Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Er Suðurskautslandið stærsta eyðimörk heims?

EDS

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Af hverju er Suðurskautslandið talið vera eyðimörk? Og er það í rauninni stærsta eyðimörk heims?

Sandur, sól og steikjandi hiti kann að vera það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar eyðimerkur ber á góma. En í rauninni þarf ekkert af þessu að einkenna eyðimerkursvæði – þau geta allt eins verið dimm, köld og þakin snjó.

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig verða eyðimerkur til? þá er eyðimörk gjarnan skilgreind sem svæði þar sem meðalúrkoma ársins er innan við 250 mm. Fleiri þættir geta þó komið til og þá sérstaklega hvernig hlutfallið er á milli úrkomu og uppgufunar. Það skiptir þó ekki máli þegar eins kalt svæði og Suðurskautslandið er skoðað.

Ekki dæmigerð eyðimerkurmynd en Suðurskautslandið er engu að síður stærsta eyðimörk jarðar. Þar er mjög lítil úrkoma öfugt við það sem ætla mætti miðað við að landið er hulið ís og snjó. Sá snjór sem fellur safnast hins vegar fyrir þar sem uppgufun og leysing er mjög lítil.

Suðurskautslandið nýtur þess vafasama heiðurs að vera kaldasta, þurrasta og vindasamasta meginland jarðar. Meðalhiti yfir árið á Suðurskautslandinu er mjög breytilegur, við ströndina er hann um -10°C en allt að -60°C á hæstu stöðum inn til landsins. Yfir sumarið getur hiti við ströndina náð 10°C en farið niður fyrir -40°C yfir veturinn. Eftir því sem fjær dregur sjó og land hækkar er kaldara, þar getur sumarhitinn verið um -30°C og vetrarkuldinn farið niður fyrir -80°C.

Eins og gefur að skilja þá er úrkoma á Suðurskautslandinu að mestu leyti snjór þótt rignt geti við ströndina. Erfitt er að mæla úrkomumagn þar sem snjór er mikill hluti úrkomunnar eins og Trausti Jónsson bendir á í svari við spurningunni: Getið þið sagt mér hver aðferðafræðin við úrkomumælingar er? Þó hefur verið áætlað að meðalúrkoma á Suðurskautslandinu öllu sé um 150 mm á ári. Á hásléttunni inn til landsins er talið að ársúrkoman sé aðeins um 50 mm á ári en fari yfir 200 mm við ströndina. Með hliðsjón af þeirri skilgreiningu að svæði geti talist eyðimörk ef meðalúrkoma ársins er innan við 250 mm er alveg ljóst að Suðurskautslandið fellur í þann flokk.

Suðurskautslandið er um 14 milljónir km2 að stærð og þar með stærsta eyðimörk jarðar. Til samanburðar er Sahara sem er stærsta heita eyðimörkin um 9 milljónir km2.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

19.2.2018

Spyrjandi

Guðjón Þórsson, Magnús Ásmundsson, Ólöf Ösp, Jóhann Pétursson

Tilvísun

EDS. „Er Suðurskautslandið stærsta eyðimörk heims?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2018. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=26641.

EDS. (2018, 19. febrúar). Er Suðurskautslandið stærsta eyðimörk heims? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=26641

EDS. „Er Suðurskautslandið stærsta eyðimörk heims?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2018. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=26641>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er Suðurskautslandið stærsta eyðimörk heims?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Af hverju er Suðurskautslandið talið vera eyðimörk? Og er það í rauninni stærsta eyðimörk heims?

Sandur, sól og steikjandi hiti kann að vera það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar eyðimerkur ber á góma. En í rauninni þarf ekkert af þessu að einkenna eyðimerkursvæði – þau geta allt eins verið dimm, köld og þakin snjó.

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig verða eyðimerkur til? þá er eyðimörk gjarnan skilgreind sem svæði þar sem meðalúrkoma ársins er innan við 250 mm. Fleiri þættir geta þó komið til og þá sérstaklega hvernig hlutfallið er á milli úrkomu og uppgufunar. Það skiptir þó ekki máli þegar eins kalt svæði og Suðurskautslandið er skoðað.

Ekki dæmigerð eyðimerkurmynd en Suðurskautslandið er engu að síður stærsta eyðimörk jarðar. Þar er mjög lítil úrkoma öfugt við það sem ætla mætti miðað við að landið er hulið ís og snjó. Sá snjór sem fellur safnast hins vegar fyrir þar sem uppgufun og leysing er mjög lítil.

Suðurskautslandið nýtur þess vafasama heiðurs að vera kaldasta, þurrasta og vindasamasta meginland jarðar. Meðalhiti yfir árið á Suðurskautslandinu er mjög breytilegur, við ströndina er hann um -10°C en allt að -60°C á hæstu stöðum inn til landsins. Yfir sumarið getur hiti við ströndina náð 10°C en farið niður fyrir -40°C yfir veturinn. Eftir því sem fjær dregur sjó og land hækkar er kaldara, þar getur sumarhitinn verið um -30°C og vetrarkuldinn farið niður fyrir -80°C.

Eins og gefur að skilja þá er úrkoma á Suðurskautslandinu að mestu leyti snjór þótt rignt geti við ströndina. Erfitt er að mæla úrkomumagn þar sem snjór er mikill hluti úrkomunnar eins og Trausti Jónsson bendir á í svari við spurningunni: Getið þið sagt mér hver aðferðafræðin við úrkomumælingar er? Þó hefur verið áætlað að meðalúrkoma á Suðurskautslandinu öllu sé um 150 mm á ári. Á hásléttunni inn til landsins er talið að ársúrkoman sé aðeins um 50 mm á ári en fari yfir 200 mm við ströndina. Með hliðsjón af þeirri skilgreiningu að svæði geti talist eyðimörk ef meðalúrkoma ársins er innan við 250 mm er alveg ljóst að Suðurskautslandið fellur í þann flokk.

Suðurskautslandið er um 14 milljónir km2 að stærð og þar með stærsta eyðimörk jarðar. Til samanburðar er Sahara sem er stærsta heita eyðimörkin um 9 milljónir km2.

Heimildir og mynd:

...