvernig tegundirnar hafa fjarlægst sömu tegundir erfðafræðilega í nágrannalöndunum. Þannig væri hægt að meta tímann hvenær þær bárust til Íslands.

Nokkuð vel er þekkt hve hratt evrópsku ánamaðkategundirnar (Lumbriculus terrestis og L. rubellus) dreifðust í Norður-Ameríku eftir að Evrópumaðurinn flutti þá til landsins fyrir um 400 árum. Þeir hafa borist núna til mið-vesturhluta N-Ameríku, Minnesóta og Alberta (Klein o.fl. 2020). Þar hefur maðurinn komið við sögu og hafa tegundirnar aðallega borist með mönnum, með flutningi jarðvegs eða plantna með rótum milli svæða, en L. terrestris hefur einnig borist sem beita í fiskveiðum í vötnum og ám. Náttúrulegur útbreiðsluhraði þessara tegunda í jarðvegi er að meðaltali um 15 cm á 10 dögum.[8]

Af þeim möguleikum sem taldir eru upp hér fyrir ofan, og með samanburði við aðra hópa hryggleysingja,[9] er líklegast að liðormar og þar með taldir ánamaðkar, hafi borist með fljótandi torfi á ís í lok ísaldar og með mönnum eftir að landnám hófst.

Tilvísanir:
  1. ^ Paul Buckland o.fl. 1986.
  2. ^ Chen o.fl. 2021.
  3. ^ Buckland o.fl. 1986.
  4. ^ Roscoe 1955, Vagvolgyi 1975, Matthysen 2012, Lin o.fl. 2021.
  5. ^ Lin o.fl. 2021.
  6. ^ Green og Sanchez 2006.
  7. ^ Bjarni K. Kristjánsson og Jörundur Svavarsson 2007.
  8. ^ Keuthen 2008.
  9. ^ Gísli Már Gíslason 2021.

Heimildir:
  • Bjarni K. Kristjánsson og Jörundur Svavarsson 2007. Subglacial refugia in Iceland enabled groundwater amphipods to survive glaciations. The American Naturealist 1970, 292-296. https://doi.org/10.1086/518951
  • Buckland, Paul;Perry, David, Gísli Már Gíslason og Dugmore, Andrew 1986. Landnám fauna of Iceland: a palaeontological contribution sem birtist í Boreas 14, 173-184. https://doi.org/10.1111/j.1502-3885.1986.tb00081.x
  • Chen S-Y, Hsu C-H, Soong K. 2021 How to cross the sea: testing the dispersal mechanisms of the cosmopolitan earthworm Pontodrilus litoralis. Royal Society of Open Science 8: 202297. https://doi.org/10.1098/rsos.202297
  • Gísli Már Gíslason, 2021. The aquatic fauna of the North Atlantic islands with emphasis on Iceland. Pp 103-112 in Biogeography in the Sub-Arctic: The Past and Future of North Atlantic Biota (eds. Eva Panagiotakoulu and Jon P. Saddler), John Wiley & Sons Ltd https://doi.org/10.1002/9781118561461.ch5
  • Green, A. J.; & Sanchez, M. I. 2005. Passive internal dispersal of insect larvae by migratory birds Biology Letters 2, 55–57, https://doi:10.1098/rsbl.2005.0413 Keuthen, A. 2008. Migration Dynamics of Invasive Earthworms in Varied Soil Moisture Conditions. Námsritgerð til BSc prófs, BIOS 35502, University of Notre Dame, Notre Dame, Indiana 16 bls.
  • Klein A., Eisenhauer, N & Schaefer, I 2020. Invasive lumbricid earthworms in North America – different life-histories but common dispersal? Journal of Biogeography 47: 674–685. https://doi:10.1111/jbi.13744
  • Kornobis, E., Snæbjörn Pálsson, Bjarni K. Kristjánsson og Jörundur Svavarsson 2010. Molicular evidence of the survival of subterranean amphipods (Arthropoda) during Ice Age underneath glaciers in Iceland. Molecular Ecology 19, 2516-2530. https://doi.org/10.1111/j.1365-294X.2010.04663.x
  • Lin, Si-Min; Li, Tsui-Wen; Liou, Chia-Hsin; Amarga, Ace Kevin S.; Cabras, Analyn; og Tseng, Hui-Yun 2021. Eggs survive through avian guts—A possible mechanism for transoceanic dispersal of flightless weevils. Ecology and Evolution. 2021;00:1–6. https://doi.org/10.1002/ece3.7630
  • Matthysen E. 2012 Multicausality of dispersal: a review. Dispersal Ecology and Evolution 27, 3–18. https://doi:10. 1093/acprof:oso/9780199608898.003.0001 Roscoe, E.J. (1955) "Aquatic Snails Found Attached to Feathers of White-faced Glossy Ibis," Wilson Bulletin: 67, 66-67. https://digitalcommons.usf.edu/wilson_bulletin/vol67/iss1/21
  • Rundgren, Sten 2007. Lumbricidae in Iceland. Entomologica scandinavica 64,121-159. Vagvolgyi J. 1975 Body size, aerial dispersal, and origin of the Pacific land snail fauna. Systematic Biolology 24, 465–488. https://doi:10.1093/sysbio/24.4.465

