Góðan dag. Hér á kaffistofunni hafa skapast djúpar rökræður um það hvaða höfuðborg liggi nyrst. Ég (Tómas) vil meina að það sé Reykjavík en hann Þorgeir vinur minn vill meina að það sé Nuuk. Nú þurfum við að fá þetta á hreint. Þegar talað er um höfuðborg.Svarið við spurningunni felst í því hvaða skilning við leggjum í hugtakið höfuðborg. Eins og sjá má á kortinu hér fyrir neðan eru bæði Reykjavík og Nuuk norðan við 64. breiddargráðu. Nuuk er á 64°11' N en Reykjavík telst vera á 64°08' N. Nuuk er því örlítið norðar en Reykjavík.

Ekki er mikill munur á norðlægri staðsetningu Reykjavíkur og Nuuk. Báðar liggja rétt norðan viðð 64. breiddargráðu en Nuuk er þó örlítið norðar.
- Latitude. https://latitude.to
- Geodatos. https://www.geodatos.net/en
- Find you GPS Coordinates. https://www.longitude-latitude-maps.com/
- Norrænt samstarf. Staðreyndir um Grænland. https://www.norden.org/is/information/stadreyndir-um-graenland.
- Nuuk. Wikipedia. https://en.wikipedia.org/wiki/Nuuk
- Nuuk, Vestgronland. (Sótt 29.10.2025).
- Kort: Google Earth. https://earth.google.com