Sólin Sólin Rís 07:00 • sest 19:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:15 • Sest 19:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:15 • Síðdegis: 16:33 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:18 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:00 • sest 19:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:15 • Sest 19:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:15 • Síðdegis: 16:33 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:18 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er spænska veikin kölluð þessu nafni?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Heimsfaraldur inflúensu sem geisaði frá 1918 til 1919 er oft nefndur spænska veikin (e. spanish flu) eða spánska veikin. Ástæðan fyrir þessari nafngift er eftirfarandi: Þegar faraldurinn braust út stóð fyrri heimsstyrjöldin enn yfir. Fjölmiðlar ríkjanna sem stóðu í stríði voru ritskoðaðir og höfðu lítið frelsi til að fjalla um dauðsföll heima fyrir af völdum inflúensunnar. Yfirvöld stríðandi ríkja vildu ekki að andstæðingar fengju upplýsingar um versnandi heilsufar landsmanna. Spánn var hlutlaus þjóð og ekki þátttakandi í fyrri heimsstyrjöldinni. Fjölmiðlar þar í landi gátu óhindrað fjallað um framgang insflúensunnar og dauðsföll heima fyrir. Í spænskum blöðum var veikin iðulega nefnd franska flensan.

Ritskoðaðir fjölmiðlar landanna í kring gátu hins vegar fjallað um faraldurinn á Spáni og þannig varð til sú mynd í hugum margra að uppspretta veikinnar og helsta þungamiðja hennar væri á Spáni. Þannig festist viðurnefnið spænska veikin við heimsfaraldurinn.

Ekki er enn vitað hvar veiran sem olli heimsfaraldrinum kom fyrst fram. Lengi vel var talið að upprunastaðurinn væri Kansas í Bandaríkjunum en nú er það talið ólíklegt. Tveir aðrir staðir þykja koma til greina: Kína og Étaples, norðarlega í Frakklandi. Miklir fólksflutningar sem áttu sér stað þegar tók að hilla undir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar stuðluðu að mikilli útbreiðslu flensunnar.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.9.2025

Spyrjandi

Ástríður Þorsteinsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju er spænska veikin kölluð þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 17. september 2025, sótt 18. september 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87446.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2025, 17. september). Af hverju er spænska veikin kölluð þessu nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87446

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju er spænska veikin kölluð þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 17. sep. 2025. Vefsíða. 18. sep. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87446>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er spænska veikin kölluð þessu nafni?
Heimsfaraldur inflúensu sem geisaði frá 1918 til 1919 er oft nefndur spænska veikin (e. spanish flu) eða spánska veikin. Ástæðan fyrir þessari nafngift er eftirfarandi: Þegar faraldurinn braust út stóð fyrri heimsstyrjöldin enn yfir. Fjölmiðlar ríkjanna sem stóðu í stríði voru ritskoðaðir og höfðu lítið frelsi til að fjalla um dauðsföll heima fyrir af völdum inflúensunnar. Yfirvöld stríðandi ríkja vildu ekki að andstæðingar fengju upplýsingar um versnandi heilsufar landsmanna. Spánn var hlutlaus þjóð og ekki þátttakandi í fyrri heimsstyrjöldinni. Fjölmiðlar þar í landi gátu óhindrað fjallað um framgang insflúensunnar og dauðsföll heima fyrir. Í spænskum blöðum var veikin iðulega nefnd franska flensan.

Ritskoðaðir fjölmiðlar landanna í kring gátu hins vegar fjallað um faraldurinn á Spáni og þannig varð til sú mynd í hugum margra að uppspretta veikinnar og helsta þungamiðja hennar væri á Spáni. Þannig festist viðurnefnið spænska veikin við heimsfaraldurinn.

Ekki er enn vitað hvar veiran sem olli heimsfaraldrinum kom fyrst fram. Lengi vel var talið að upprunastaðurinn væri Kansas í Bandaríkjunum en nú er það talið ólíklegt. Tveir aðrir staðir þykja koma til greina: Kína og Étaples, norðarlega í Frakklandi. Miklir fólksflutningar sem áttu sér stað þegar tók að hilla undir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar stuðluðu að mikilli útbreiðslu flensunnar.

Heimildir:

Mynd:...