Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvers vegna eru laun ekki verðtryggð?

Gylfi Magnússon

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hvers vegna eru laun ekki verðtryggð? Lán eru verðtryggð!

Verðtrygging launa hefur bæði kosti og galla en þó er óhætt að fullyrða að gallarnir vega það miklu þyngra að verðtrygging launa er fátíð. Þó eru dæmi um hana, bæði hérlendis og erlendis.

Vinnumarkaðir eru svipaðir öðrum mörkuðum að því leyti að þar ræðst verð þeirrar þjónustu, það er vinnu, sem til sölu er í grundvallaratriðum af framboði og eftirspurn. Vinnumarkaðir hafa þó ýmis sérkenni, meðal annars er afar fátítt að launataxtar beinlínis lækki. Á máli hagfræðinnar er þessu stundum lýst þannig að nafnlaun séu tregbreytanleg niður á við. Hins vegar kemur oft fyrir að kaupmáttur launa eða raunlaun lækki um lengri eða skemmri tíma. Það gerist þá vegna þess að verðlag hækkar meira en laun. Væru laun verðtryggð gæti það ekki gerst.

Það er auðvitað að ýmsu leyti eftirsóknarvert að kaupmáttur launa lækki aldrei en því geta þó fylgt ýmsar hættur. Ein afleiðing þessa gæti hæglega orðið veruleg aukning á atvinnuleysi. Ef eftirspurn eftir starfskröftum fólks minnkar, til dæmis vegna mikils samdráttar í mikilvægum atvinnugreinum, er eðlilegt að kaupmáttur launa lækki aðeins. Það spornar gegn of miklum samdrætti eftirspurnar eftir starfsfólki og vinnur þannig gegn auknu atvinnuleysi. Almennt er talið betra að vinnumarkaður sé sveigjanlegur að þessu leyti og það gerir verðtryggingu launa óæskilega. Flestum þætti líklega betra að sætta sig við smálækkun á kaupmætti launa en að verða atvinnulaus og þurfa jafnvel að bíða þess lengi að finna aftur vinnu.

Það er auðvitað að ýmsu leyti eftirsóknarvert að kaupmáttur launa lækki aldrei en því geta þó fylgt ýmsar hættur. Ein afleiðing þessa gæti hæglega orðið veruleg aukning á atvinnuleysi. Önnur hætta við verðtryggingu launa er að af stað fari eins konar spírall víxlhækkana verðlags og launa.

Önnur hætta við verðtryggingu launa er að af stað fari eins konar spírall víxlhækkana verðlags og launa. Vegna þess að laun eru mjög stór kostnaðarliður fyrir flest fyrirtæki er við því að búast að þau hækki verð á vörum sínum og þjónustu ef launakostnaður þeirra hækkar svo um munar. Það gerist ef laun hækka meira en sem nemur aukningu á framleiðni eða afköstum vinnuafls. Séu laun verðtryggð getur þetta leitt til þess að verðlag hækkar, sem aftur leiðir til launahækkana og þannig koll af kolli. Útkoman gæti jafnvel orðið óðaverðbólga.

Þegar til lengdar lætur hafa laun tilhneigingu til að hækka meira en verðlag. Á Íslandi hefur það verið raunin allt frá 19. öld og kaupmáttur launa hefur margfaldast síðan þá þótt vissulega hafi komið skeið á milli þar sem hann hefur lækkað. Kaupmáttur launa lækkaði til dæmis mjög skarpt í kjölfar hruns krónunnar árið 2008 en varð nokkrum árum síðar aftur orðinn svipaður eða meiri og hann hafði orðið mestur fyrir árið 2008.

Svo miklar sveiflur eru vitaskuld afar sársaukafullar fyrir launþega og því er æskilegt að hagstjórn miði að því að draga úr slíkum sveiflum og komi að því marki sem hægt er í veg fyrir kollsteypur.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.11.2016

Spyrjandi

Stefán Ingi Hermannsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvers vegna eru laun ekki verðtryggð?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2016. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73029.