Myndir:

Höfundur

Gísli Már Gíslason

prófessor emeritus í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

14.5.2025

Spyrjandi

Arnaldur Eldjárn Daðason, Sigurjón Gunnarsson

Tilvísun

Gísli Már Gíslason. „Hvernig bárust ánamaðkar til Íslands?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2025, sótt 14. maí 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87805.

Gísli Már Gíslason. (2025, 14. maí). Hvernig bárust ánamaðkar til Íslands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87805

Gísli Már Gíslason. „Hvernig bárust ánamaðkar til Íslands?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2025. Vefsíða. 14. maí. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87805>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig bárust ánamaðkar til Íslands?
Öll spurningin frá Sigurjóni hljóðaði svona:

Nú eru ánamaðkar ekki snarir í snúningum, en samt eru þeir um allt land. Hvernig skyldu þeir hafa borist til landsins og dreifst svo víða?

Nokkrir möguleikar eru á því hvernig ánamaðkar (Lumbricidae: Annelida) og liðormar (Annelida) hafa borist til Íslands. Þessir möguleikar eru:

  1. Borist á fljótandi ís í lok ísaldar. Ánamaðkar (Lumbricidae: Annelida) og önnur dýr sem geta ekki flogið hafa hugsanlega borist hingað með ís undir lok ísaldar.[1] Það gerist þannig að í vorflóðum brjóta ár torf úr bökkum sínum. Torfið flýtur síðan með ís eða ferskvatni og berst í vestur með ísröndinni sem lá norðan Íslands. Þetta torf er talið vera frá Skandinavíu, N-Evrópu og Bretlandseyjum. Það gæti útskýrt hvers vegna ófleyg dýr hafi borist strax í lok ísaldar til Íslands. Einnig er vitað að fjörudýr á austurströnd Ameríku, norðan Maine, eru af evrópskum uppruna. Vitað er að dýr og gróður hefur borist til Surtseyjar á þennan hátt.

    Sten Sundgren (2007) við Lundarháskóla hefur rannsakað ánamaðka á Íslandi, Færeyjum og víðar. Hann telur líklegast að þær tegundir ánamaðka sem eru næstar ám gætu hafa borist á fljótandi ís við lok ísaldar. Einnig er það þekkt að ánamaðkategund, Pontodrilus litoralis, sem lifir við strandsvæði, berist milli landa og eyja á rekaviði.[2]
  2. Vitað er að ánamaðkategundin Pontodrilus litoralis, sem lifir við strandsvæði, berst milli landa og eyja á rekaviði.

