Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Hvernig lýstu landnámsmenn Íslandi?

Gunnar Karlsson (1939-2019)

Norrænir landnámsmenn Íslands kunnu yfirleitt ekki að skrifa, nema hvað þeir munu hafa klappað stuttar rúnaristur í stein eða tré, en ekkert af slíku hefur varðveist. Meðal kristinna landnámsmanna frá Skotlandi og Írlandi hafa sjálfsagt verið menn sem kunnu að skrifa, en engir textar eftir þá eru varðveittir. Það var ekki fyrr en um tveimur öldum eftir landnámið, eftir að landsmenn höfðu tekið kristna trú og tileinkað sér ritlist kristinna Evrópumanna, sem þeim fór að detta í hug að skrá söguna af því hvernig landið var byggt fólki. Þá varð til frumgerð ritsins sem hefur gengið undir nafninu Landnámabók og segir frá því fólki sem fyrst byggði landið á áratugunum í kringum aldamótin 900 og lýsti því ef það skrapp til baka til fyrri heimalanda sinna. Sú bók var síðan aukin mikið, ráða menn af rökum sem ekki er rúm til að ræða hér, en upphafleg gerð bókarinnar glataðist. Engin leið er að greina í sundur með vissu hvað af frásögnum Landnámabókar er sannleikur sem hefur gengið mann fram af manni meðal afkomenda landnámsmanna og hvað er getgátur og skáldskapur. Ég hef því allan fyrirvara á því sem hér er haft eftir landkönnuðum og landnámsmönnum Íslands um landið.

Ingólfur Arnarson tekur sér búsetu á Íslandi. Málverk eftir Johan Peter Raadsig (1806-1882) frá 1850.

Landnámabók segir að tveir þeirra manna sem fundu landið og könnuðu það í upphafi, en settust ekki varanlega að þar, hafi lofað mjög landið. Þeir voru Færeyingurinn Naddoddur og Svíinn Garðar Svavarsson. Frásögnin af þriðja landkönnuðinum, Norðmanninum Hrafna-Flóka, er tvíbentari því sagt er að hann hafi misst búfé sitt af því að hann hirti ekki um að afla heyja handa því. Hann lastaði því landið þegar hann kom til baka til Noregs, en förunautar hans tveir héldu hvor fram sínu sjónarmiði. Herjólfur „sagði kost og löst af landinu“ en Þórólfur „kvað drjúpa smjör af hverju strái á landinu.“ Söguhöfundur leggur ekkert mat á þessar skoðanir, en sennilega er lesendum ætlað að skilja það svo að Herjólfur hafi haft rétt fyrir sér; landið hafi sína kosti og galla.

Nokkrar frásagnir eru um það í Landnámabók hvernig búfé hafi lifað á útigangi á landnámsöld, og vitnar allt um náttúrugæði. Hvamm-Þórir, landnámsmaður í Hvalfirði, týndi kúnni Brynju, en hún fannst mörgum árum síðar í Brynjudal með 40 nautgripum sem voru allir komnir af henni. Steinólfur lági, landnámsmaður í Fagradal á Skarðsströnd, týndi þremur svínum sem fundust tveimur vetrum síðar í Svínadal og voru þá orðin 30 talsins. Enn betur gerðu svín Helga magra, landnámsmanns í Eyjafirði. Hann sleppti tveimur svínum og fékk 70 til baka þremur vetrum síðar. Líklega er þessum sögum ætlað að sýna veðursæld og landkosti á landnámsöld fremur en kosti landsins sem slíks, enda er nú hægt að finna merki þess með rannsóknum á borkjörnum úr Grænlandsjökli að loftslag hafi verið hlýrra á norðurslóðum á landnámsöld Íslands en á ritunartíma sagnanna.

Kjarni tekinn úr bor á Grænlandi en rannsóknir á slíkum kjörnum sýna að loftslag var hlýrra á tímum landnáms heldur en á þeim tíma þegar sagnir af landnámi voru skráðar.

Hins vegar geymir Grettis saga Ásmundarsonar frásögn af landnámsmanni sem harmaði það hlutskipti sitt að setjast að á Íslandi. Sá hét Önundur og var kallaður tréfótur eftir að hann missti annan fótinn í orustu við lið Haralds Noregskonungs hárfagra. Eftir það hrökklaðist Önundur til Íslands og nam land norður á Ströndum og kallaði bæ sinn Kaldbak. Þegar hann sá fjallið handan við fjörðinn alþakið snjó kastaði hann fram vísu þar sem niðurlagið var:

Kröpp eru kaup ef hrepp' ég
Kaldbak en ég læt akra.

Raunar gekk Önundi svo vel búskapurinn að hann kom sér upp öðru búi til viðbótar í Reykjarfirði „er fé hans tók að vaxa“.

