Af hverju er innri kjarni jarðar á föstu formi en ytri kjarni jarðar úr fljótandi efni, þótt að innri kjarninn sé heitari en sá ytri?Bræðslumark flestra efna, þar með talið járns, hækkar með þrýstingi og sú mun vera skýringin á því að innri kjarni jarðar er í föstu formi en ytri kjarninn ekki. Við mótin milli formanna tveggja ríkir jafnvægi, $$Fe (vökvi) = Fe (fast)$$ sem „leitast við“ að halda stöðugu hitastigi á kjarnanum: lækki hitinn kristallast járn og mörkin færast ofar, hækki hann bráðnar járn og mörkin færast neðar.

Bræðslumark járns hækkar með þrýstingi og þess vegna er innri kjarni jarðar á föstu formi en ytri kjarninn ekki.
- Yfirlitsmynd: Argonne National Laboratory. (2014, 17. júní). Composition of Earth’s mantle revisited thanks to research at Argonne’s Advanced Photon Source. Flickr. Birt undir CC BY-NC-SA 2.0 leyfi. https://www.flickr.com/photos/argonne/14259873660
- Earth Internal Structure.svg. Wikimedia Commons. Birt undir CC BY 3.0 leyfi. https://commons.wikimedia.org/wiki/File:Earth_Internal_Structure.svg