Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hversu eitraður er kúlufiskur og borða Japanar hann virkilega?

Jón Már Halldórsson

Kúlufiskar (e. pufferfish eða blowfish) eru tegundir af nokkrum ættkvíslum fiska, svo sem Takifugu, Lagocephalus, Sphoeroides og Diodon. Fiskar þessir eru einnig þekktir undir japanska heitinu fugu og sama orð er notað í japanskri matargerð um rétti þar sem þeir koma við sögu.

Kúlufiskar innihalda lífshættulegt eitur sem nefnist tetrodotoxin. Eitrið finnst í líffærum fiskanna, aðallega lifrinni en einnig í æxlunarfærum og roði. Eitrið kemur í veg fyrir upptöku á natríni í frumum og veldur því að vöðvar þeirra sem verða fyrir eitrinu lamast en meðvitundin helst óskert. Fórnarlambið getur ekki andað þar sem þverrákóttir vöðvar, sem leika lykilhlutverk í öndun, lamast líkt og aðrir vöðvar. Það leiðir að lokum til köfnunar. Ekki er þekkt neitt mótefni gegn eitrinu en ef sá sem hefur orðið fyrir eitrun kemst undir læknishendur er möguleiki að halda öndunar- og æðakerfinu gangandi þangað til áhrif eitursins fjara út.



Torafugu (Takifugu rubripes) er frægasti kúlufiskurinn. Eitrið í honum er 1200 sinnum eitraðra en blásýra.

Rannsóknir á kúlufiskum benda til þess að eitrið sé tilkomið vegna þess að þeir éta smávaxna hryggleysingja sem hafa í sér bakteríur sem framleiða eitrið. Aðallega er um að ræða bakteríur af ættkvíslinni Pseudomonas. Kúlufiskar hafa eftir árþúsunda þróun náð að koma sér upp ónæmi gagnvart eitri þessara baktería.

Frægastur kúlufiska er tegund sem nefnist á japönsku torafugu eða tiger blowfish á ensku (Takifugu rubripes). Hann hefur í innyflum sínum og roði talsvert magn af tetrodotoxín (anhydrotetrodotoxin 4-epitetrodotoxin). Þetta eitur er 1200 sinnum eitraðra en blásýra (cyaníð) og er magn eiturs í hverjum fiski sagt geta valdið dauða allt að 30 manna.

Þrátt fyrir að vera baneitraðir eru kúlufiskar notaðir í japanskri matargerð. Eins og svo margar aðrar tegundir eru þeir notaðar í sashimi þar sem hrár ferskur fiskur er borinn fram í litlum sneiðum ásamt meðlæti eins og hrísgrjónum. Einnig eru kúlufiskar notaðir í rétt sem nefnist chirinabe en þar er hann borinn fram soðinn. Matreiðslumenn sem útbúa rétti úr kúlufiskum þurfa að fjarlægja eitraða hluta fisksins vandlega og forðast krossmengun við kjötið og aðra hluta fisksins og jafnvel áhöld í eldhúsinu. Svokallaðir fugu-matreiðslumenn undirgangast mjög stífa þjálfun í að matreiða fiskana og eru veitingahús sem bjóða upp á slíka rétti undir stífu eftirliti stjórnvalda í Japan. En það er einnig hægt að kaupa fiskinn á mörkuðum og hafa hlotist af því banvænar eitranir í heimahúsum þar sem fólk hefur ekki gætt að sér í meðferð á hráefninu.



Kúlufiskur er notaður í japanskri matargerð.

Eitrið er þó ekki bara til óþurftar því vitað er að það getur linað sársauka og er unnið að því að nota það í verkjalyf.

Þess má geta að víða í Japan eru fiskeldisbændur sem rækta eiturfría kúlufiska með því að halda bakteríum sem valda eitruninni frá þeim.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.11.2011

Spyrjandi

Elvar Atli Guðmundsson, f. 2000

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu eitraður er kúlufiskur og borða Japanar hann virkilega?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2011. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=60656.