Líklega er það besti vitnisburðurinn um að landnámsmönnum hafi litist sæmilega á landið að allt láglendi þess virðist hafa byggst furðu hratt, og sums staðar talsvert inn á hálendið, á minna en aldarlöngu bili. Íslendingar virðast því hafa látið þokkalega vel af landinu þegar þeir komu til Noregs og annarra nágrannalanda. Eða var það landvinningastyrjöld Haralds konungs sem hrakti fólk til Íslands? Því verður varla svarað af neinu öryggi úr þessu. En öllum er heimilt að hugsa um það og hafa skoðun á því.

Heimildir og myndir:

  • Agnar Helgason: „Uppruni Íslendinga. Vitnisburður erfðafræðinnar.“ Hlutavelta tímans (Reykjavík, Þjóðminjasafn Íslands, 2004), 48–55.
  • Gunnar Karlsson: Landnám Íslands. Handbók í íslenskri miðaldasögu II. Reykjavík, Háskólaútgáfan, 2016.
  • Hammer, C.U., H.B. Clausen, og W. Dansgaard: „Greenland Ice Sheet Evidence of Post-Glacial Volcanism and its Climatic Impact.“ Nature CCLXXXVIII, no. 5788 (1980), 230–35.
  • Haraldur Matthíasson: Landið og Landnáma I–II. Reykjavík, Örn og Örlygur, 1982.
  • Íslenzk fornrit I. Íslendingabók. Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út. Reykjavík, Hið íslenzka fornritafélag, 1968.
  • Íslenzk fornrit VII. Grettis saga Ásmundarsonar. Bandamanna saga. Odds þáttr Ófeigssonar. Guðni Jónsson gaf út. Reykjavík, Hið íslenzka fornritafélag, 1936.
  • Um landnám á Íslandi. Fjórtán erindi. Guðrún Ása Grímsdóttir sá um útgáfuna. Reykjavík, Vísindafélag Íslendinga, 1996.
  • Mynd: Ingolf by Raadsig.jpg - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. (Sótt 8.3.2019).
  • Mynd af borkjarna úr myndasafni Árnýjar Erlu Sveinbjörnsdóttur jarðfræðings.

Höfundur

Gunnar Karlsson (1939-2019)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

12.3.2019

Spyrjandi

Sindri Bernholt

Tilvísun

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Hvernig lýstu landnámsmenn Íslandi?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2019. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77093.

Gunnar Karlsson (1939-2019). (2019, 12. mars). Hvernig lýstu landnámsmenn Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77093

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Hvernig lýstu landnámsmenn Íslandi?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2019. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77093>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig lýstu landnámsmenn Íslandi?
Norrænir landnámsmenn Íslands kunnu yfirleitt ekki að skrifa, nema hvað þeir munu hafa klappað stuttar rúnaristur í stein eða tré, en ekkert af slíku hefur varðveist. Meðal kristinna landnámsmanna frá Skotlandi og Írlandi hafa sjálfsagt verið menn sem kunnu að skrifa, en engir textar eftir þá eru varðveittir. Það var ekki fyrr en um tveimur öldum eftir landnámið, eftir að landsmenn höfðu tekið kristna trú og tileinkað sér ritlist kristinna Evrópumanna, sem þeim fór að detta í hug að skrá söguna af því hvernig landið var byggt fólki. Þá varð til frumgerð ritsins sem hefur gengið undir nafninu Landnámabók og segir frá því fólki sem fyrst byggði landið á áratugunum í kringum aldamótin 900 og lýsti því ef það skrapp til baka til fyrri heimalanda sinna. Sú bók var síðan aukin mikið, ráða menn af rökum sem ekki er rúm til að ræða hér, en upphafleg gerð bókarinnar glataðist. Engin leið er að greina í sundur með vissu hvað af frásögnum Landnámabókar er sannleikur sem hefur gengið mann fram af manni meðal afkomenda landnámsmanna og hvað er getgátur og skáldskapur. Ég hef því allan fyrirvara á því sem hér er haft eftir landkönnuðum og landnámsmönnum Íslands um landið.

Ingólfur Arnarson tekur sér búsetu á Íslandi. Málverk eftir Johan Peter Raadsig (1806-1882) frá 1850.

Landnámabók segir að tveir þeirra manna sem fundu landið og könnuðu það í upphafi, en settust ekki varanlega að þar, hafi lofað mjög landið. Þeir voru Færeyingurinn Naddoddur og Svíinn Garðar Svavarsson. Frásögnin af þriðja landkönnuðinum, Norðmanninum Hrafna-Flóka, er tvíbentari því sagt er að hann hafi misst búfé sitt af því að hann hirti ekki um að afla heyja handa því. Hann lastaði því landið þegar hann kom til baka til Noregs, en förunautar hans tveir héldu hvor fram sínu sjónarmiði. Herjólfur „sagði kost og löst af landinu“ en Þórólfur „kvað drjúpa smjör af hverju strái á landinu.“ Söguhöfundur leggur ekkert mat á þessar skoðanir, en sennilega er lesendum ætlað að skilja það svo að Herjólfur hafi haft rétt fyrir sér; landið hafi sína kosti og galla.

