Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er salt krydd?

Inga Rósa Ragnarsdóttir

Til þess að geta svarað þessari spurningu er nauðsynlegt að fara yfir það hvað salt er og hvað er krydd.

Salt

Saltið sem við notum í matinn okkar er steinefni, natrínklóríð NaCl, og hefur verið notað við matargerð allt síðan á steinöld. Samkvæmt Íslenskri orðabók er salt "efni (natrínklóríð) með sérkennilegt sterkt bragð, notað við matvælageymslu og matargerð..." Íslenska alfræðiorðabókin segir enn fremur að salt sé: "bergtegund sem að uppistöðu er salt eða sölt." Saltið fæst annað hvort með námugreftri í sérstökum jarðlögum eða með uppgufun. Uppgufunin virkar þannig að sjór eða steinefnaríkt lindarvatn er látið gufa upp þannig að saltið verður eftir.

Salt fengið með uppgufun. Uppgufunartjörn í Tamil Nadu í Indlandi.

Salt hefur verið gríðarlega mikilvægt í sögu mannkyns og var (og er enn í dag) mjög dýrmæt vara. Sem dæmi má nefna að í bókinni Matarást er sagt frá því að rómverskir hermenn hafi fengið salt sem hluta af launum sínum. Þetta kallaðist salarium en þaðan er komið enska orðið salary (vinnulaun) (Nanna Rögnvaldsdóttir, 2002). Auk þessa hefur salt verið notað í ýmsum trúarlegum athöfnum. Mikilvægi salts sést kannski einna best á því að þjóðir hafa farið í stríð vegna þessarar mjög svo mikilvægu verslunarvöru. Menn lögðu mikið á sig til þess að flytja saltið á milli landa, það var til dæmis flutt með skipum um Miðjarðarhafið, um sérstaka saltvegi og jafnvel yfir Saharaeyðimörkina með úlfaldalestum.

Salt er þó ekki aðeins notað til þess að bragðbæta mat heldur getur það einnig aukið geymsluþol matar. Þar er nærtækt að benda á saltkjöt og saltfisk sem dæmi. Auk þessa inniheldur salt ákveðin efni sem eru nauðsynleg fyrir líkamann. Sannleikurinn er sá að við getum ekki lifað af án salts í langan tíma. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO - World Health Organization) mælir með því að hver fullorðinn einstaklingur neyti allt að 5 gramma af salti á dag. Of mikil saltneysla getur hins vegar haft slæm áhrif, meðal annars valdið of háum blóðþrýstingi og aukið hættuna á hjartaáföllum og heilablóðfalli. Það þarf því að ganga á línunni varðandi saltmagn, ekki of lítið og ekki of mikið.

Krydd

Krydd geta verið margvísleg en flestir virðast sammála um að þau séu unnin úr ýmsum plöntuhlutum. Íslenska alfræðiorðabókin segir til dæmis að krydd séu: "ferskir eða þurrkaðir plöntuhlutar sem í eru bragð- og/eða lyktarefni; notað í mat og drykk..." Í Matarást er einnig sagt: "Á íslensku er orðið krydd oft notað bæði um bragðgjafa sem unnir eru úr ýmsum þurrkuðum jurtahlutum (spice) og kryddjurtir, sem oftast eru blöð jurta, fersk eða þurrkuð (herbs)." Skilgreining Íslensku orðabókarinnar er hins vegar aðeins víðari en þar er sagt að krydd sé: "bragðbætandi efni, einkum í mat: kanill, pipar og annað krydd."

Krydd hefur, eins og saltið, verið gríðarlega mikilvægt fyrir mannkynið í að minnsta kosti 5000 ár. Krydd var mikið notað í Austurlöndum ekki aðeins bragðsins vegna heldur líka vegna þess að mörg krydd innihalda ákveðin efni sem vinna gegn örverum. Hlýtt loftslag í Austurlöndum getur aukið vöxt örvera og ýtt undir sjúkdóma. Notkun á sumu kryddi hefur þannig getað hjálpað til við að halda sumum sjúkdómum í skefjum.

Krydd á kryddmarkaði í Istanbúl.

