Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað heita nýjustu frumefnin í lotukerfinu?

EDS

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hvað heita sex nýjustu frumefnin í lotukerfinu, bæði á íslensku og ensku (113, 114, 115, 116, 117 og 118)?

Í dag eru frumefnin í lotukerfinu 118 talsins. Af þeim hafa frumefni með sætistölurnar 1-94 öll fundist í náttúrunni en í mismiklu magni. Frumefni 95-118 hafa hins vegar ekki fundist í náttúrunni, tilvist þeirra er einungis afleiðing kjarnasamruna (e. nuclear fusion) við sérstök skilyrði í svokölluðum eindahröðlum (e. particle accelerators).

Sum frumefnin eru þekkt frá örófi alda og hafa verið nýtt í þúsundir ára, til að mynda kolefni, brennisteinn, járn, kopar, silfur, tin, gull, kvikasilfur og blý. Lítið bættist við þekkt frumefni í margar aldir en þegar leið á 18. öldina og hugmyndir manna um frumefnin tóku að skýrast hófst kerfisbundin leit að þeim. Fyrir aldamótin 1800 þekktust yfir 30 frumefni og um aldamótin 1900 höfðu um 50 fundist í viðbót. Á tuttugustu öldinni bættust 29 frumefni við en eftir síðustu aldamót komu 6 þau nýjustu í leitirnar.

Í dag gilda ákveðnar reglur um það þegar nýju frumefni er gefið nafn. Ýmsar hefðir hafa myndast í tengslum við nafngiftir frumefna, til dæmis eru nöfn sumra vísun í goðsögulegar verur, fyrirbæri á stjörnuhimninum, eiginleika efnanna, steindir, stað, svæði eða tiltekinn vísindamann. Einnig hefur skapast hefð fyrir því að vísindamennirnir sem uppgötva frumefnið hafa tillögurétt þegar kemur að nafngift. Endanleg ákvörðun um nafn á nýju frumefni liggur þó hjá Alþjóðasamtökum um hreina og hagnýta efnafræði (IUPAC). IUPAC fer yfir tillögur frá þeim sem fundu efnið og síðan hefur almenningur fimm mánuði til þess að koma með athugasemdir áður en nafn fæst formlega staðfest.

Frumefni nr. 118 fékk heitið oganesson til heiðurs rússneska vísindamanninum Júrí Oganessian (f. 1933). Myndina tók Alexander Utkin.

Nýjustu frumefnin sem hafa fengið nafn eru efni með sætistölurnar 113, 115, 117 og 118. Sýnt var fram á tilvist þessara efna á árunum 2002-2010 en það var ekki fyrr en í desember 2015 sem IUPAC staðfesti uppgötvun þeirra. Eftir hefðbundið nafngiftarferli fengu þau formleg heiti í lok nóvember 2016 samhliða því sem uppfærð útgáfa af lotukerfinu var birt.

Japanskir vísindamenn uppgötvuðu frumefni 113 árið 2004 og fengu heiðurinn af nafngift þess. Fyrir valinu varð heitið nihonium (Nh) og kallast það níhon á íslensku. Nafnið er dregið af orðinu Nihon sem stendur fyrir Japan á japönsku.

Frumefni 115 fékk heitið moscovium (Mc), moskóvín á íslensku. Það var hópur bandarískra og rússneskra vísindamanna sem fann það til árið 2010 og er heiti þess valið til heiðurs Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Sami hópur uppgötvaði einnig frumefni 117 árið 2010. Lagt var til að það fengi heitið tennessine (Ts) eftir ríkinu Tennessee í Bandaríkjunum þar sem rannsóknirnar fóru að mestu leyti fram. Íslenskt heiti þess er tennessín.

Að hluta til var það sami hópur sem einnig myndaði frumefni 118. Það hefur fengið heitið oganesson (Og) til heiðurs rússneska vísindamanninum Júrí Oganessian (f. 1933) vegna brautryðjendastarfs í rannsóknum á þungum frumefnum.

Frumefni 113, 115, 117 og 118 hafa nú fengið heitin níhon, moskóvín, tennessín og oganesson.

Einnig var spurt um frumefni 114 og 116. Frumefni 114 var fyrst búið til í Rússlandi árið 1998 en nafn þess var ekki staðfest fyrr en í maí 2012. Það hlaut heitið flerovium (Fl) eða fleróvín eftir rússneska eðlisfræðingnum Georgy Flerov (1913-1990), stofnanda rannsóknarstofnunarinnar þar sem efnið var uppgötvað.

Frumefni 116 fékk heitið livermorium (Lv) eða livermorín á íslensku. Það var búið til í samvinnu bandarískra og rússneskra vísindamanna árið 2000 og er nefnt eftir Lawrence Livermore-rannsóknarstöðinni í borginni Livermore í Bandaríkjunum. Rétt eins og fleróvín fékk livermorín formlega nafn í maí 2012.

Heimildir:

Myndir:


Höfundur þakkar Ágúst Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

Höfundur

Útgáfudagur

20.12.2016

Spyrjandi

Krummi Uggason

Tilvísun

EDS. „Hvað heita nýjustu frumefnin í lotukerfinu?“ Vísindavefurinn, 20. desember 2016. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71427.

