Sólin Sólin Rís 04:58 • sest 21:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:41 • Sest 09:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:56 • Síðdegis: 24:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík

Hvað er hreinsað bensín og hver er munurinn á því og venjulegu bensíni?

Emelía Eiríksdóttir

Jarðolía (einnig nefnd hráolía) er unnin úr jörðinni og inniheldur hún fjölmörg mismunandi vetniskolefni (e. hydrocarbons). Eldsneyti á borð við bensín, flugvélabensín, steinolíu og díselolíu eru meginafurðirnar sem unnar eru úr jarðolíu. Afurðir eins og parafínvax (kertavax), asfalt, smurefni og tjara falla til við framleiðslu eldsneytisins. Efnin eru aðskilin á olíuhreinsistöð með svonefndri þrepaeimingu (e. fractional distillation).

Þrepaeiming fer almennt fram þannig að vökvablanda er hituð þar til eitt eða fleiri efni í blöndunni taka að gufa upp. Gufan er þá leidd burt, hún kæld og vökvanum safnað í sérstakt ílát. Þegar búið er að aðskilja þessi fyrstu efni úr vökvablöndunni er hitastig blöndunnar hækkað þar til önnur efni fara að gufa upp; þeim efnum er þá safnað á samskonar hátt í annað ílát. Hækkun hitastigsins á vökvablöndunni heldur svo áfram þar til búið er að aðskilja öll efnin í blöndunni.

Eldsneyti á borð við bensín, flugvélabensín, steinolíu og díselolíu er unnið úr jarðolíu. Efnin eru aðskilin á olíuhreinsistöð með svonefndri þrepaeimingu (e. fractional distillation).

Venjulegt bensín er efnablanda (e. chemical mixture) sem inniheldur alkana, alkena, hringalkana og arómata með 4-12 kolefni. Bensín inniheldur þó að megninu til hexan (C6H14), heptan (C7H16) og oktan (C8H18) en einnig íbótarefni (efnum sem bætt er út í bensínið eftir hreinsun) og fleiri eldsneytistegundir. Þegar bensín er einangrað úr jarðolíu með þrepaeimingu er gufunum sem myndast við 30-225°C safnað saman.

Hreinsað bensín er unnið á sama hátt nema að þar er gufunni safnað á þröngt afmörkuðu suðumarksbili, 100-140°C. Erlendis er hreinsað bensín kallað „SBP 100/140“ þar SBP stendur fyrir „special boiling point“ (afmarkað suðumark) og tölurnar 100/140 vísa til suðumarksbilsins 100-140°C. Vegna þessa þrönga suðumarksbils inniheldur hreinsað bensín færri efni en venjulegt bensín og þess vegna er talað um að það sé hreinsað. Til að mynda er nánast ekkert af hexani í hreinsaða bensíninu enda suðumark þess einungis 50-69°C.

Hreinsað bensín er aðallega notað í lím, málningu og blek, í framleiðslu á gúmmíi, málmi, pappír og leðri en einnig í margskonar hreinsunarskrefum í iðnaði. Það er þó líklegra að lesendur hafi komist í kast við hreinsað bensín innan veggja heimilisins. Hreinsað bensín er lífrænt leysiefni sem þýðir að það á auðvelt með að leysa upp lífræn efni og hentar því meðal annars vel til að hreinsa límrestar af yfirborði og fitubletti úr flíkum. Dæmigert er þá að væta tusku, bómul eða eldhúsrúllublöð með hreinsaða bensíninu og límrestarnar nuddaðar þar til þær hafa losnað frá yfirborðinu.

Á Leiðbeiningastöð heimilanna er að finna mun fleiri not fyrir hreinsað bensín; það er til dæmis notað við að ná kertavaxi, tyggjó eða varalit úr flík. Þar sem hreinsaða bensínið er leysiefni þarf að gæta þess að yfirborðið þoli bensínið áður en það er nuddað upp úr hreinsaða bensíninu. Til dæmis er hætta á að hreinsaða bensínið muni leysa upp ýmis lökkuð yfirborð og skilja þannig eftir matta bletti. Hreinsað bensín fæst meðal annars í apótekum og bensínstöðvum hér á landi.

Mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.4.2020

Spyrjandi

Ómar Rafn Stefánsson

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Hvað er hreinsað bensín og hver er munurinn á því og venjulegu bensíni?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2020. Sótt 1. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78025.

