Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?

Þetta er góð spurning. Óneitanlegt er að sá sem fyrstur hóf ævilanga búsetu hér á landi var ekki Ingólfur Arnason heldur þræll Garðars Svavarssonar, nefndur Náttfari sem varð eftir á Íslandi með ambátt einni þegar húsbóndi hans flutti alfarinn af landinu.

Sú staðreynd að Ingólfur Arnarson er talinn hafa verið fyrstur landnámsmanna á Íslandi felst í því að skipulagt landnám með „landnemum og hetjum af konungakyni“ eins og sagt var í hátíðarljóði á Þingvöllum 1930 hófst fyrst með landnámi Ingólfs um 870. Fordæmi hans var upphafið að þeirri landnámsgerð sem einkenndi byggingu landsins næstu 60 ár. Ríkir bændur og höfðingjar lögðu undir sig stór héröð og „gáfu“ síðan vinum og vandamönnum jarðir úr landnámi sínu, væntanlega gegn því að þeir viðurkenndu héraðsvöld gefandans. Þetta skipulagða landnám norrænna höfðingja hófst sem sagt ekki með óskipulagðri undankomu þrælsins Náttfara heldur samkvæmt Landnámabók með Ingólfi Arnarsyni og öllu fólki hans, frjálsu og ófrjálsu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Útgáfudagur

18.9.2000

Spyrjandi

Bjarni Már Magnússon

Höfundur

Gísli Gunnarsson

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Tilvísun

Gísli Gunnarsson. „Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?“ Vísindavefurinn, 18. september 2000. Sótt 23. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=920.

Gísli Gunnarsson. (2000, 18. september). Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=920

Gísli Gunnarsson. „Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2000. Vefsíða. 23. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=920>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Valdimar Sigurðsson

1978

Valdimar Sigurðsson er prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði. Rannsóknir Valdimars hafa einkum beinst að neytendahegðun og markaðssetningu á stafrænum miðlum og í verslunarumhverfi tengt matvælum og hollustu.