Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7658 svör fundust
Hvert er almennt talið líklegasta banamein þeirra sem voru krossfestir?
Einnig var spurt:Hvernig fara krossfestingar fram? Er hægt að deyja af henni og hvernig gerist það þá? Hvernig var Jesús krossfestur? Í stuttu máli er banamein þeirra sem voru krossfestir ekki þekkt. Hafa verður í huga að heimildir okkar um krossfestingar – bæði fornleifar og ritaðar heimildir – eru fáar og rýr...
Hvaða tungumál eru töluð á Spáni?
Á Spáni eru fjögur opinber tungumál. Þau eru kastilíska (sem alla jafna er nefnd spænska), galisíska, baskneska og katalónska. Spænska er töluð í öllum héruðum landsins, en galisíska í Galisíu, baskneska í Baskalandi og katalónska í Katalóníu. Í þeim héruðum er spænska einnig opinbert mál og hún er það tungumál se...
Getið þið sagt mér eitthvað um síld?
Síld (Clupea harengus) hefur verið kölluð silfur hafsins vegna þeirra verðmæta sem hún skapaði íslensku þjóðinni á síðustu öld. Á þeim árum sem mest veiddist af síld var heildarsíldarafli íslenskra skipa oft yfir 600 þúsund tonn og mest 770 þúsund tonn árið 1966. Síldin var verkuð í þorpum og bæjum víða norðan- o...
Hvað er tónlist?
Flest eigum við ekki í vandræðum með að þekkja tónlist þegar við heyrum hana. Vissulega kemur það fyrir að einhver hljóð sem sumir kunna að meta séu lítils metin af einhverjum öðrum sem segja þá að þetta kalli þeir nú ekki tónlist og að þetta séu jafnvel bara einhver óhljóð. En oftast er það nokkurn veginn á hrein...
Þekkið þið dæmi um störf sem hafa úrelst?
Í tengslum við fjórðu iðnbyltinguna er nokkuð rætt um hvaða áhrif hún muni hafa á vinnumarkaðinn, hvaða störf verða til í framtíðinni og hvaða störf tæknin mun gera óþörf. Það er ekkert nýtt í því að störf taki breytingum, tækninýjungar og samfélagsbreytingar kalla iðulega á ný verkefni og aðra nálgun á það sem f...
Hvað eru erfðaupplýsingar?
Erfðir eru lykileiginleiki lífvera. Lífverur bera í sér kjarnsýrur og afkomendur þeirra fá afrit af þeim, og þannig flytjast upplýsingar milli kynslóða. En hvaða upplýsingar liggja í DNA-þráðum og litningum? Erfðaupplýsingar má flokka gróflega í tvær gerðir. Annars vegar upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir ...
Hvernig eru matur og matarvenjur Dana?
Menningarleg tengsl Íslands og Danmerkur hafa lengi verið sterk og víða má sjá dönsk áhrif í samfélagi okkar. Það á ekki síst við um mataræði en ýmislegt sem ratar á borð Íslendinga er upphaflega komið frá Dönum. Allir kannast til að mynda við gula baunasúpu, hamborgarhrygg með stökkri puru, brúnaðar kartöflur, st...
Hvers vegna tóku Rómverjar upp dýrkun á grísku guðunum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna tóku Rómverjar upp dýrkun á grísku guðunum og hver var munurinn á milli dýrkun Rómverja og Grikkja á guðunum? Bæði Grikkir og Rómverjar voru fjölgyðistrúar, það er trúðu á marga guði. Sumir grísku guðanna voru ævafornir indóevrópskir guðir sem höfðu fylgt G...
Hvað er Rauði herinn og hverjir börðust í honum?
Ýmsir byltingarherir hafa haft mikil áhrif á framvindu sögunnar. Slíkir herir einkennast meðal annars af því að þeir berjast með ákveðna hugmyndafræði að leiðarljósi. Sú hugmyndafræði getur verið þjóðfélagslega framsækin miðað við hugmyndir síns tíma, boðað hugmyndir um afnám einveldis (til dæmis guðlegs konungsva...
Hvers vegna var list svona mikilvæg hjá Forngrikkjum?
List er að finna í öllum mannlegum samfélögum og alls staðar er listsköpun mikilvæg, ekki síður hjá Forngrikkjum en í nútímanum. En list er flókið hugtak og raunar er ef til vill ekki um eitt hugtak að ræða heldur mörg skyld hugtök. Hugum aðeins að því áður en lengra er haldið. Hvernig svo sem listin er skilgre...
Hvaða nöfn á að nota um afbrigði SARS-CoV-2-veirunnar?
Veirur bera nöfn eins og aðrar tegundir lífvera sem hafa verið uppgötvaðar og skilgreindar. Nöfnin eru hugsuð til hægðarauka fyrir mennina, svo hægt sé að ræða og skrifa um veirurnar og eiginleika þeirra. Til að greina sundur afbrigði veirunnar SARS-CoV-2 voru búin til, eða aðlöguð, nokkur kerfi sem byggja á mismu...
Af hverju kemur skugginn?
Spurningunni Af hverju er myrkur? hefur þegar verið svarað hér á Vísindavefnum. Í því svari er útskýrt að myrkur er ekkert annað en skortur á ljósi. Þegar við lýsum á litla styttu sem stendur fyrir framan vegg finnst okkur eins og hún varpi skugga á vegginn. Í rauninni hefur veggurinn verið lýstur upp en minna ...
Er það rétt að fólk sem notar táknmál fái ekki gigt í hendurnar?
Mér vitanlega eru ekki til neinar rannsóknir sem benda til þess að þessir einstaklingar fái síður gigt í fingurna. Almennt má segja að nýjustu rannsóknir bendi til þess að erfðaþættir ráði meiru um hverjir fái sjúkdóma eins og slitgigt í hendur heldur en notkun handanna. Á hinn bóginn má nefna að fólk sem hrey...
Hvað er bananalýðveldi?
Bananalýðveldi eða banana republic eins og það kallast á ensku er orð sem oft er notað í niðrandi merkingu til að lýsa ástandi í tilteknum smáríkjum. Oftast er verið að vísa til smáríkja í Rómönsku Ameríku sem búa við spilltar og óstöðugar ríkisstjórnir og þá oft herstjórnir. Efnahagur þessara landa er oft mjö...
Hvað er skjámiðill?
Orðið „skjámiðill“ er ekki til í gagnasafni Orðabókar Háskólans. Líklegt er að orðið hafi myndast á sama hátt og orðin ljósvakamiðill og prentmiðill, það er að segja sem samheiti yfir miðla sem eiga eitthvað sameiginlegt sem aðgreinir þá frá öðrum miðlum. Orðið „skjámiðill“ væri þá notað sem samheiti yfir miðla s...