Emelía Eiríksdóttir. (2020, 15. apríl). Hvað er hreinsað bensín og hver er munurinn á því og venjulegu bensíni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78025

Emelía Eiríksdóttir. „Hvað er hreinsað bensín og hver er munurinn á því og venjulegu bensíni?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2020. Vefsíða. 1. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78025>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er hreinsað bensín og hver er munurinn á því og venjulegu bensíni?

Jarðolía (einnig nefnd hráolía) er unnin úr jörðinni og inniheldur hún fjölmörg mismunandi vetniskolefni (e. hydrocarbons). Eldsneyti á borð við bensín, flugvélabensín, steinolíu og díselolíu eru meginafurðirnar sem unnar eru úr jarðolíu. Afurðir eins og parafínvax (kertavax), asfalt, smurefni og tjara falla til við framleiðslu eldsneytisins. Efnin eru aðskilin á olíuhreinsistöð með svonefndri þrepaeimingu (e. fractional distillation).

Þrepaeiming fer almennt fram þannig að vökvablanda er hituð þar til eitt eða fleiri efni í blöndunni taka að gufa upp. Gufan er þá leidd burt, hún kæld og vökvanum safnað í sérstakt ílát. Þegar búið er að aðskilja þessi fyrstu efni úr vökvablöndunni er hitastig blöndunnar hækkað þar til önnur efni fara að gufa upp; þeim efnum er þá safnað á samskonar hátt í annað ílát. Hækkun hitastigsins á vökvablöndunni heldur svo áfram þar til búið er að aðskilja öll efnin í blöndunni.

Eldsneyti á borð við bensín, flugvélabensín, steinolíu og díselolíu er unnið úr jarðolíu. Efnin eru aðskilin á olíuhreinsistöð með svonefndri þrepaeimingu (e. fractional distillation).

Venjulegt bensín er efnablanda (e. chemical mixture) sem inniheldur alkana, alkena, hringalkana og arómata með 4-12 kolefni. Bensín inniheldur þó að megninu til hexan (C6H14), heptan (C7H16) og oktan (C8H18) en einnig íbótarefni (efnum sem bætt er út í bensínið eftir hreinsun) og fleiri eldsneytistegundir. Þegar bensín er einangrað úr jarðolíu með þrepaeimingu er gufunum sem myndast við 30-225°C safnað saman.

Hreinsað bensín er unnið á sama hátt nema að þar er gufunni safnað á þröngt afmörkuðu suðumarksbili, 100-140°C. Erlendis er hreinsað bensín kallað „SBP 100/140“ þar SBP stendur fyrir „special boiling point“ (afmarkað suðumark) og tölurnar 100/140 vísa til suðumarksbilsins 100-140°C. Vegna þessa þrönga suðumarksbils inniheldur hreinsað bensín færri efni en venjulegt bensín og þess vegna er talað um að það sé hreinsað. Til að mynda er nánast ekkert af hexani í hreinsaða bensíninu enda suðumark þess einungis 50-69°C.

Hreinsað bensín er aðallega notað í lím, málningu og blek, í framleiðslu á gúmmíi, málmi, pappír og leðri en einnig í margskonar hreinsunarskrefum í iðnaði. Það er þó líklegra að lesendur hafi komist í kast við hreinsað bensín innan veggja heimilisins. Hreinsað bensín er lífrænt leysiefni sem þýðir að það á auðvelt með að leysa upp lífræn efni og hentar því meðal annars vel til að hreinsa límrestar af yfirborði og fitubletti úr flíkum. Dæmigert er þá að væta tusku, bómul eða eldhúsrúllublöð með hreinsaða bensíninu og límrestarnar nuddaðar þar til þær hafa losnað frá yfirborðinu.

Á Leiðbeiningastöð heimilanna er að finna mun fleiri not fyrir hreinsað bensín; það er til dæmis notað við að ná kertavaxi, tyggjó eða varalit úr flík. Þar sem hreinsaða bensínið er leysiefni þarf að gæta þess að yfirborðið þoli bensínið áður en það er nuddað upp úr hreinsaða bensíninu. Til dæmis er hætta á að hreinsaða bensínið muni leysa upp ýmis lökkuð yfirborð og skilja þannig eftir matta bletti. Hreinsað bensín fæst meðal annars í apótekum og bensínstöðvum hér á landi.

Mynd:...