Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað búa margir í Varsjá í Póllandi?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Varsjá er höfuðborg Póllands og jafnframt stærsta borg landsins. Um aldamótin 1900 voru íbúar Varsjár um 700.000. Þeim fjölgaði ört í upphafi tuttugustu aldar og þegar kom fram á þriðja áratuginn hafði íbúafjöldinn náð einni milljón. Stór skörð voru hins vegar höggvin í raðir Varsjárbúa í heimsstyrjöldinni síðari og er talið að 600-800 þúsund þeirra hafi látið lífið á árunum 1939-1944.

Að stríði loknu hófst uppbygging borgarinnar að nýju og íbúum fjölgaði. Í árslok 2001 voru Varsjárbúar 1.609.800 talsins eða tæplega 4,2% pólsku þjóðarinnar samkvæmt upplýsingum frá pólsku hagstofunni.

Í dag eru langflestir íbúar Varsjár pólskir að uppruna. Svo hefur þó ekki alltaf verið því öldum saman deildu hinir kaþólsku Pólverjar borginni með gyðingum, auk fólks af þýskum og rússneskum ættum. Í byrjun 20. aldar var jiddíska í raun töluð af hátt í helmingi Varsjárbúa. Eftir lok heimstyrjaldarinnar síðari hafa íbúar Varsjár verið nær eingöngu rómversk-kaþólskir Pólverjar.



Pólverjar voru rúmlega 38,6 milljónir í lok árs 2001. Af þeim bjuggu um 23,8 milljónir eða 61,7% í þéttbýli og 14,8 milljónir í dreifbýli (38,3%). Fyrir utan Varsjá eru stærstu borgirnar Lódz (797.000 íbúar), Krakow (737.900 íbúar), Wrocklaw (635.900 íbúar) og Poznan (576.000 íbúar).

Heimildir:

Mynd af torgi gamla miðbæjarins: Central European University - Open House Tour

Mynd af Zamkovy torgi: Globetrotter

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.2.2003

Spyrjandi

Birkir Óli Barkarson, f. 1990

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað búa margir í Varsjá í Póllandi?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2003. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3137.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2003, 12. febrúar). Hvað búa margir í Varsjá í Póllandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3137

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað búa margir í Varsjá í Póllandi?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2003. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3137>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað búa margir í Varsjá í Póllandi?
Varsjá er höfuðborg Póllands og jafnframt stærsta borg landsins. Um aldamótin 1900 voru íbúar Varsjár um 700.000. Þeim fjölgaði ört í upphafi tuttugustu aldar og þegar kom fram á þriðja áratuginn hafði íbúafjöldinn náð einni milljón. Stór skörð voru hins vegar höggvin í raðir Varsjárbúa í heimsstyrjöldinni síðari og er talið að 600-800 þúsund þeirra hafi látið lífið á árunum 1939-1944.

Að stríði loknu hófst uppbygging borgarinnar að nýju og íbúum fjölgaði. Í árslok 2001 voru Varsjárbúar 1.609.800 talsins eða tæplega 4,2% pólsku þjóðarinnar samkvæmt upplýsingum frá pólsku hagstofunni.

Í dag eru langflestir íbúar Varsjár pólskir að uppruna. Svo hefur þó ekki alltaf verið því öldum saman deildu hinir kaþólsku Pólverjar borginni með gyðingum, auk fólks af þýskum og rússneskum ættum. Í byrjun 20. aldar var jiddíska í raun töluð af hátt í helmingi Varsjárbúa. Eftir lok heimstyrjaldarinnar síðari hafa íbúar Varsjár verið nær eingöngu rómversk-kaþólskir Pólverjar.



Pólverjar voru rúmlega 38,6 milljónir í lok árs 2001. Af þeim bjuggu um 23,8 milljónir eða 61,7% í þéttbýli og 14,8 milljónir í dreifbýli (38,3%). Fyrir utan Varsjá eru stærstu borgirnar Lódz (797.000 íbúar), Krakow (737.900 íbúar), Wrocklaw (635.900 íbúar) og Poznan (576.000 íbúar).

Heimildir:

Mynd af torgi gamla miðbæjarins: Central European University - Open House Tour

Mynd af Zamkovy torgi: Globetrotter...