Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Er gagnlegt að sofa með skorinn lauk á náttborðinu til að eyða veirum og bakteríum?

Snædís Huld Björnsdóttir

Öll spurningin hljóðaði svona:

Góðan daginn. Oft er talað um að gott sé að skera lauk og setja á náttborð ef fólk er með flensu þar sem laukurinn „sogi“ til sín vírus einnig er talað um að það sé varhugavert að geyma lauk sem búið er að skera í ísskápnum þar sem hann dregur í sig eiturefni og bakteríur. Er þetta mýta eða?

Stutta svarið er einfaldlega: Þetta er mýta.

Laukur á náttborðinu ver okkur ekki gegn veirum eða öðrum sýklum. Það er örugglega alveg skaðlaust að sofa með lauk þó að lyktin sé nú varla góð. Mýtur eru hins vegar skaðlegar þegar við treystum á þær í blindni og notum ekki sannreyndar aðferðir.

Laukur á náttborðinu ver okkur ekki gegn veirum eða öðrum sýklum.

Ýmsar plöntur framleiða efni sem hindra örverur. Þeirra á meðal eru hvítlaukur og laukur sem mynda allicin og fenólefnin protocatechuic-sýru og catechol. Þessi efni hindra bakteríur og sveppi af ákveðnum tegundum (Matthews ofl. 2017). Það þýðir þó alls ekki að laukur á náttborðinu verji okkur fyrir sýklum af þessum tegundum eða vinni gegn sýkingum. Ekki frekar en að það dugi einfaldlega að geyma sýklalyf sem við fáum ávísað á náttborðinu. Örveruhamlandi efni þurfa að ná nægjanlegum styrk á sýkingarstað til að hafa áhrif.

Besta leiðin til að verjast sýklum er að þekkja upptök þeirra og smitleiðir. Til dæmis á veiran SARS-CoV-2 sem veldur sjúkdómnum COVID-19 uppruna í smituðum einstaklingum og berst þaðan, einkum með dropum frá öndunarfærum (CDC, 2020). Besta vörnin er því sú að halda fjarlægð frá þeim er kunna að vera smitaðir og að þvo hendur vandlega og jafnvel sótthreinsa eftir snertingu við yfirborð og hluti sem þeir hafa verið nálægt.

Heimildir:
  • Karl R. Matthews o.fl. Food Microbiology, 4. útg., 2017, ASM Press.
  • CDC 2020. How COVID-19 Spreads. (Sótt 8.02.2021).

Mynd:

Spurning Jóhanns Auðuns var löngu máli og fjallaði um þá mýtu að niðurskorinn laukur hafi verndað fjölskyldu bænda árið 1919 með því að soga til sín sýkla.

Höfundur

Snædís Huld Björnsdóttir

sameindalíffræðingur og prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ

Útgáfudagur

10.2.2021

Spyrjandi

Þorgils Guðmundsson, Jóhann Auðunn Þorsteinsson

Tilvísun

Snædís Huld Björnsdóttir. „Er gagnlegt að sofa með skorinn lauk á náttborðinu til að eyða veirum og bakteríum?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2021. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81121.

Snædís Huld Björnsdóttir. (2021, 10. febrúar). Er gagnlegt að sofa með skorinn lauk á náttborðinu til að eyða veirum og bakteríum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81121

Snædís Huld Björnsdóttir. „Er gagnlegt að sofa með skorinn lauk á náttborðinu til að eyða veirum og bakteríum?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2021. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81121>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er gagnlegt að sofa með skorinn lauk á náttborðinu til að eyða veirum og bakteríum?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Góðan daginn. Oft er talað um að gott sé að skera lauk og setja á náttborð ef fólk er með flensu þar sem laukurinn „sogi“ til sín vírus einnig er talað um að það sé varhugavert að geyma lauk sem búið er að skera í ísskápnum þar sem hann dregur í sig eiturefni og bakteríur. Er þetta mýta eða?

Stutta svarið er einfaldlega: Þetta er mýta.

Laukur á náttborðinu ver okkur ekki gegn veirum eða öðrum sýklum. Það er örugglega alveg skaðlaust að sofa með lauk þó að lyktin sé nú varla góð. Mýtur eru hins vegar skaðlegar þegar við treystum á þær í blindni og notum ekki sannreyndar aðferðir.

Laukur á náttborðinu ver okkur ekki gegn veirum eða öðrum sýklum.

Ýmsar plöntur framleiða efni sem hindra örverur. Þeirra á meðal eru hvítlaukur og laukur sem mynda allicin og fenólefnin protocatechuic-sýru og catechol. Þessi efni hindra bakteríur og sveppi af ákveðnum tegundum (Matthews ofl. 2017). Það þýðir þó alls ekki að laukur á náttborðinu verji okkur fyrir sýklum af þessum tegundum eða vinni gegn sýkingum. Ekki frekar en að það dugi einfaldlega að geyma sýklalyf sem við fáum ávísað á náttborðinu. Örveruhamlandi efni þurfa að ná nægjanlegum styrk á sýkingarstað til að hafa áhrif.

Besta leiðin til að verjast sýklum er að þekkja upptök þeirra og smitleiðir. Til dæmis á veiran SARS-CoV-2 sem veldur sjúkdómnum COVID-19 uppruna í smituðum einstaklingum og berst þaðan, einkum með dropum frá öndunarfærum (CDC, 2020). Besta vörnin er því sú að halda fjarlægð frá þeim er kunna að vera smitaðir og að þvo hendur vandlega og jafnvel sótthreinsa eftir snertingu við yfirborð og hluti sem þeir hafa verið nálægt.

Heimildir:
  • Karl R. Matthews o.fl. Food Microbiology, 4. útg., 2017, ASM Press.
  • CDC 2020. How COVID-19 Spreads. (Sótt 8.02.2021).

Mynd:

Spurning Jóhanns Auðuns var löngu máli og fjallaði um þá mýtu að niðurskorinn laukur hafi verndað fjölskyldu bænda árið 1919 með því að soga til sín sýkla.

...