Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Hvers konar menn voru flugumenn?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Í Íslendingasögunum er oft talað um flugumenn. Hvað er þetta orð gamalt í málinu og hver er upphafleg merking orðsins flugumaður?

Orðið flugumaður þekkist þegar í fornum heimildum, til dæmis Flateyjarbók, Víga-Glúms sögu og fleiri ritum. Í orðabók Johans Fritzners yfir forna málið (1886: A-Hj: 446) er skýringin (í minni þýðingu): maður sem lætur telja sig á að sækjast eftir lífi einhvers eða svíkja hann fyrir launagreiðslu eða loforð um slíka greiðslu.

Í fornu máli var fluga annars vegar notað um skordýrið en hins vegar í merkingunni ‘agn, tálbeita’. Í síðari alda máli er merkingin aðeins víðari, það er ‘njósnari’ en einnig þekkist merkingin ‘launmorðingi’.

Fluga var í fornu máli notað annars vegar um skordýrið en hins vegar í merkingunni ‘agn, tálbeita’. Í síðari alda máli er merkingin aðeins víðari, það er ‘njósnari, maður sendur til að koma af stað glundroða meðal andstæðinga’ en einnig þekkist merkingin ‘launmorðingi’ (ÍO 2002: A-L bls. 360).

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.4.2024

Spyrjandi

Guðmundur Guðmundsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers konar menn voru flugumenn?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2024. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=85908.

Guðrún Kvaran. (2024, 5. apríl). Hvers konar menn voru flugumenn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85908

Guðrún Kvaran. „Hvers konar menn voru flugumenn?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2024. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85908>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar menn voru flugumenn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Í Íslendingasögunum er oft talað um flugumenn. Hvað er þetta orð gamalt í málinu og hver er upphafleg merking orðsins flugumaður?

Orðið flugumaður þekkist þegar í fornum heimildum, til dæmis Flateyjarbók, Víga-Glúms sögu og fleiri ritum. Í orðabók Johans Fritzners yfir forna málið (1886: A-Hj: 446) er skýringin (í minni þýðingu): maður sem lætur telja sig á að sækjast eftir lífi einhvers eða svíkja hann fyrir launagreiðslu eða loforð um slíka greiðslu.

Í fornu máli var fluga annars vegar notað um skordýrið en hins vegar í merkingunni ‘agn, tálbeita’. Í síðari alda máli er merkingin aðeins víðari, það er ‘njósnari’ en einnig þekkist merkingin ‘launmorðingi’.

Fluga var í fornu máli notað annars vegar um skordýrið en hins vegar í merkingunni ‘agn, tálbeita’. Í síðari alda máli er merkingin aðeins víðari, það er ‘njósnari, maður sendur til að koma af stað glundroða meðal andstæðinga’ en einnig þekkist merkingin ‘launmorðingi’ (ÍO 2002: A-L bls. 360).

Heimildir og mynd:

...