Sólin Sólin Rís 09:02 • sest 17:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:18 • Sest 22:17 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 24:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:41 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:02 • sest 17:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:18 • Sest 22:17 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 24:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:41 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort er Reykjavík eða Nuuk nyrsta höfðuborg heims?

EDS

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Góðan dag. Hér á kaffistofunni hafa skapast djúpar rökræður um það hvaða höfuðborg liggi nyrst. Ég (Tómas) vil meina að það sé Reykjavík en hann Þorgeir vinur minn vill meina að það sé Nuuk. Nú þurfum við að fá þetta á hreint. Þegar talað er um höfuðborg.

Svarið við spurningunni felst í því hvaða skilning við leggjum í hugtakið höfuðborg.

Eins og sjá má á kortinu hér fyrir neðan eru bæði Reykjavík og Nuuk norðan við 64. breiddargráðu. Nuuk er á 64°11' N en Reykjavík telst vera á 64°08' N. Nuuk er því örlítið norðar en Reykjavík.

Ekki er mikill munur á norðlægri staðsetningu Reykjavíkur og Nuuk. Báðar liggja rétt norðan viðð 64. breiddargráðu en Nuuk er þó örlítið norðar.

Ekki er mikill munur á norðlægri staðsetningu Reykjavíkur og Nuuk. Báðar liggja rétt norðan viðð 64. breiddargráðu en Nuuk er þó örlítið norðar.

Ef leitað er á netinu eða spjallmenni á borð við ChatGPT notuð til þess að skera úr um þetta deilumál, má vera að þar komi fram að Reykjavík sé rétta svarið. Rökin fyrir því eru þá þau að Reykjavík sé nyrsta höfuðborg sjálfstæðs ríkis. Það á ekki við um Nuuk þar sem Grænland er hluti af konungsríkinu Danmörku. Ef hugtakið höfuðborg er þess vegna aðeins látið ná til borga sem eru höfuðstaðir sjálfstæðra ríkja má álykta að Reykjavík sé nyrst allra höfuðborga.

Hins vegar er alltaf vísað til Nuuk sem höfuðborgar Grænlands, óháð sambandinu við Danmörku. Í Nuuk er aðsetur grænlensku heimastjórnarinnar og þingsins, þar er miðstöð stjórnsýslu, menningar- og efnahagslífs á Grænlandi, auk þess sem hún er stærsta byggð landsins. Þess vegna má með réttu segja að svarið við spurningunni sé Nuuk.

Fyrir utan Nuuk og Reykjavík er Helsinki í Finnlandi eina höfuðborgin sem er norðan við 60. breiddarbaug eða á 60°10' N. Næstu höfuðborgir þar á eftir eru Osló á 59°54' N og Tallinn á 59°26' N.

Benda má áhugasömum lesendum á svar við spurningunni Hvort er Punta Arenas í Chile eða Dunedin á Nýja-Sjálandi syðsta borg í heimi? en þar er stutt umfjöllun um nyrstu byggðir jarðar rétt eins og þær syðstu.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.10.2025

Spyrjandi

Tómas

Tilvísun

EDS. „Hvort er Reykjavík eða Nuuk nyrsta höfðuborg heims?“ Vísindavefurinn, 29. október 2025, sótt 29. október 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=88126.

EDS. (2025, 29. október). Hvort er Reykjavík eða Nuuk nyrsta höfðuborg heims? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88126

EDS. „Hvort er Reykjavík eða Nuuk nyrsta höfðuborg heims?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2025. Vefsíða. 29. okt. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88126>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort er Reykjavík eða Nuuk nyrsta höfðuborg heims?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Góðan dag. Hér á kaffistofunni hafa skapast djúpar rökræður um það hvaða höfuðborg liggi nyrst. Ég (Tómas) vil meina að það sé Reykjavík en hann Þorgeir vinur minn vill meina að það sé Nuuk. Nú þurfum við að fá þetta á hreint. Þegar talað er um höfuðborg.

Svarið við spurningunni felst í því hvaða skilning við leggjum í hugtakið höfuðborg.

Eins og sjá má á kortinu hér fyrir neðan eru bæði Reykjavík og Nuuk norðan við 64. breiddargráðu. Nuuk er á 64°11' N en Reykjavík telst vera á 64°08' N. Nuuk er því örlítið norðar en Reykjavík.

Ekki er mikill munur á norðlægri staðsetningu Reykjavíkur og Nuuk. Báðar liggja rétt norðan viðð 64. breiddargráðu en Nuuk er þó örlítið norðar.

Ekki er mikill munur á norðlægri staðsetningu Reykjavíkur og Nuuk. Báðar liggja rétt norðan viðð 64. breiddargráðu en Nuuk er þó örlítið norðar.

Ef leitað er á netinu eða spjallmenni á borð við ChatGPT notuð til þess að skera úr um þetta deilumál, má vera að þar komi fram að Reykjavík sé rétta svarið. Rökin fyrir því eru þá þau að Reykjavík sé nyrsta höfuðborg sjálfstæðs ríkis. Það á ekki við um Nuuk þar sem Grænland er hluti af konungsríkinu Danmörku. Ef hugtakið höfuðborg er þess vegna aðeins látið ná til borga sem eru höfuðstaðir sjálfstæðra ríkja má álykta að Reykjavík sé nyrst allra höfuðborga.

Hins vegar er alltaf vísað til Nuuk sem höfuðborgar Grænlands, óháð sambandinu við Danmörku. Í Nuuk er aðsetur grænlensku heimastjórnarinnar og þingsins, þar er miðstöð stjórnsýslu, menningar- og efnahagslífs á Grænlandi, auk þess sem hún er stærsta byggð landsins. Þess vegna má með réttu segja að svarið við spurningunni sé Nuuk.

Fyrir utan Nuuk og Reykjavík er Helsinki í Finnlandi eina höfuðborgin sem er norðan við 60. breiddarbaug eða á 60°10' N. Næstu höfuðborgir þar á eftir eru Osló á 59°54' N og Tallinn á 59°26' N.

Benda má áhugasömum lesendum á svar við spurningunni Hvort er Punta Arenas í Chile eða Dunedin á Nýja-Sjálandi syðsta borg í heimi? en þar er stutt umfjöllun um nyrstu byggðir jarðar rétt eins og þær syðstu.

Heimildir og myndir:...