Nokkrar frásagnir eru um það í Landnámabók hvernig búfé hafi lifað á útigangi á landnámsöld, og vitnar allt um náttúrugæði. Hvamm-Þórir, landnámsmaður í Hvalfirði, týndi kúnni Brynju, en hún fannst mörgum árum síðar í Brynjudal með 40 nautgripum sem voru allir komnir af henni. Steinólfur lági, landnámsmaður í Fagradal á Skarðsströnd, týndi þremur svínum sem fundust tveimur vetrum síðar í Svínadal og voru þá orðin 30 talsins. Enn betur gerðu svín Helga magra, landnámsmanns í Eyjafirði. Hann sleppti tveimur svínum og fékk 70 til baka þremur vetrum síðar. Líklega er þessum sögum ætlað að sýna veðursæld og landkosti á landnámsöld fremur en kosti landsins sem slíks, enda er nú hægt að finna merki þess með rannsóknum á borkjörnum úr Grænlandsjökli að loftslag hafi verið hlýrra á norðurslóðum á landnámsöld Íslands en á ritunartíma sagnanna.

Kjarni tekinn úr bor á Grænlandi en rannsóknir á slíkum kjörnum sýna að loftslag var hlýrra á tímum landnáms heldur en á þeim tíma þegar sagnir af landnámi voru skráðar.

Hins vegar geymir Grettis saga Ásmundarsonar frásögn af landnámsmanni sem harmaði það hlutskipti sitt að setjast að á Íslandi. Sá hét Önundur og var kallaður tréfótur eftir að hann missti annan fótinn í orustu við lið Haralds Noregskonungs hárfagra. Eftir það hrökklaðist Önundur til Íslands og nam land norður á Ströndum og kallaði bæ sinn Kaldbak. Þegar hann sá fjallið handan við fjörðinn alþakið snjó kastaði hann fram vísu þar sem niðurlagið var:

Kröpp eru kaup ef hrepp' ég
Kaldbak en ég læt akra.

Raunar gekk Önundi svo vel búskapurinn að hann kom sér upp öðru búi til viðbótar í Reykjarfirði „er fé hans tók að vaxa“.

Líklega er það besti vitnisburðurinn um að landnámsmönnum hafi litist sæmilega á landið að allt láglendi þess virðist hafa byggst furðu hratt, og sums staðar talsvert inn á hálendið, á minna en aldarlöngu bili. Íslendingar virðast því hafa látið þokkalega vel af landinu þegar þeir komu til Noregs og annarra nágrannalanda. Eða var það landvinningastyrjöld Haralds konungs sem hrakti fólk til Íslands? Því verður varla svarað af neinu öryggi úr þessu. En öllum er heimilt að hugsa um það og hafa skoðun á því.

Heimildir og myndir:

  • Agnar Helgason: „Uppruni Íslendinga. Vitnisburður erfðafræðinnar.“ Hlutavelta tímans (Reykjavík, Þjóðminjasafn Íslands, 2004), 48–55.
  • Gunnar Karlsson: Landnám Íslands. Handbók í íslenskri miðaldasögu II. Reykjavík, Háskólaútgáfan, 2016.
  • Hammer, C.U., H.B. Clausen, og W. Dansgaard: „Greenland Ice Sheet Evidence of Post-Glacial Volcanism and its Climatic Impact.“ Nature CCLXXXVIII, no. 5788 (1980), 230–35.
  • Haraldur Matthíasson: Landið og Landnáma I–II. Reykjavík, Örn og Örlygur, 1982.
  • Íslenzk fornrit I. Íslendingabók. Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út. Reykjavík, Hið íslenzka fornritafélag, 1968.
  • Íslenzk fornrit VII. Grettis saga Ásmundarsonar. Bandamanna saga. Odds þáttr Ófeigssonar. Guðni Jónsson gaf út. Reykjavík, Hið íslenzka fornritafélag, 1936.
  • Um landnám á Íslandi. Fjórtán erindi. Guðrún Ása Grímsdóttir sá um útgáfuna. Reykjavík, Vísindafélag Íslendinga, 1996.
  • Mynd: Ingolf by Raadsig.jpg - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. (Sótt 8.3.2019).
  • Mynd af borkjarna úr myndasafni Árnýjar Erlu Sveinbjörnsdóttur jarðfræðings.

...