Sólin Sólin Rís 05:02 • sest 21:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:35 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík

Hvað eru hrannir þegar eitthvað er sagt vera í hrönnum?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Að vera með eitthvað í hrönnum, er eitthvað sem maður hefur notað í daglegu máli. En eru til hrannir og hvað eru hrannir?

Nafnorðið hrönn merkir ‘alda, bára’ (einkum í skáldamáli) en einnig ‘dyngja, aflöng hrúga’ og er það síðari merkingin sem á við orðasambandið í hrönnum í merkingunni „í miklum mæli“. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá síðari hluta 16. aldar í ritinu Ein Ny Hwss Postilla Þad er Gudspiøll og Pistlar Ared vmkring eftir Guðbrand Þorláksson biskup.

lijtlu sijdar vrdu þeir hrønnum nidur slegnir.

Þarna stendur hrönnum í aukafallslið sem þekktist vel fram eftir öldum.

Frá fyrri hluta 17. aldar er til dæmi með forsetningarliðnum í hrönnum (fiskur ... lá dauður í hrönnum kringum vatnið).

Í Mergi málsins (2006:391) eftir Jón Friðjónsson er nefnt dæmi frá fyrri hluta 17. aldar með forsetningarliðnum í hrönnum (fiskur ... lá dauður í hrönnum kringum vatnið) en elsta dæmi í Ritmálsskránni um í hrönnum er úr tímaritinu Hirði þar sem stendur:

og líka í því, hvernig fjeð hafi drepizt í hrönnum (Masseviis).

Annað orðasamband með hrönn í svipaðri merkingu er hrönnum saman sem meðal annars er nefnt í tímaritinu Ægi 1924:

Síld, sandsíli, ufsi og ýmsir fuglar éta seiðin hrönnum saman.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.12.2021

Spyrjandi

Georg

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað eru hrannir þegar eitthvað er sagt vera í hrönnum?“ Vísindavefurinn, 22. desember 2021. Sótt 30. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=82619.

Guðrún Kvaran. (2021, 22. desember). Hvað eru hrannir þegar eitthvað er sagt vera í hrönnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82619

Guðrún Kvaran. „Hvað eru hrannir þegar eitthvað er sagt vera í hrönnum?“ Vísindavefurinn. 22. des. 2021. Vefsíða. 30. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82619>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru hrannir þegar eitthvað er sagt vera í hrönnum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Að vera með eitthvað í hrönnum, er eitthvað sem maður hefur notað í daglegu máli. En eru til hrannir og hvað eru hrannir?

Nafnorðið hrönn merkir ‘alda, bára’ (einkum í skáldamáli) en einnig ‘dyngja, aflöng hrúga’ og er það síðari merkingin sem á við orðasambandið í hrönnum í merkingunni „í miklum mæli“. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá síðari hluta 16. aldar í ritinu Ein Ny Hwss Postilla Þad er Gudspiøll og Pistlar Ared vmkring eftir Guðbrand Þorláksson biskup.

lijtlu sijdar vrdu þeir hrønnum nidur slegnir.

Þarna stendur hrönnum í aukafallslið sem þekktist vel fram eftir öldum.

Frá fyrri hluta 17. aldar er til dæmi með forsetningarliðnum í hrönnum (fiskur ... lá dauður í hrönnum kringum vatnið).

Í Mergi málsins (2006:391) eftir Jón Friðjónsson er nefnt dæmi frá fyrri hluta 17. aldar með forsetningarliðnum í hrönnum (fiskur ... lá dauður í hrönnum kringum vatnið) en elsta dæmi í Ritmálsskránni um í hrönnum er úr tímaritinu Hirði þar sem stendur:

og líka í því, hvernig fjeð hafi drepizt í hrönnum (Masseviis).

Annað orðasamband með hrönn í svipaðri merkingu er hrönnum saman sem meðal annars er nefnt í tímaritinu Ægi 1924:

Síld, sandsíli, ufsi og ýmsir fuglar éta seiðin hrönnum saman.

Heimildir og mynd:

...