Þessi mikla notkun Austurlanda á kryddi varð til þess að miklir kryddmarkaðir spruttu upp. Markaðirnir náðu að lokum athygli vestrænna manna og fóru Evrópubúar að leita að leiðum til þeirra. Sem dæmi um sæfara sem leituðu að leiðum til kryddmarkaðanna er hinn víðfræga Kólumbus sem sigldi í vestur í leit að kryddræktarsvæðum í Austur-Indíum. Annað dæmi er portúgalski sæfarinn Vasco da Gama sem sigldi fyrir Góðrarvonarhöfða til Indlands á 15. öld. Þessi leit hinna ýmsu sæfara leiddi til landafundanna miklu.

Áður en sjóleiðin til Austurlanda fannst var krydd flutt landleiðina af arabískum kaupmönnum. Krydd var því ein dýrasta munaðarvara Evrópu á miðöldum en algengustu kryddin voru til dæmis pipar og kanill. Mörg dæmi eru um að krydd hafi verið notað í gjafir til konunga og annarra stórhöfðingja.

Krydd hefur ekki aðeins verið notað til þess að bragðbæta góðan mat heldur var kryddi til dæmis notað til að fela óbragð af mat, sérstaklega ef maturinn var farinn að skemmast. Önnur möguleg notkun á kryddi er til dæmis til lækninga, í trúarlegar athafnir, í fegrunarmeðöl og í ilmvötn. Auk þessa notuðu Egyptar kryddjurtir þegar þeir smurðu lík.

Niðurstaða: Er salt krydd?

Út frá því sem kemur fram hérna að ofan er nokkuð örugglega hægt að fullyrða að salt sé ekki krydd. Þessu til frekari stuðnings má til dæmis taka þessa setningu úr Matarást: "Yfirleitt á ekki að nota salt eins og krydd, heldur til að draga fram og skerpa bragð af öðru kryddi og bragðgjöfum." Salt er í rauninni eini steinninn sem við mannfólkið borðum enda er það steinefni. Þessi staðreynd gerir það að verkum að salt fellur ekki að skilgreiningum á kryddi en krydd er búið til úr plöntuhlutum.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Inga Rósa Ragnarsdóttir

MA-nemi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu

Útgáfudagur

7.7.2014

Spyrjandi

Ísak Atli Finnbogason

Tilvísun

Inga Rósa Ragnarsdóttir. „Er salt krydd?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2014. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67031.

Inga Rósa Ragnarsdóttir. (2014, 7. júlí). Er salt krydd? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67031

Inga Rósa Ragnarsdóttir. „Er salt krydd?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2014. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67031>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er salt krydd?
Til þess að geta svarað þessari spurningu er nauðsynlegt að fara yfir það hvað salt er og hvað er krydd.

Salt

Saltið sem við notum í matinn okkar er steinefni, natrínklóríð NaCl, og hefur verið notað við matargerð allt síðan á steinöld. Samkvæmt Íslenskri orðabók er salt "efni (natrínklóríð) með sérkennilegt sterkt bragð, notað við matvælageymslu og matargerð..." Íslenska alfræðiorðabókin segir enn fremur að salt sé: "bergtegund sem að uppistöðu er salt eða sölt." Saltið fæst annað hvort með námugreftri í sérstökum jarðlögum eða með uppgufun. Uppgufunin virkar þannig að sjór eða steinefnaríkt lindarvatn er látið gufa upp þannig að saltið verður eftir.

Salt fengið með uppgufun. Uppgufunartjörn í Tamil Nadu í Indlandi.

Salt hefur verið gríðarlega mikilvægt í sögu mannkyns og var (og er enn í dag) mjög dýrmæt vara. Sem dæmi má nefna að í bókinni Matarást er sagt frá því að rómverskir hermenn hafi fengið salt sem hluta af launum sínum. Þetta kallaðist salarium en þaðan er komið enska orðið salary (vinnulaun) (Nanna Rögnvaldsdóttir, 2002). Auk þessa hefur salt verið notað í ýmsum trúarlegum athöfnum. Mikilvægi salts sést kannski einna best á því að þjóðir hafa farið í stríð vegna þessarar mjög svo mikilvægu verslunarvöru. Menn lögðu mikið á sig til þess að flytja saltið á milli landa, það var til dæmis flutt með skipum um Miðjarðarhafið, um sérstaka saltvegi og jafnvel yfir Saharaeyðimörkina með úlfaldalestum.

