Það er til ágætis skilgreining á því hvað telst vera eitur. Skilgreiningin stenst vel en er þó ekki notuð í dag. Hún kemur frá Svisslendingnum Paracelsusi (1493-1541) sem nefndur hefur verið faðir nútíma lyfja- og eiturefnafræði. Paracelsus hélt því fram að í raun væru öll efni eitruð og það væri einungis spurning um skammtastærð hvort þau yllu eitrunum eða ekki.
Lífsnauðsynleg efni eins og vatn og salt geta til dæmis haft skaðleg áhrif ef við neytum þeirra í miklu magni. Engu að síður teljast þau ekki til eiturefna.
Hin eiginlega skilgreining á eitri samkvæmt vísindum nútímans er ekki samhljóða skilgreiningu Paracelsusar. Í svari Jakobs Kristinssonar við spurningunni Er til eitthvert eiturefni sem þolir 300 stiga hita? segir þetta um eiturefni:Venjan er sú að telja til eiturefna einungis þau efni, sem valdið geta banvænum eitrunum í litlum skömmtum, til dæmis í minni skömmtum en 0,2 g á hvert kg líkamsþunga. Þessi mörk eru þó engan veginn algild.Við bendum lesendum á fleiri svör um eitur á Vísindavefnum. Svörin er bæði hægt að nálgast með því að smella á efnisorðið eitur sem fylgir þessu svari og eins með því að velja úr þessum lista:
- Eru fuglaber eitruð? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvernig dó Napóleon? Var honum byrlað eitur? eftir Stefán Gunnar Sveinsson
- Getur maður drukkið svo mikið vatn að það verði óhollt eða skaðlegt líkamanum? eftir Magnús Jóhannsson
- Hver er munurinn á úteitri og inneitri? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvað er sinnepsgas? eftir Jón Gunnar Þorsteinsson
- Fengin úr grein um Toxin á Wikipedia.org. Sótt 6.5.2009.