Sólin Sólin Rís 10:56 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:08 • Síðdegis: 18:33 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:29 • Síðdegis: 24:41 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:56 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:08 • Síðdegis: 18:33 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:29 • Síðdegis: 24:41 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er innri kjarni jarðar á föstu formi en ytri kjarni jarðar úr fljótandi efni?

Sigurður Steinþórsson

Öll spurningin hljóðaði svona:

Af hverju er innri kjarni jarðar á föstu formi en ytri kjarni jarðar úr fljótandi efni, þótt að innri kjarninn sé heitari en sá ytri?

Bræðslumark flestra efna, þar með talið járns, hækkar með þrýstingi og sú mun vera skýringin á því að innri kjarni jarðar er í föstu formi en ytri kjarninn ekki. Við mótin milli formanna tveggja ríkir jafnvægi,

$$Fe (vökvi) = Fe (fast)$$

sem „leitast við“ að halda stöðugu hitastigi á kjarnanum: lækki hitinn kristallast járn og mörkin færast ofar, hækki hann bráðnar járn og mörkin færast neðar.

Bræðslumark járns hækkar með þrýstingi og þess vegna er innri kjarni jarðar á föstu formi en ytri kjarninn ekki.

Bræðslumark járns hækkar með þrýstingi og þess vegna er innri kjarni jarðar á föstu formi en ytri kjarninn ekki.

Þótt geislavirkni í jarðmöttlinum eigi þátt í varmastreymi að neðan til yfirborðsins (meðal annars með möttulstrókum) er nú talið að varmastreymi frá kjarnanum til möttulsins eigi þar stærri þátt. Það ferli hefur sennilega gengið næstum því frá myndun reikistjarnanna, og með því að það eyðist sem af er tekið ætti innri kjarninn að hafa stækkað með tímanum.

Myndir:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

5.12.2025

Spyrjandi

Arnar Elvarsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Af hverju er innri kjarni jarðar á föstu formi en ytri kjarni jarðar úr fljótandi efni?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2025, sótt 5. desember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88014.

Sigurður Steinþórsson. (2025, 5. desember). Af hverju er innri kjarni jarðar á föstu formi en ytri kjarni jarðar úr fljótandi efni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88014

Sigurður Steinþórsson. „Af hverju er innri kjarni jarðar á föstu formi en ytri kjarni jarðar úr fljótandi efni?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2025. Vefsíða. 5. des. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88014>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er innri kjarni jarðar á föstu formi en ytri kjarni jarðar úr fljótandi efni?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Af hverju er innri kjarni jarðar á föstu formi en ytri kjarni jarðar úr fljótandi efni, þótt að innri kjarninn sé heitari en sá ytri?

Bræðslumark flestra efna, þar með talið járns, hækkar með þrýstingi og sú mun vera skýringin á því að innri kjarni jarðar er í föstu formi en ytri kjarninn ekki. Við mótin milli formanna tveggja ríkir jafnvægi,

$$Fe (vökvi) = Fe (fast)$$

sem „leitast við“ að halda stöðugu hitastigi á kjarnanum: lækki hitinn kristallast járn og mörkin færast ofar, hækki hann bráðnar járn og mörkin færast neðar.

Bræðslumark járns hækkar með þrýstingi og þess vegna er innri kjarni jarðar á föstu formi en ytri kjarninn ekki.

Bræðslumark járns hækkar með þrýstingi og þess vegna er innri kjarni jarðar á föstu formi en ytri kjarninn ekki.

Þótt geislavirkni í jarðmöttlinum eigi þátt í varmastreymi að neðan til yfirborðsins (meðal annars með möttulstrókum) er nú talið að varmastreymi frá kjarnanum til möttulsins eigi þar stærri þátt. Það ferli hefur sennilega gengið næstum því frá myndun reikistjarnanna, og með því að það eyðist sem af er tekið ætti innri kjarninn að hafa stækkað með tímanum.

Myndir:

...