Salt er þó ekki aðeins notað til þess að bragðbæta mat heldur getur það einnig aukið geymsluþol matar. Þar er nærtækt að benda á saltkjöt og saltfisk sem dæmi. Auk þessa inniheldur salt ákveðin efni sem eru nauðsynleg fyrir líkamann. Sannleikurinn er sá að við getum ekki lifað af án salts í langan tíma. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO - World Health Organization) mælir með því að hver fullorðinn einstaklingur neyti allt að 5 gramma af salti á dag. Of mikil saltneysla getur hins vegar haft slæm áhrif, meðal annars valdið of háum blóðþrýstingi og aukið hættuna á hjartaáföllum og heilablóðfalli. Það þarf því að ganga á línunni varðandi saltmagn, ekki of lítið og ekki of mikið.

Krydd

Krydd geta verið margvísleg en flestir virðast sammála um að þau séu unnin úr ýmsum plöntuhlutum. Íslenska alfræðiorðabókin segir til dæmis að krydd séu: "ferskir eða þurrkaðir plöntuhlutar sem í eru bragð- og/eða lyktarefni; notað í mat og drykk..." Í Matarást er einnig sagt: "Á íslensku er orðið krydd oft notað bæði um bragðgjafa sem unnir eru úr ýmsum þurrkuðum jurtahlutum (spice) og kryddjurtir, sem oftast eru blöð jurta, fersk eða þurrkuð (herbs)." Skilgreining Íslensku orðabókarinnar er hins vegar aðeins víðari en þar er sagt að krydd sé: "bragðbætandi efni, einkum í mat: kanill, pipar og annað krydd."

Krydd hefur, eins og saltið, verið gríðarlega mikilvægt fyrir mannkynið í að minnsta kosti 5000 ár. Krydd var mikið notað í Austurlöndum ekki aðeins bragðsins vegna heldur líka vegna þess að mörg krydd innihalda ákveðin efni sem vinna gegn örverum. Hlýtt loftslag í Austurlöndum getur aukið vöxt örvera og ýtt undir sjúkdóma. Notkun á sumu kryddi hefur þannig getað hjálpað til við að halda sumum sjúkdómum í skefjum.

Krydd á kryddmarkaði í Istanbúl.

Þessi mikla notkun Austurlanda á kryddi varð til þess að miklir kryddmarkaðir spruttu upp. Markaðirnir náðu að lokum athygli vestrænna manna og fóru Evrópubúar að leita að leiðum til þeirra. Sem dæmi um sæfara sem leituðu að leiðum til kryddmarkaðanna er hinn víðfræga Kólumbus sem sigldi í vestur í leit að kryddræktarsvæðum í Austur-Indíum. Annað dæmi er portúgalski sæfarinn Vasco da Gama sem sigldi fyrir Góðrarvonarhöfða til Indlands á 15. öld. Þessi leit hinna ýmsu sæfara leiddi til landafundanna miklu.

Áður en sjóleiðin til Austurlanda fannst var krydd flutt landleiðina af arabískum kaupmönnum. Krydd var því ein dýrasta munaðarvara Evrópu á miðöldum en algengustu kryddin voru til dæmis pipar og kanill. Mörg dæmi eru um að krydd hafi verið notað í gjafir til konunga og annarra stórhöfðingja.

Krydd hefur ekki aðeins verið notað til þess að bragðbæta góðan mat heldur var kryddi til dæmis notað til að fela óbragð af mat, sérstaklega ef maturinn var farinn að skemmast. Önnur möguleg notkun á kryddi er til dæmis til lækninga, í trúarlegar athafnir, í fegrunarmeðöl og í ilmvötn. Auk þessa notuðu Egyptar kryddjurtir þegar þeir smurðu lík.

Niðurstaða: Er salt krydd?

Út frá því sem kemur fram hérna að ofan er nokkuð örugglega hægt að fullyrða að salt sé ekki krydd. Þessu til frekari stuðnings má til dæmis taka þessa setningu úr Matarást: "Yfirleitt á ekki að nota salt eins og krydd, heldur til að draga fram og skerpa bragð af öðru kryddi og bragðgjöfum." Salt er í rauninni eini steinninn sem við mannfólkið borðum enda er það steinefni. Þessi staðreynd gerir það að verkum að salt fellur ekki að skilgreiningum á kryddi en krydd er búið til úr plöntuhlutum.

Heimildir:

Mynd:

...