Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7658 svör fundust
Kemur orðið "olnbogi" af öðru beini framhandleggs, öln?
Liðurinn milli upphandleggs- og framhandleggsbeins handarbaksmegin hét í fornu máli ölnbogi. Nafnið er leitt af heiti framhandleggsbeinsins sem kallast öln og sett saman úr öln og bogi. Til eru hliðarmyndir af ölnbogi eins og olnbogi, olbogi og albogi. Þær eru allar gamlar í málinu en olbogi er nú einkum notað...
Af hverju kemur nótt á jörðinni?
Jörðin snýst í sífellu um möndul sinn eins og skopparakringla. Ísland snýr þá ýmist að sólu eða frá henni. Þegar við snúum að henni er dagur en þegar við snúum frá henni er nótt; við erum þá í skugga jarðarinnar. Þetta nefnist dægraskipti. Á hverjum tíma er nótt á helmingi jarðarinnar, það er að segja á þeirri ...
Hvernig býr maður til olíu?
Olían sem við notum er unnin úr hráolíu sem finnst í náttúrunni. Þessi vinnsla fer fram í svokölluðum olíuhreinsunarstöðvum. Þegar hráolían er hreinsuð fæst úr henni bæði bensín, dísilolía, steinolía, flugvélabensín, aðrar olíur, jarðgas og tjara sem er til dæmis notuð í malbik. Hægt er að búa til einföld olíu...
Hvað er Atlantshafið margir ferkílómetrar að flatarmáli?
Atlantshafið er næst stærst úthafanna eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvert er stærsta úthafið? Með innhöfum er flatarmál Atlantshafsins 106.460.000 km2 en 82.440.000 km2 ef innhöfin, strandhöf og flóar eru ekki tekin með. Hér sést Atlantshafið utan úr geimnum. Lesendum er bent á að kynna sér...
Hvað merkir að vera snöfurmannlegur?
Lýsingarorðið snöfurmannlegur merkir 'hvatlegur, snöggur, röskur’. Það er náskylt orðinu snöfurlegur ‘snar, snarlegur’ sem þekkist þegar í fornu máli. Sama er að segja um orðið snöfurleiki ‘snerpa, skerpa’. Það er einnig gamalt í málinu. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:924–925) er or...
Hvað eru margir nanómetrar í einum metra?
Eins og fram kemur í svari okkar við spurningunni Hver eru heiti allra eininga metrakerfisins? Hvað ræður nafngiftinni? þá er einn milljarður nanómetra í einum metra. Í þessu sama svari er tafla sem sýnir hvað forskeyti metrakerfisins merkja. Í svari Viðars Guðmundssonar við spurningunni Hvað er nanótækni? kemu...
Er til orðatiltækið 'að setja miðið hátt'? Mér finnst það hljóma betur en 'að setja markið hátt'
Í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans er engin heimild um sambandið að setja miðið hátt. Aftur á móti er vel þekkt að maður setji markið hátt ef hann ætlar sér mikið. Mark merkir þarna ‛markmið, takmark; skotmark’. Sá sem setur sér metnaðarfullt markmið stefnir hátt. Orðasambandið þekkist frá síðari hluta 20...
Voru víkingar einhvern tímann góðhjartaðir?
Í sem stystu máli mætti segja að svarið væri nei, víkingar voru ekki góðhjartaðir. En eins og oft vill verða með svona spurningar er svarið að verulegu leyti fólgið í merkingu orðanna, hér merkingu orðsins víkingur. Því þarf að útskýra ýmislegt áður en komist er að þessari niðurstöðu. Sverrir Jakobsson sagnfræð...
Fyrir hvað vann John Nash Nóbelsverðlaun og hvert var framlag hans til hagfræðinnar?
Um þessar mundir er sennilega óhætt að fullyrða að frægasti hagfræðingur heims sé Bandaríkjamaðurinn John Forbes Nash. Það er vel af sér vikið af manni sem ekki er hagfræðingur og hefur ekki unnið innan fræðasviðsins í nær hálfa öld. Nash fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1994. Þótt eftir því hafi verið tekið ...
Hvað ef Þjóðverjar hefðu verið á undan að hernema Ísland, væri þá menning okkar og kannski mál öðruvísi í dag?
„Ja, natürlich,“ væri freistandi svar við spurningunni. Hefðu Þjóðverjar hernumið Ísland á undan Bretum árið 1940, haldið völdum hér og æ síðan ráðið ríkjum um gervalla Evrópu, jafnvel víðar, þá hefði það vitaskuld haft áhrif á menningu okkar og tunguna sömuleiðis. Frelsi væri væntanlega af skornum skammti og einr...
Hvaða réttindi höfðu konur á Íslandi árið 1918?
Árið 1918 nutu konur ekki fulls jafnréttis á við karlmenn þótt mikilvægum áföngum væri náð. Af þeim málum sem kvennahreyfingin barðist hvað harðast fyrir um aldamótin 1900 var réttur til menntunar einu réttindin sem konur höfðu án takmarkana. Lög sem veittu konum sama aðgang að menntun, embættum og námsstyrkjum v...
Hvaða áhrif hefur eldfjallaaska á lífríkið?
Í Eyjafjallajökulsgosinu í apríl 2010 gafst einstakt tækifæri til að rannsaka tvístrun kviku af sömu efnasamsetningu sem sundraðist í snertingu við jökulbráðvatn fyrstu daga gossins en síðar við tvístrun kviku í andrúmslofti þegar gígbarmarnir héldu vatni frá gosrásinni og hraun rann niður Gígjökul. Engin sýru...
Hvaða skordýr á Íslandi henta vel í matseld?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Sameinuðu þjóðirnar hvetja fólk til að auka neyslu á skordýrum. Hvaða skordýr á Íslandi henta vel í matseld? Er eitthvað sem ber að varast? Skordýr sem fæða handa mönnum komust almennilega á dagskrá í hinum vestræna heimi eftir útgáfu skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar S...
Hvaða skilyrði þarf frumefni að uppfylla svo það teljist málmur?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða skilyrði þarf frumefni að uppfylla svo það teljist málmur? (t.d.efnaeiginleikar og svo framvegis.) Frumefni (e. element eða chemical element) eru grunnefni heimsins sem allt annað efni er samsett úr. Alls eru 118 frumefni þekkt í dag; 94 þeirra (frumefni 1-94) ha...
Hvað er pönk?
Engin undirstefna dægurtónlistarinnar – fyrir utan sjálft frumrokkið (Elvis Presley og fleiri) – hefur haft jafn umbyltandi áhrif og pönkið. Stefnan kom fram á áttunda áratugnum, samhliða í Bretlandi og Bandaríkjunum. Fyrst um sinn þróaðist hún í andstöðu við vinsældatónlist sem hafði tekið sér bólfestu í meginstr...