  3. Borist með mönnum til Íslands. Sten Rundgren (2007) telur líklegt að tegundir sem eru í túnum og í jarðvegi sem er ríkur af lífrænum efnum gætu hafa borist hingað með mönnum í upphafi landnáms. Þetta er velþekkt, til að mynda meðal skordýra sem komu hingað um leið og land var numið.[3]
  4. Borist með fuglum til Íslands, annað hvort í fjöðrum eða í meltingarvegi fugla. Þekkt er að egg og hryggleysingjar berast með fuglum milli landa.[4] Þetta á við um snigla, mýtla, krabbadýr og skordýr, en ekki hefur ekki verið skýrt frá því að lifandi ormar geri það. Það er einnig þekkt að egg ýmissa hryggleysingja, sérstaklega þeirra sem eru í raka og vatni, geta lifað af í allt að 30 klukkustundir og geta því borist mörg hundruð kílómetra í einu.[5] Lin og félagar, rannsökuðu snigla í því sambandi. Einnig er það þekkt að rykmýslirfur geta lifað lengi í andamögum og koma lifandi út með skítnum.[6] Hins vegar hafa ekki fundist heimildir um að ormaegg geti lifað af að fara í gegnum meltingarveg fugla og mjög ólíklegt er að fullorðnir ormar geti það, því aðeins hafa fundist meltir ormar í fuglamögum. En þetta er möguleiki sem þarf að rannsaka frekar.
  5. Lifað af ísöldina á Íslandi. Þekktar eru tvær tegundir lindaflóa (Amphipoda) sem lifðu af ísöldina í grunnvatni á Íslandi.[7] Kornobis og félagar (2010) komust að því að stofnar annarrar tegundarinnar, sitt hvoru megin við eldvirka svæðið á Norðurlandi, höfðu aðskilist fyrir 5 milljónum ára. Ánamaðkar gætu hafa lifað af við slíkar aðstæður í nágrenni hvera- og háhitasvæða. Ef slíkt hefur átt sér stað, hafa ánamaðkar verið á landinu áður en landbrýr lokuðust við Grænland (fyrir um 20 milljón árum) og Færeyjar (fyrir um 40 milljón árum).

Líklegast er að liðormar og þar með taldir ánamaðkar, hafi borist með fljótandi torfi á ís í lok ísaldar og með mönnum eftir að landnám hófst.

Hægt væri að komast að því með rannsóknum á hvatberaerfðaefninu mDNA hver skyldleiki ánamaðka er við sömu tegundir í nágrannalöndunum og þannig komast að því hvaðan þeir bárust til Íslands. Einnig er hægt að áætla út frá fjölda stökkbreytinga hvernig tegundirnar hafa fjarlægst sömu tegundir erfðafræðilega í nágrannalöndunum. Þannig væri hægt að meta tímann hvenær þær bárust til Íslands.

Nokkuð vel er þekkt hve hratt evrópsku ánamaðkategundirnar (Lumbriculus terrestis og L. rubellus) dreifðust í Norður-Ameríku eftir að Evrópumaðurinn flutti þá til landsins fyrir um 400 árum. Þeir hafa borist núna til mið-vesturhluta N-Ameríku, Minnesóta og Alberta (Klein o.fl. 2020). Þar hefur maðurinn komið við sögu og hafa tegundirnar aðallega borist með mönnum, með flutningi jarðvegs eða plantna með rótum milli svæða, en L. terrestris hefur einnig borist sem beita í fiskveiðum í vötnum og ám. Náttúrulegur útbreiðsluhraði þessara tegunda í jarðvegi er að meðaltali um 15 cm á 10 dögum.[8]

Af þeim möguleikum sem taldir eru upp hér fyrir ofan, og með samanburði við aðra hópa hryggleysingja,[9] er líklegast að liðormar og þar með taldir ánamaðkar, hafi borist með fljótandi torfi á ís í lok ísaldar og með mönnum eftir að landnám hófst.