EDS. (2016, 20. desember). Hvað heita nýjustu frumefnin í lotukerfinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71427

EDS. „Hvað heita nýjustu frumefnin í lotukerfinu?“ Vísindavefurinn. 20. des. 2016. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71427>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað heita nýjustu frumefnin í lotukerfinu?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvað heita sex nýjustu frumefnin í lotukerfinu, bæði á íslensku og ensku (113, 114, 115, 116, 117 og 118)?

Í dag eru frumefnin í lotukerfinu 118 talsins. Af þeim hafa frumefni með sætistölurnar 1-94 öll fundist í náttúrunni en í mismiklu magni. Frumefni 95-118 hafa hins vegar ekki fundist í náttúrunni, tilvist þeirra er einungis afleiðing kjarnasamruna (e. nuclear fusion) við sérstök skilyrði í svokölluðum eindahröðlum (e. particle accelerators).

Sum frumefnin eru þekkt frá örófi alda og hafa verið nýtt í þúsundir ára, til að mynda kolefni, brennisteinn, járn, kopar, silfur, tin, gull, kvikasilfur og blý. Lítið bættist við þekkt frumefni í margar aldir en þegar leið á 18. öldina og hugmyndir manna um frumefnin tóku að skýrast hófst kerfisbundin leit að þeim. Fyrir aldamótin 1800 þekktust yfir 30 frumefni og um aldamótin 1900 höfðu um 50 fundist í viðbót. Á tuttugustu öldinni bættust 29 frumefni við en eftir síðustu aldamót komu 6 þau nýjustu í leitirnar.

Í dag gilda ákveðnar reglur um það þegar nýju frumefni er gefið nafn. Ýmsar hefðir hafa myndast í tengslum við nafngiftir frumefna, til dæmis eru nöfn sumra vísun í goðsögulegar verur, fyrirbæri á stjörnuhimninum, eiginleika efnanna, steindir, stað, svæði eða tiltekinn vísindamann. Einnig hefur skapast hefð fyrir því að vísindamennirnir sem uppgötva frumefnið hafa tillögurétt þegar kemur að nafngift. Endanleg ákvörðun um nafn á nýju frumefni liggur þó hjá Alþjóðasamtökum um hreina og hagnýta efnafræði (IUPAC). IUPAC fer yfir tillögur frá þeim sem fundu efnið og síðan hefur almenningur fimm mánuði til þess að koma með athugasemdir áður en nafn fæst formlega staðfest.

Frumefni nr. 118 fékk heitið oganesson til heiðurs rússneska vísindamanninum Júrí Oganessian (f. 1933). Myndina tók Alexander Utkin.

Nýjustu frumefnin sem hafa fengið nafn eru efni með sætistölurnar 113, 115, 117 og 118. Sýnt var fram á tilvist þessara efna á árunum 2002-2010 en það var ekki fyrr en í desember 2015 sem IUPAC staðfesti uppgötvun þeirra. Eftir hefðbundið nafngiftarferli fengu þau formleg heiti í lok nóvember 2016 samhliða því sem uppfærð útgáfa af lotukerfinu var birt.

Japanskir vísindamenn uppgötvuðu frumefni 113 árið 2004 og fengu heiðurinn af nafngift þess. Fyrir valinu varð heitið nihonium (Nh) og kallast það níhon á íslensku. Nafnið er dregið af orðinu Nihon sem stendur fyrir Japan á japönsku.

Frumefni 115 fékk heitið moscovium (Mc), moskóvín á íslensku. Það var hópur bandarískra og rússneskra vísindamanna sem fann það til árið 2010 og er heiti þess valið til heiðurs Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Sami hópur uppgötvaði einnig frumefni 117 árið 2010. Lagt var til að það fengi heitið tennessine (Ts) eftir ríkinu Tennessee í Bandaríkjunum þar sem rannsóknirnar fóru að mestu leyti fram. Íslenskt heiti þess er tennessín.

Að hluta til var það sami hópur sem einnig myndaði frumefni 118. Það hefur fengið heitið oganesson (Og) til heiðurs rússneska vísindamanninum Júrí Oganessian (f. 1933) vegna brautryðjendastarfs í rannsóknum á þungum frumefnum.

Frumefni 113, 115, 117 og 118 hafa nú fengið heitin níhon, moskóvín, tennessín og oganesson.

Einnig var spurt um frumefni 114 og 116. Frumefni 114 var fyrst búið til í Rússlandi árið 1998 en nafn þess var ekki staðfest fyrr en í maí 2012. Það hlaut heitið flerovium (Fl) eða fleróvín eftir rússneska eðlisfræðingnum Georgy Flerov (1913-1990), stofnanda rannsóknarstofnunarinnar þar sem efnið var uppgötvað.

Frumefni 116 fékk heitið livermorium (Lv) eða livermorín á íslensku. Það var búið til í samvinnu bandarískra og rússneskra vísindamanna árið 2000 og er nefnt eftir Lawrence Livermore-rannsóknarstöðinni í borginni Livermore í Bandaríkjunum. Rétt eins og fleróvín fékk livermorín formlega nafn í maí 2012.

Heimildir:

Myndir:


Höfundur þakkar Ágúst Kvaran, prófessor í eðlisefnafræði fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

...