Gylfi Magnússon. (2016, 22. nóvember). Hvers vegna eru laun ekki verðtryggð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73029

Gylfi Magnússon. „Hvers vegna eru laun ekki verðtryggð?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2016. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73029>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru laun ekki verðtryggð?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Hvers vegna eru laun ekki verðtryggð? Lán eru verðtryggð!

Verðtrygging launa hefur bæði kosti og galla en þó er óhætt að fullyrða að gallarnir vega það miklu þyngra að verðtrygging launa er fátíð. Þó eru dæmi um hana, bæði hérlendis og erlendis.

Vinnumarkaðir eru svipaðir öðrum mörkuðum að því leyti að þar ræðst verð þeirrar þjónustu, það er vinnu, sem til sölu er í grundvallaratriðum af framboði og eftirspurn. Vinnumarkaðir hafa þó ýmis sérkenni, meðal annars er afar fátítt að launataxtar beinlínis lækki. Á máli hagfræðinnar er þessu stundum lýst þannig að nafnlaun séu tregbreytanleg niður á við. Hins vegar kemur oft fyrir að kaupmáttur launa eða raunlaun lækki um lengri eða skemmri tíma. Það gerist þá vegna þess að verðlag hækkar meira en laun. Væru laun verðtryggð gæti það ekki gerst.

Það er auðvitað að ýmsu leyti eftirsóknarvert að kaupmáttur launa lækki aldrei en því geta þó fylgt ýmsar hættur. Ein afleiðing þessa gæti hæglega orðið veruleg aukning á atvinnuleysi. Ef eftirspurn eftir starfskröftum fólks minnkar, til dæmis vegna mikils samdráttar í mikilvægum atvinnugreinum, er eðlilegt að kaupmáttur launa lækki aðeins. Það spornar gegn of miklum samdrætti eftirspurnar eftir starfsfólki og vinnur þannig gegn auknu atvinnuleysi. Almennt er talið betra að vinnumarkaður sé sveigjanlegur að þessu leyti og það gerir verðtryggingu launa óæskilega. Flestum þætti líklega betra að sætta sig við smálækkun á kaupmætti launa en að verða atvinnulaus og þurfa jafnvel að bíða þess lengi að finna aftur vinnu.

Það er auðvitað að ýmsu leyti eftirsóknarvert að kaupmáttur launa lækki aldrei en því geta þó fylgt ýmsar hættur. Ein afleiðing þessa gæti hæglega orðið veruleg aukning á atvinnuleysi. Önnur hætta við verðtryggingu launa er að af stað fari eins konar spírall víxlhækkana verðlags og launa.

Önnur hætta við verðtryggingu launa er að af stað fari eins konar spírall víxlhækkana verðlags og launa. Vegna þess að laun eru mjög stór kostnaðarliður fyrir flest fyrirtæki er við því að búast að þau hækki verð á vörum sínum og þjónustu ef launakostnaður þeirra hækkar svo um munar. Það gerist ef laun hækka meira en sem nemur aukningu á framleiðni eða afköstum vinnuafls. Séu laun verðtryggð getur þetta leitt til þess að verðlag hækkar, sem aftur leiðir til launahækkana og þannig koll af kolli. Útkoman gæti jafnvel orðið óðaverðbólga.

Þegar til lengdar lætur hafa laun tilhneigingu til að hækka meira en verðlag. Á Íslandi hefur það verið raunin allt frá 19. öld og kaupmáttur launa hefur margfaldast síðan þá þótt vissulega hafi komið skeið á milli þar sem hann hefur lækkað. Kaupmáttur launa lækkaði til dæmis mjög skarpt í kjölfar hruns krónunnar árið 2008 en varð nokkrum árum síðar aftur orðinn svipaður eða meiri og hann hafði orðið mestur fyrir árið 2008.

Svo miklar sveiflur eru vitaskuld afar sársaukafullar fyrir launþega og því er æskilegt að hagstjórn miði að því að draga úr slíkum sveiflum og komi að því marki sem hægt er í veg fyrir kollsteypur.

Mynd:

...