Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Er hægt að frysta bensín og kveikja svo í því?

Emelía Eiríksdóttir

Spurningin hljóðaði upphaflega svona:

Er hægt að frysta bensín og getur kviknað í því ef svo er?

Það er hægt að frysta bensín eins og aðra vökva. Eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Við hvaða hitastig frýs bensín? er bensín blanda efna og hleypur í kekki áður en það frýs alveg. Bensín hefur því ekki eiginlegt frostmark heldur frýs það á ákveðnu bili sem ræðst af samsetningu bensínsins. Þetta bil er oft á milli -40 og -50°C.

Þegar bensín er frosið er það á föstu formi en á því formi kviknar ekki í bensíninu. Til að kveikja í bensíninu þyrfti að byrja á að bræða það og hita það svo örlítið meira þar til nægilega mikið af bensíngufum væru til staðar, eins og hér á myndinni.

Þegar efni sem brenna eru hituð nægilega mikið kemur að því að brennanlegar gastegundir stíga upp frá þeim. Það eru þessar gastegundir sem valda því að hægt er að kveikja í hlutum. Það eru nefnilega ekki vökvarnir sjálfir eða föstu efnin sem brenna, heldur brennanlegu gastegundirnar sem losna frá þeim við hitun. Þegar bensín er frosið er það á föstu formi en á því formi kviknar ekki í bensíninu. Til að kveikja í bensíninu þarf fyrst að bræða það og hita svo örlítið meira þar til nægilega mikið af bensíngufum er til staðar.

Hugtakið blossamark (e. flash point) er notað um lægsta hitastig efnis sem hægt er að kveikja í brennanlegum gastegundum þess. Blossamark bensíns er í kringum -40°C en það þýðir að ef réttu aðstæðurnar eru til staðar, það er að segja bensíngufan er nægilega þétt og nóg er af súrefni í kring, er mögulegt að kveikja í bensíni með utanaðkomandi hitagjafa, til dæmis neista eða eldi, við þetta hitastig. Eldurinn kulnar þó þegar varmagjafinn er fjarlægður. Brunamark bensíns liggur örfáum gráðum hærra en það er hitastig bensínsins þar sem uppgufun þessara eldfimu gastegunda er nægilega mikil til að viðhalda brunanum. Við brunamark logar eldurinn áfram þó að varmagjafinn sé fjarlægður.

Mynd:

Höfundur

Emelía Eiríksdóttir

efnafræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

31.10.2019

Spyrjandi

Daníel Þór Gunnarsson

Tilvísun

Emelía Eiríksdóttir. „Er hægt að frysta bensín og kveikja svo í því?“ Vísindavefurinn, 31. október 2019. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62008.

Emelía Eiríksdóttir. (2019, 31. október). Er hægt að frysta bensín og kveikja svo í því? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62008

Emelía Eiríksdóttir. „Er hægt að frysta bensín og kveikja svo í því?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2019. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62008>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að frysta bensín og kveikja svo í því?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona:

Er hægt að frysta bensín og getur kviknað í því ef svo er?

Það er hægt að frysta bensín eins og aðra vökva. Eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Við hvaða hitastig frýs bensín? er bensín blanda efna og hleypur í kekki áður en það frýs alveg. Bensín hefur því ekki eiginlegt frostmark heldur frýs það á ákveðnu bili sem ræðst af samsetningu bensínsins. Þetta bil er oft á milli -40 og -50°C.

Þegar bensín er frosið er það á föstu formi en á því formi kviknar ekki í bensíninu. Til að kveikja í bensíninu þyrfti að byrja á að bræða það og hita það svo örlítið meira þar til nægilega mikið af bensíngufum væru til staðar, eins og hér á myndinni.

Þegar efni sem brenna eru hituð nægilega mikið kemur að því að brennanlegar gastegundir stíga upp frá þeim. Það eru þessar gastegundir sem valda því að hægt er að kveikja í hlutum. Það eru nefnilega ekki vökvarnir sjálfir eða föstu efnin sem brenna, heldur brennanlegu gastegundirnar sem losna frá þeim við hitun. Þegar bensín er frosið er það á föstu formi en á því formi kviknar ekki í bensíninu. Til að kveikja í bensíninu þarf fyrst að bræða það og hita svo örlítið meira þar til nægilega mikið af bensíngufum er til staðar.

Hugtakið blossamark (e. flash point) er notað um lægsta hitastig efnis sem hægt er að kveikja í brennanlegum gastegundum þess. Blossamark bensíns er í kringum -40°C en það þýðir að ef réttu aðstæðurnar eru til staðar, það er að segja bensíngufan er nægilega þétt og nóg er af súrefni í kring, er mögulegt að kveikja í bensíni með utanaðkomandi hitagjafa, til dæmis neista eða eldi, við þetta hitastig. Eldurinn kulnar þó þegar varmagjafinn er fjarlægður. Brunamark bensíns liggur örfáum gráðum hærra en það er hitastig bensínsins þar sem uppgufun þessara eldfimu gastegunda er nægilega mikil til að viðhalda brunanum. Við brunamark logar eldurinn áfram þó að varmagjafinn sé fjarlægður.

Mynd:

...