Sólin Sólin Rís 04:55 • sest 21:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:20 • Sest 12:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:37 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:14 • Síðdegis: 19:34 í Reykjavík

Er hægt að drekka súrefni á vökvaformi?

Emelía Eiríksdóttir

Stutta svarið við þessari spurningu er „já“. Hins vegar er rétt að vekja athygli á því að það að drekka súrefni á vökvaformi er stórhættulegt og mundi líklega valda dauða þess sem reyndi það!

Mörgum finnst svalandi að drekka kalda drykki en við erum ekki vön að drekka vökva sem eru kaldari en við frostmark, sem er um 0°C. Margir kannast við það að fá svokallað heilakul (e. brain-freeze) þegar of kaldur vökvi er drukkinn en það lýsir sér sem nístandi hausverkur í skamman tíma sem lagast um leið og munnur okkar hitnar aftur. En hvað gerist ef við drekkum vökva sem er -183°C?

Fljótandi súrefni er fölblátt að lit og gæta þarf fyllsta öryggis þegar það er meðhöndlað.

Súrefni er fljótandi á bilinu -219°C og -183°C, sem er miklu kaldara en venjulegir heimilisfrystar en þeir eru um -18°C. Fljótandi köfnunarefni er vökvi á svipuðu hitastigi (-210°C og -196°C) og er meðal annars notað til að drepa vörtur með því að frysta þær. Það er hægt að nota fljótandi súrefni til að frysta vörtur alveg eins og fljótandi köfnunarefni en súrefnið er ekki notað af öryggisástæðum, ástæðan er sú að því fylgir eldhætta. Það gefur því auga leið að það er stórhættulegt að drekka súrefni eða aðra vökva sem eru álíka kaldir.

Ef fljótandi súrefni snertir munnhol þess sem drekkur það frýs munnholið og vefir þess hætta starfsemi. Ef til vill næði viðkomandi að kyngja súrefninu ef hann er mjög snöggur og þá frjósa vefir líkamans á leið niður í maga. Þetta getur valdið miklu kali í munnholi, vélinda og maga. Eyðilegging vefjanna fer að sjálfsögðu eftir hversu mikið súrefni er drukkið; því meira súrefni, því meiri kal.

Eðlismassi súrefnis í gasham (við 20°C og eina loftþyngd) er 1,331 g/L og í vökvaham (við -183°C) er eðlismassinn 1141 g/L; rúmmál súrefnis eykst því 857-falt við að hitna frá -183°C upp í 20°C. Þetta þýðir að ef einhver næði að drekka 25 ml af fljótandi súrefni, sem er venjulegur munnsopi, yrði hann að rúmlega 21 lítra af gasi þegar hann hitnaði í maganum á okkur. Það eitt og sér að ropa 21 lítrum af gasi gæti hamlað öndun hjá okkur, valdið yfirliði og jafnvel köfnun. Þannig að ef kuldinn á fljótandi súrefninu, sem við drekkum, nær ekki drepa okkur þá eru góðar líkur á því að gasmyndunin geri það!

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

28.8.2019

Spyrjandi

Mohamed Kouwatli

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Er hægt að drekka súrefni á vökvaformi?“ Vísindavefurinn, 28. ágúst 2019. Sótt 2. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75604.

Emelía Eiríksdóttir. (2019, 28. ágúst). Er hægt að drekka súrefni á vökvaformi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75604

Emelía Eiríksdóttir. „Er hægt að drekka súrefni á vökvaformi?“ Vísindavefurinn. 28. ágú. 2019. Vefsíða. 2. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75604>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að drekka súrefni á vökvaformi?
Stutta svarið við þessari spurningu er „já“. Hins vegar er rétt að vekja athygli á því að það að drekka súrefni á vökvaformi er stórhættulegt og mundi líklega valda dauða þess sem reyndi það!

Mörgum finnst svalandi að drekka kalda drykki en við erum ekki vön að drekka vökva sem eru kaldari en við frostmark, sem er um 0°C. Margir kannast við það að fá svokallað heilakul (e. brain-freeze) þegar of kaldur vökvi er drukkinn en það lýsir sér sem nístandi hausverkur í skamman tíma sem lagast um leið og munnur okkar hitnar aftur. En hvað gerist ef við drekkum vökva sem er -183°C?

Fljótandi súrefni er fölblátt að lit og gæta þarf fyllsta öryggis þegar það er meðhöndlað.

Súrefni er fljótandi á bilinu -219°C og -183°C, sem er miklu kaldara en venjulegir heimilisfrystar en þeir eru um -18°C. Fljótandi köfnunarefni er vökvi á svipuðu hitastigi (-210°C og -196°C) og er meðal annars notað til að drepa vörtur með því að frysta þær. Það er hægt að nota fljótandi súrefni til að frysta vörtur alveg eins og fljótandi köfnunarefni en súrefnið er ekki notað af öryggisástæðum, ástæðan er sú að því fylgir eldhætta. Það gefur því auga leið að það er stórhættulegt að drekka súrefni eða aðra vökva sem eru álíka kaldir.

Ef fljótandi súrefni snertir munnhol þess sem drekkur það frýs munnholið og vefir þess hætta starfsemi. Ef til vill næði viðkomandi að kyngja súrefninu ef hann er mjög snöggur og þá frjósa vefir líkamans á leið niður í maga. Þetta getur valdið miklu kali í munnholi, vélinda og maga. Eyðilegging vefjanna fer að sjálfsögðu eftir hversu mikið súrefni er drukkið; því meira súrefni, því meiri kal.

Eðlismassi súrefnis í gasham (við 20°C og eina loftþyngd) er 1,331 g/L og í vökvaham (við -183°C) er eðlismassinn 1141 g/L; rúmmál súrefnis eykst því 857-falt við að hitna frá -183°C upp í 20°C. Þetta þýðir að ef einhver næði að drekka 25 ml af fljótandi súrefni, sem er venjulegur munnsopi, yrði hann að rúmlega 21 lítra af gasi þegar hann hitnaði í maganum á okkur. Það eitt og sér að ropa 21 lítrum af gasi gæti hamlað öndun hjá okkur, valdið yfirliði og jafnvel köfnun. Þannig að ef kuldinn á fljótandi súrefninu, sem við drekkum, nær ekki drepa okkur þá eru góðar líkur á því að gasmyndunin geri það!

Heimildir:

Mynd:

...