Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers konar brauð er ærláfubrauð?

Guðrún Kvaran

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Nýlega rakst ég á orð sem ég er ekki kunnugur úr sóknarlýsingu prests á Norðausturlandi um ca. 1780. Þar stóð: „Fyrir prestinn var borið nýbakað ærláfubrauð". Ekki getið þið útskýrt þetta orð 'ærláfubrauð'?

Í Íslenskri orðabók Eddu (2002:873) er við flettiorðið láfa gefin merkingin ‘sköp konu eða kvendýrs’ og orðið sagt grófyrði.

Ærláfa eða ærláfubrauð er stór og oft ólöguleg kleina. Grófyrðið láfa er haft um ‘sköp konu eða kvendýrs’.

Fyrir mörgum árum spurðist ég fyrir um orðið ærláfa í þætti sem þá var reglulega á dagskrá Ríkisútvarpsins og nefndist Íslenskt mál. Ég fékk svör af vestan-, austan- og norðanverðu landinu en engin frá Suðurlandi. Í svörunum kom fram að ærláfa eða ærláfubrauð væri stór og oft ólöguleg kleina en að minni kleina væri nefnd gimbrarláfa. Líkingin er augljós.

Mynd:
  • FGJ og BSB.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.2.2020

Spyrjandi

Ásgeir Þór Sigmarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers konar brauð er ærláfubrauð?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2020. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77869.

Guðrún Kvaran. (2020, 24. febrúar). Hvers konar brauð er ærláfubrauð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77869

Guðrún Kvaran. „Hvers konar brauð er ærláfubrauð?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2020. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77869>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar brauð er ærláfubrauð?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Nýlega rakst ég á orð sem ég er ekki kunnugur úr sóknarlýsingu prests á Norðausturlandi um ca. 1780. Þar stóð: „Fyrir prestinn var borið nýbakað ærláfubrauð". Ekki getið þið útskýrt þetta orð 'ærláfubrauð'?

Í Íslenskri orðabók Eddu (2002:873) er við flettiorðið láfa gefin merkingin ‘sköp konu eða kvendýrs’ og orðið sagt grófyrði.

Ærláfa eða ærláfubrauð er stór og oft ólöguleg kleina. Grófyrðið láfa er haft um ‘sköp konu eða kvendýrs’.

Fyrir mörgum árum spurðist ég fyrir um orðið ærláfa í þætti sem þá var reglulega á dagskrá Ríkisútvarpsins og nefndist Íslenskt mál. Ég fékk svör af vestan-, austan- og norðanverðu landinu en engin frá Suðurlandi. Í svörunum kom fram að ærláfa eða ærláfubrauð væri stór og oft ólöguleg kleina en að minni kleina væri nefnd gimbrarláfa. Líkingin er augljós.

Mynd:
  • FGJ og BSB.
...