Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar smitast fólk helst af COVID-19?

Jón Magnús Jóhannesson

COVID-19 borði í flokk
COVID-19 orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2. Kórónuveirur eru stór fjölskylda veira sem inniheldur meðal annars fjórar svokallaðar „kvefkórónuveirur“ og einnig tvær sem valda SARS (e. severe acute respiratory syndrome) og MERS (e. Middle-East respiratory syndrome) hvor um sig. Um allar þessar veirur má lesa meira í svari við spurningunni Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeirra fyrir hinum? Þó þær séu að mörgu leyti ólíkar eiga þær það sameiginlegt að sýkja öndunarfæri og um leið dreifast þaðan. Helstu smitleiðir COVID-19 eru taldar vera dropa- og snertismit.

Snertismit verður þegar smitefni (til dæmis munnvatn með veiru) berst til einstaklings með snertingu. Dropasmit er þegar einstaklingur myndar dropa af smitefni sem geta borist í munn, nef eða augu nærstaddra. Dæmigert dropasmit verður þegar einstaklingur hnerrar - við þetta myndast ótalmargir örfínir dropar sem skjótast úr munni og nefi, og geta dreifst áfram til annarra.

Líkt og búast má við eru ofangreindar smitleiðir háðar nánd einstaklinga. Tímalengd samneytis milli einstaklinga skiptir einnig máli; lengri tími með smituðum eykur hættu á smiti. Þess vegna beinast ráðleggingar helst að því að viðhalda fjarlægð á milli fólks og takmarka allt samneyti við utanaðkomandi aðila.

Ráðleggingar beinast helst að því að viðhalda fjarlægð á milli fólks og takmarka allt samneyti við utanaðkomandi aðila.

Önnur smitleið COVID-19 er talin geta verið með hlutum í umhverfinu. Vitað er að SARS-CoV-2 getur haldist smitandi í allt að þrjá daga á þurru, flötu plastyfirborði en þeim mun skemur á öðrum yfirborðum. Ef veiran er í nægilegu magni á yfirborði hluta getur hún borist þaðan til manna og valdið sýkingu.

Nákvæmlega hversu miklu máli hver smitleið skiptir máli fyrir COVID-19 er óþekkt. Raunar er þetta óþekkt fyrir flestar þær veirur og aðra sýkla sem við glímum við dagsdaglega. Hins vegar er hægt að reyna að komast nær sannleikanum með því að skoða hvar fólk smitast með svokallaðri smitrakningu (e. contact tracing). Áfram er margt sem á eftir að rannsaka að þessu leyti en gögn hingað til gefa vissar sterkar vísbendingar.

COVID-19 dreifist mest í svonefndum klösum - hópum fólks sem er í nánu samneyti við hvert annað í lengri tíma. Mest áberandi eru einstaklingar sem búa í sama húsnæði og þá gjarnan fjölskyldur. Vinnustaðir, samkomur og heilbrigðisstofnanir hafa einnig verið áberandi. Börn virðast smita sérlega lítið frá sér og engin merki eru um marktæka dreifingu milli barna í skólum. Smit úti í samfélaginu geta átt sér stað en gjarnan er erfitt að leggja mat á þau. Með góðri smitrakningu hefur tekist að rekja markverðan hluta tilfella, sem bendir sterklega til þess að smitleiðir séu fyrirsjáanlegar og tengjast vel skilgreindum samskiptum einstaklinga. Þannig er ólíklegt að einstaklingur fái COVID-19 „bara við að fara í búð” svo lengi sem menn viðhalda almennri smitgát og 2 metra fjarlægð að jafnaði.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

5.5.2020

Spyrjandi

Jóhanna Rannveig Jánsdóttir

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson. „Hvar smitast fólk helst af COVID-19?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2020, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79017.

Jón Magnús Jóhannesson. (2020, 5. maí). Hvar smitast fólk helst af COVID-19? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79017

Jón Magnús Jóhannesson. „Hvar smitast fólk helst af COVID-19?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2020. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79017>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar smitast fólk helst af COVID-19?
COVID-19 orsakast af kórónuveirunni SARS-CoV-2. Kórónuveirur eru stór fjölskylda veira sem inniheldur meðal annars fjórar svokallaðar „kvefkórónuveirur“ og einnig tvær sem valda SARS (e. severe acute respiratory syndrome) og MERS (e. Middle-East respiratory syndrome) hvor um sig. Um allar þessar veirur má lesa meira í svari við spurningunni Hvað eru til margar kórónuveirur sem sýkja menn og dugar ónæmi gegn einni þeirra fyrir hinum? Þó þær séu að mörgu leyti ólíkar eiga þær það sameiginlegt að sýkja öndunarfæri og um leið dreifast þaðan. Helstu smitleiðir COVID-19 eru taldar vera dropa- og snertismit.

Snertismit verður þegar smitefni (til dæmis munnvatn með veiru) berst til einstaklings með snertingu. Dropasmit er þegar einstaklingur myndar dropa af smitefni sem geta borist í munn, nef eða augu nærstaddra. Dæmigert dropasmit verður þegar einstaklingur hnerrar - við þetta myndast ótalmargir örfínir dropar sem skjótast úr munni og nefi, og geta dreifst áfram til annarra.

Líkt og búast má við eru ofangreindar smitleiðir háðar nánd einstaklinga. Tímalengd samneytis milli einstaklinga skiptir einnig máli; lengri tími með smituðum eykur hættu á smiti. Þess vegna beinast ráðleggingar helst að því að viðhalda fjarlægð á milli fólks og takmarka allt samneyti við utanaðkomandi aðila.

Ráðleggingar beinast helst að því að viðhalda fjarlægð á milli fólks og takmarka allt samneyti við utanaðkomandi aðila.

Önnur smitleið COVID-19 er talin geta verið með hlutum í umhverfinu. Vitað er að SARS-CoV-2 getur haldist smitandi í allt að þrjá daga á þurru, flötu plastyfirborði en þeim mun skemur á öðrum yfirborðum. Ef veiran er í nægilegu magni á yfirborði hluta getur hún borist þaðan til manna og valdið sýkingu.

Nákvæmlega hversu miklu máli hver smitleið skiptir máli fyrir COVID-19 er óþekkt. Raunar er þetta óþekkt fyrir flestar þær veirur og aðra sýkla sem við glímum við dagsdaglega. Hins vegar er hægt að reyna að komast nær sannleikanum með því að skoða hvar fólk smitast með svokallaðri smitrakningu (e. contact tracing). Áfram er margt sem á eftir að rannsaka að þessu leyti en gögn hingað til gefa vissar sterkar vísbendingar.

COVID-19 dreifist mest í svonefndum klösum - hópum fólks sem er í nánu samneyti við hvert annað í lengri tíma. Mest áberandi eru einstaklingar sem búa í sama húsnæði og þá gjarnan fjölskyldur. Vinnustaðir, samkomur og heilbrigðisstofnanir hafa einnig verið áberandi. Börn virðast smita sérlega lítið frá sér og engin merki eru um marktæka dreifingu milli barna í skólum. Smit úti í samfélaginu geta átt sér stað en gjarnan er erfitt að leggja mat á þau. Með góðri smitrakningu hefur tekist að rekja markverðan hluta tilfella, sem bendir sterklega til þess að smitleiðir séu fyrirsjáanlegar og tengjast vel skilgreindum samskiptum einstaklinga. Þannig er ólíklegt að einstaklingur fái COVID-19 „bara við að fara í búð” svo lengi sem menn viðhalda almennri smitgát og 2 metra fjarlægð að jafnaði.

Heimildir:

Mynd:...