Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Gísli Pálsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Gísli Pálsson er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans síðastliðna fjóra áratugi hafa spannað breitt svið, allt frá íslenskum fornbókmenntum til nútíma erfðafræði.

Gísli hefur í ritum sínum fjallað um mörg viðfangsefni, oft á mörkum ólíkra fræðigreina, svo sem kvótakerfið, nafnahefðir og líftækni. Undanfarin ár hefur hann einkum látið lífheiminn og umhverfismál til sín taka. Annars vegar er um að ræða rannsóknir á skilningi fólks á erfðaeinkennum, líffélagslegum tengslum (e. biosociality) og vaxandi áhrifum manna á lífið „sjálft“, til dæmis með erfðaverkfræði. Hins vegar er um að ræða rannsóknir á tengslum manns og jarðar, jarðsamböndum (e. geosociality), sérstaklega á svonefndri mannöld (e. Anthropocene) sem einkennist af róttækum, jafnvel óafturkræfum, áhrifum mannsins á jörðina. Dæmi um það síðarnefnda er nýleg grein (meðhöfundur Heather Ann Awanson) Down to Earth: Geosocialities and Geopolitics.

Gísli Pálsson hefur í ritum sínum fjallað um mörg viðfangsefni, oft á mörkum ólíkra fræðigreina, svo sem kvótakerfið, nafnahefðir og líftækni.

Meðal bóka Gísla á íslensku eru ævisögurnar Frægð og firnindi: Ævi Vilhjálms Stefánssonar og Maðurinn sem stal sjálfum sér, sem báðar hafa verið þýddar á ensku. Sú síðarnefnda hefur einnig komið út á dönsku og frönsku. Enska útgáfan (The Man Who Stole Himself, University of Chicago Press) var valin á lista Times Literary Supplement yfir bækur ársins 2017.

Árið 2017 kom út bók Gísla Fjallið sem yppti öxlum, sjálfsævisögulegt verk sem beinir sjónum að umhverfismálum. Meðal bóka hans á ensku eru Can Science Resolve the Nature/Nurture Debate? (meðhöfundur Margaret Lock; Polity, 2016) og Biosocial Becomings (meðritstjóri Tim Ingold; Cambridge University Press, 2013).

Gísli hefur hlotið margs konar viðurkenningu fyrir fræðistörf sín. Hann hlaut verðlaun Rossenstiel School við Miamiháskóla (2000), viðurkenningu Háskóla Íslands fyrir rannsóknir (2001) og heiðursverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright (2014). Hann hefur ritað um 130 greinar og bókarkafla á ritrýndum vettvangi og um 25 bækur, stundum sem meðhöfundur. Þá hefur hann einnig unnið að nokkrum heimildamyndum.

Gísli Pálsson er fæddur í Vestmannaeyjum 1949. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1969 og BA-prófi í þjóðfélagsfræði frá Háskóla Íslands 1972. Hann stundaði framhaldsnám í mannfræði við Manchesterháskóla og lauk þaðan doktorsprófi 1982. Hann kenndi við Menntaskólann við Hamrahlíð í nokkur ár, en hefur lengst af starfað sem prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands.

Einnig hefur hann starfað sem prófessor við Oslóarháskóla og sem gistiprófessor við Centre of Biomedicine and Society við King's College í London, Center for Advanced Study (CAS) í Osló og Swedish Collegium for Advanced Study in the Social Sciences (SCASSS) í Uppsölum.

Mynd:
  • © Kristinn Ingólfsson.

Útgáfudagur

21.1.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Gísli Pálsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2018. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75006.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 21. janúar). Hvað hefur vísindamaðurinn Gísli Pálsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75006

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Gísli Pálsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2018. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75006>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Gísli Pálsson rannsakað?
Gísli Pálsson er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans síðastliðna fjóra áratugi hafa spannað breitt svið, allt frá íslenskum fornbókmenntum til nútíma erfðafræði.

Gísli hefur í ritum sínum fjallað um mörg viðfangsefni, oft á mörkum ólíkra fræðigreina, svo sem kvótakerfið, nafnahefðir og líftækni. Undanfarin ár hefur hann einkum látið lífheiminn og umhverfismál til sín taka. Annars vegar er um að ræða rannsóknir á skilningi fólks á erfðaeinkennum, líffélagslegum tengslum (e. biosociality) og vaxandi áhrifum manna á lífið „sjálft“, til dæmis með erfðaverkfræði. Hins vegar er um að ræða rannsóknir á tengslum manns og jarðar, jarðsamböndum (e. geosociality), sérstaklega á svonefndri mannöld (e. Anthropocene) sem einkennist af róttækum, jafnvel óafturkræfum, áhrifum mannsins á jörðina. Dæmi um það síðarnefnda er nýleg grein (meðhöfundur Heather Ann Awanson) Down to Earth: Geosocialities and Geopolitics.

Gísli Pálsson hefur í ritum sínum fjallað um mörg viðfangsefni, oft á mörkum ólíkra fræðigreina, svo sem kvótakerfið, nafnahefðir og líftækni.

Meðal bóka Gísla á íslensku eru ævisögurnar Frægð og firnindi: Ævi Vilhjálms Stefánssonar og Maðurinn sem stal sjálfum sér, sem báðar hafa verið þýddar á ensku. Sú síðarnefnda hefur einnig komið út á dönsku og frönsku. Enska útgáfan (The Man Who Stole Himself, University of Chicago Press) var valin á lista Times Literary Supplement yfir bækur ársins 2017.

Árið 2017 kom út bók Gísla Fjallið sem yppti öxlum, sjálfsævisögulegt verk sem beinir sjónum að umhverfismálum. Meðal bóka hans á ensku eru Can Science Resolve the Nature/Nurture Debate? (meðhöfundur Margaret Lock; Polity, 2016) og Biosocial Becomings (meðritstjóri Tim Ingold; Cambridge University Press, 2013).

Gísli hefur hlotið margs konar viðurkenningu fyrir fræðistörf sín. Hann hlaut verðlaun Rossenstiel School við Miamiháskóla (2000), viðurkenningu Háskóla Íslands fyrir rannsóknir (2001) og heiðursverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright (2014). Hann hefur ritað um 130 greinar og bókarkafla á ritrýndum vettvangi og um 25 bækur, stundum sem meðhöfundur. Þá hefur hann einnig unnið að nokkrum heimildamyndum.

Gísli Pálsson er fæddur í Vestmannaeyjum 1949. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1969 og BA-prófi í þjóðfélagsfræði frá Háskóla Íslands 1972. Hann stundaði framhaldsnám í mannfræði við Manchesterháskóla og lauk þaðan doktorsprófi 1982. Hann kenndi við Menntaskólann við Hamrahlíð í nokkur ár, en hefur lengst af starfað sem prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands.

Einnig hefur hann starfað sem prófessor við Oslóarháskóla og sem gistiprófessor við Centre of Biomedicine and Society við King's College í London, Center for Advanced Study (CAS) í Osló og Swedish Collegium for Advanced Study in the Social Sciences (SCASSS) í Uppsölum.

Mynd:
  • © Kristinn Ingólfsson.

...