Sólin Sólin Rís 10:56 • sest 16:18 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:31 • Síðdegis: 15:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:56 • sest 16:18 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:31 • Síðdegis: 15:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða bóluefni gegn COVID-19 eru helst notuð núna?

Jón Magnús Jóhannesson

COVID-19 borði í flokk
Einn helsti lærdómurinn sem má draga af heimsfaraldri COVID-19 er sá að hröð þróun öruggra, árangursríkra bóluefna gegn sjúkdómi er möguleg í miðjum heimsfaraldri.

Frá því COVID-19 varð að heimsfaraldri hafa margvísleg bóluefni verið þróuð gegn sjúkdómnum; hins vegar eru aðeins örfá þeirra enn í notkun. Flest bóluefni í virkri notkun gegn COVID-19 eru í flokki svonefndra mRNA-bóluefna, enda reynast þau bóluefni hafa besta virkni í að verja gegn sjúkdómi vegna COVID-19.

Þessi mRNA-bóluefni við COVID-19 virka best í að verja gegn alvarlegum sjúkdómi og dauða vegna COVID-19. Þau minnka einnig líkur á að fá COVID-19, að minnsta kosti fyrst eftir bólusetningu, en með tímanum og þróun nýrra afbrigða hefur sú virkni farið minnkandi. Vörnin gegn alvarlegum sjúkdómi hefur hins vegar að mestu haldið sér með tilkomu nýrri afbrigða.

Góður árangur þessara bóluefna nær jafnt til fullorðinna og barna. Enn fremur benda gögn til þess að bóluefnin minnki marktækt líkur á langvinnum afleiðingum á borð við „long-COVID“, þó þessi virkni sé ekki eins góð og vörnin gegn alvarlegum sjúkdómi.

Svo lengi sem engar klárar frábendingar eru til staðar eru mRNA bóluefnin gegn COVID-19 örugg í öllum rannsökuðum aldurshópum og áhættuhópum, þar með talið barnshafandi einstaklingum. Flestar aukaverkanir eru vægar (slappleiki, skammvinnur hiti og stoðkerfisverkir, eymsli á stungustað) en alvarlegri aukaverkanir eru mjög sjaldgæfar. Enn fremur eru alvarlegar afleiðingar COVID-19 mun algengari en alvarlegar afleiðingar bóluefnanna, og bóluefnin minnka almennt líkur á alvarlegum veikindum í samfélaginu sem heild.

Núverandi ráðleggingar um bólusetningu við COVID-19 eru ákvarðaðar af heilbrigðisyfirvöldum í hverju landi fyrir sig. Sóttvarnalæknir á Íslandi hefur gefið út leiðbeiningar fyrir bólusetningu gegn COVID-19 fyrir veturinn 2025 - 2026. Tvö bóluefni eru fáanleg á Íslandi (Comirnaty JN.1 og Comirnaty LP.8.1) og eru þau bæði eingild mRNA-bóluefni sem beinast sérstaklega að ómikron-afbrigði SARS-CoV-2.

Þessa stundina er ekki lögð sérstök áhersla á bólusetningu gegn COVID-19 samhliða inflúensubólusetningum. Heilbrigðisstarfsfólk og einstaklingar 75 ára og eldri geta fengið bólusetningu að eigin ósk en önnur notkun er samkvæmt ákvörðun læknis. Þannig er ráðlegt að allir ræði við sinn lækni um hvort ábending sé til staðar um bólusetningu við COVID-19.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

14.1.2026

Spyrjandi

Sigurður Sigurðsson

Efnisorð

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson. „Hvaða bóluefni gegn COVID-19 eru helst notuð núna?“ Vísindavefurinn, 14. janúar 2026, sótt 14. janúar 2026, https://visindavefur.is/svar.php?id=88253.

Jón Magnús Jóhannesson. (2026, 14. janúar). Hvaða bóluefni gegn COVID-19 eru helst notuð núna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88253

Jón Magnús Jóhannesson. „Hvaða bóluefni gegn COVID-19 eru helst notuð núna?“ Vísindavefurinn. 14. jan. 2026. Vefsíða. 14. jan. 2026. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88253>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða bóluefni gegn COVID-19 eru helst notuð núna?
Einn helsti lærdómurinn sem má draga af heimsfaraldri COVID-19 er sá að hröð þróun öruggra, árangursríkra bóluefna gegn sjúkdómi er möguleg í miðjum heimsfaraldri.

Frá því COVID-19 varð að heimsfaraldri hafa margvísleg bóluefni verið þróuð gegn sjúkdómnum; hins vegar eru aðeins örfá þeirra enn í notkun. Flest bóluefni í virkri notkun gegn COVID-19 eru í flokki svonefndra mRNA-bóluefna, enda reynast þau bóluefni hafa besta virkni í að verja gegn sjúkdómi vegna COVID-19.

Þessi mRNA-bóluefni við COVID-19 virka best í að verja gegn alvarlegum sjúkdómi og dauða vegna COVID-19. Þau minnka einnig líkur á að fá COVID-19, að minnsta kosti fyrst eftir bólusetningu, en með tímanum og þróun nýrra afbrigða hefur sú virkni farið minnkandi. Vörnin gegn alvarlegum sjúkdómi hefur hins vegar að mestu haldið sér með tilkomu nýrri afbrigða.

Góður árangur þessara bóluefna nær jafnt til fullorðinna og barna. Enn fremur benda gögn til þess að bóluefnin minnki marktækt líkur á langvinnum afleiðingum á borð við „long-COVID“, þó þessi virkni sé ekki eins góð og vörnin gegn alvarlegum sjúkdómi.

Svo lengi sem engar klárar frábendingar eru til staðar eru mRNA bóluefnin gegn COVID-19 örugg í öllum rannsökuðum aldurshópum og áhættuhópum, þar með talið barnshafandi einstaklingum. Flestar aukaverkanir eru vægar (slappleiki, skammvinnur hiti og stoðkerfisverkir, eymsli á stungustað) en alvarlegri aukaverkanir eru mjög sjaldgæfar. Enn fremur eru alvarlegar afleiðingar COVID-19 mun algengari en alvarlegar afleiðingar bóluefnanna, og bóluefnin minnka almennt líkur á alvarlegum veikindum í samfélaginu sem heild.

Núverandi ráðleggingar um bólusetningu við COVID-19 eru ákvarðaðar af heilbrigðisyfirvöldum í hverju landi fyrir sig. Sóttvarnalæknir á Íslandi hefur gefið út leiðbeiningar fyrir bólusetningu gegn COVID-19 fyrir veturinn 2025 - 2026. Tvö bóluefni eru fáanleg á Íslandi (Comirnaty JN.1 og Comirnaty LP.8.1) og eru þau bæði eingild mRNA-bóluefni sem beinast sérstaklega að ómikron-afbrigði SARS-CoV-2.

Þessa stundina er ekki lögð sérstök áhersla á bólusetningu gegn COVID-19 samhliða inflúensubólusetningum. Heilbrigðisstarfsfólk og einstaklingar 75 ára og eldri geta fengið bólusetningu að eigin ósk en önnur notkun er samkvæmt ákvörðun læknis. Þannig er ráðlegt að allir ræði við sinn lækni um hvort ábending sé til staðar um bólusetningu við COVID-19.

Heimildir:

Mynd:...