Tilvísanir:
  1. ^ Paul Buckland o.fl. 1986.
  2. ^ Chen o.fl. 2021.
  3. ^ Buckland o.fl. 1986.
  4. ^ Roscoe 1955, Vagvolgyi 1975, Matthysen 2012, Lin o.fl. 2021.
  5. ^ Lin o.fl. 2021.
  6. ^ Green og Sanchez 2006.
  7. ^ Bjarni K. Kristjánsson og Jörundur Svavarsson 2007.
  8. ^ Keuthen 2008.
  9. ^ Gísli Már Gíslason 2021.

Heimildir:
  • Bjarni K. Kristjánsson og Jörundur Svavarsson 2007. Subglacial refugia in Iceland enabled groundwater amphipods to survive glaciations. The American Naturealist 1970, 292-296. https://doi.org/10.1086/518951
  • Buckland, Paul;Perry, David, Gísli Már Gíslason og Dugmore, Andrew 1986. Landnám fauna of Iceland: a palaeontological contribution sem birtist í Boreas 14, 173-184. https://doi.org/10.1111/j.1502-3885.1986.tb00081.x
  • Chen S-Y, Hsu C-H, Soong K. 2021 How to cross the sea: testing the dispersal mechanisms of the cosmopolitan earthworm Pontodrilus litoralis. Royal Society of Open Science 8: 202297. https://doi.org/10.1098/rsos.202297
  • Gísli Már Gíslason, 2021. The aquatic fauna of the North Atlantic islands with emphasis on Iceland. Pp 103-112 in Biogeography in the Sub-Arctic: The Past and Future of North Atlantic Biota (eds. Eva Panagiotakoulu and Jon P. Saddler), John Wiley & Sons Ltd https://doi.org/10.1002/9781118561461.ch5
  • Green, A. J.; & Sanchez, M. I. 2005. Passive internal dispersal of insect larvae by migratory birds Biology Letters 2, 55–57, https://doi:10.1098/rsbl.2005.0413 Keuthen, A. 2008. Migration Dynamics of Invasive Earthworms in Varied Soil Moisture Conditions. Námsritgerð til BSc prófs, BIOS 35502, University of Notre Dame, Notre Dame, Indiana 16 bls.
  • Klein A., Eisenhauer, N & Schaefer, I 2020. Invasive lumbricid earthworms in North America – different life-histories but common dispersal? Journal of Biogeography 47: 674–685. https://doi:10.1111/jbi.13744
  • Kornobis, E., Snæbjörn Pálsson, Bjarni K. Kristjánsson og Jörundur Svavarsson 2010. Molicular evidence of the survival of subterranean amphipods (Arthropoda) during Ice Age underneath glaciers in Iceland. Molecular Ecology 19, 2516-2530. https://doi.org/10.1111/j.1365-294X.2010.04663.x
  • Lin, Si-Min; Li, Tsui-Wen; Liou, Chia-Hsin; Amarga, Ace Kevin S.; Cabras, Analyn; og Tseng, Hui-Yun 2021. Eggs survive through avian guts—A possible mechanism for transoceanic dispersal of flightless weevils. Ecology and Evolution. 2021;00:1–6. https://doi.org/10.1002/ece3.7630
  • Matthysen E. 2012 Multicausality of dispersal: a review. Dispersal Ecology and Evolution 27, 3–18. https://doi:10. 1093/acprof:oso/9780199608898.003.0001 Roscoe, E.J. (1955) "Aquatic Snails Found Attached to Feathers of White-faced Glossy Ibis," Wilson Bulletin: 67, 66-67. https://digitalcommons.usf.edu/wilson_bulletin/vol67/iss1/21
  • Rundgren, Sten 2007. Lumbricidae in Iceland. Entomologica scandinavica 64,121-159. Vagvolgyi J. 1975 Body size, aerial dispersal, and origin of the Pacific land snail fauna. Systematic Biolology 24, 465–488. https://doi:10.1093/sysbio/24.4.465

Myndir:...