Jón Már Halldórsson. (2011, 15. nóvember). Hversu eitraður er kúlufiskur og borða Japanar hann virkilega? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60656

Jón Már Halldórsson. „Hversu eitraður er kúlufiskur og borða Japanar hann virkilega?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2011. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60656>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu eitraður er kúlufiskur og borða Japanar hann virkilega?
Kúlufiskar (e. pufferfish eða blowfish) eru tegundir af nokkrum ættkvíslum fiska, svo sem Takifugu, Lagocephalus, Sphoeroides og Diodon. Fiskar þessir eru einnig þekktir undir japanska heitinu fugu og sama orð er notað í japanskri matargerð um rétti þar sem þeir koma við sögu.

Kúlufiskar innihalda lífshættulegt eitur sem nefnist tetrodotoxin. Eitrið finnst í líffærum fiskanna, aðallega lifrinni en einnig í æxlunarfærum og roði. Eitrið kemur í veg fyrir upptöku á natríni í frumum og veldur því að vöðvar þeirra sem verða fyrir eitrinu lamast en meðvitundin helst óskert. Fórnarlambið getur ekki andað þar sem þverrákóttir vöðvar, sem leika lykilhlutverk í öndun, lamast líkt og aðrir vöðvar. Það leiðir að lokum til köfnunar. Ekki er þekkt neitt mótefni gegn eitrinu en ef sá sem hefur orðið fyrir eitrun kemst undir læknishendur er möguleiki að halda öndunar- og æðakerfinu gangandi þangað til áhrif eitursins fjara út.



Torafugu (Takifugu rubripes) er frægasti kúlufiskurinn. Eitrið í honum er 1200 sinnum eitraðra en blásýra.

Rannsóknir á kúlufiskum benda til þess að eitrið sé tilkomið vegna þess að þeir éta smávaxna hryggleysingja sem hafa í sér bakteríur sem framleiða eitrið. Aðallega er um að ræða bakteríur af ættkvíslinni Pseudomonas. Kúlufiskar hafa eftir árþúsunda þróun náð að koma sér upp ónæmi gagnvart eitri þessara baktería.

Frægastur kúlufiska er tegund sem nefnist á japönsku torafugu eða tiger blowfish á ensku (Takifugu rubripes). Hann hefur í innyflum sínum og roði talsvert magn af tetrodotoxín (anhydrotetrodotoxin 4-epitetrodotoxin). Þetta eitur er 1200 sinnum eitraðra en blásýra (cyaníð) og er magn eiturs í hverjum fiski sagt geta valdið dauða allt að 30 manna.

Þrátt fyrir að vera baneitraðir eru kúlufiskar notaðir í japanskri matargerð. Eins og svo margar aðrar tegundir eru þeir notaðar í sashimi þar sem hrár ferskur fiskur er borinn fram í litlum sneiðum ásamt meðlæti eins og hrísgrjónum. Einnig eru kúlufiskar notaðir í rétt sem nefnist chirinabe en þar er hann borinn fram soðinn. Matreiðslumenn sem útbúa rétti úr kúlufiskum þurfa að fjarlægja eitraða hluta fisksins vandlega og forðast krossmengun við kjötið og aðra hluta fisksins og jafnvel áhöld í eldhúsinu. Svokallaðir fugu-matreiðslumenn undirgangast mjög stífa þjálfun í að matreiða fiskana og eru veitingahús sem bjóða upp á slíka rétti undir stífu eftirliti stjórnvalda í Japan. En það er einnig hægt að kaupa fiskinn á mörkuðum og hafa hlotist af því banvænar eitranir í heimahúsum þar sem fólk hefur ekki gætt að sér í meðferð á hráefninu.



Kúlufiskur er notaður í japanskri matargerð.

Eitrið er þó ekki bara til óþurftar því vitað er að það getur linað sársauka og er unnið að því að nota það í verkjalyf.

Þess má geta að víða í Japan eru fiskeldisbændur sem rækta eiturfría kúlufiska með því að halda bakteríum sem valda eitruninni frá þeim.

Myndir:...