Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvaða efni teljast vera eitur?

JGÞ

Það er til ágætis skilgreining á því hvað telst vera eitur. Skilgreiningin stenst vel en er þó ekki notuð í dag. Hún kemur frá Svisslendingnum Paracelsusi (1493-1541) sem nefndur hefur verið faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði. Paracelsus hélt því fram að í raun væru öll efni eitruð og það væri einungis spurning um skammtastærð hvort þau yllu eitrunum eða ekki.

Lífsnauðsynleg efni eins og vatn og salt geta til dæmis haft skaðleg áhrif ef við neytum þeirra í miklu magni. Engu að síður teljast þau ekki til eiturefna.

Hin eiginlega skilgreining á eitri samkvæmt vísindum nútímans er ekki samhljóða skilgreiningu Paracelsusar. Í svari Jakobs Kristinssonar við spurningunni Er til eitthvert eiturefni sem þolir 300 stiga hita? segir þetta um eiturefni:
Venjan er sú að telja til eiturefna einungis þau efni, sem valdið geta banvænum eitrunum í litlum skömmtum, til dæmis í minni skömmtum en 0,2 g á hvert kg líkamsþunga. Þessi mörk eru þó engan veginn algild.

Við bendum lesendum á fleiri svör um eitur á Vísindavefnum. Svörin er bæði hægt að nálgast með því að smella á efnisorðið eitur sem fylgir þessu svari og eins með því að velja úr þessum lista:

Mynd:
  • Fengin úr grein um Toxin á Wikipedia.org. Sótt 6.5.2009.

Höfundur

Útgáfudagur

6.5.2009

Spyrjandi

Einar Lárusson, Kristján Hrafn Bergsveinsson

Tilvísun

JGÞ. „Hvaða efni teljast vera eitur?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2009. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=18425.

JGÞ. (2009, 6. maí). Hvaða efni teljast vera eitur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=18425

JGÞ. „Hvaða efni teljast vera eitur?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2009. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=18425>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða efni teljast vera eitur?
Það er til ágætis skilgreining á því hvað telst vera eitur. Skilgreiningin stenst vel en er þó ekki notuð í dag. Hún kemur frá Svisslendingnum Paracelsusi (1493-1541) sem nefndur hefur verið faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði. Paracelsus hélt því fram að í raun væru öll efni eitruð og það væri einungis spurning um skammtastærð hvort þau yllu eitrunum eða ekki.

Lífsnauðsynleg efni eins og vatn og salt geta til dæmis haft skaðleg áhrif ef við neytum þeirra í miklu magni. Engu að síður teljast þau ekki til eiturefna.

Hin eiginlega skilgreining á eitri samkvæmt vísindum nútímans er ekki samhljóða skilgreiningu Paracelsusar. Í svari Jakobs Kristinssonar við spurningunni Er til eitthvert eiturefni sem þolir 300 stiga hita? segir þetta um eiturefni:
Venjan er sú að telja til eiturefna einungis þau efni, sem valdið geta banvænum eitrunum í litlum skömmtum, til dæmis í minni skömmtum en 0,2 g á hvert kg líkamsþunga. Þessi mörk eru þó engan veginn algild.

Við bendum lesendum á fleiri svör um eitur á Vísindavefnum. Svörin er bæði hægt að nálgast með því að smella á efnisorðið eitur sem fylgir þessu svari og eins með því að velja úr þessum lista:

Mynd:
  • Fengin úr grein um Toxin á Wikipedia.org. Sótt 6.5.2009.
...