Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 528 svör fundust

category-iconSálfræði

Hver var Burrhus Frederic Skinner og hvert var framlag hans til vísindanna?

Er ekki augljóst að hegðun fólks ræðst af sálarlífi þess? Að fólk aðhefst vegna þess sem það hugsar, veit, vill og finnur til? Í daglegum samskiptum taka flestir þessu sem gefnum hlut og lesa tilfinningu, hugsun og löngun – meðvitaða og ómeðvitaða – í hugskot samferðamanna. Er ekki jafnaugljóst að ef sálfræði á að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýrategund telur flesta einstaklinga?

Upprunalega spurningin var: Hvert er fjölmennasta dýr jarðar eða hvaða tegund? Stutta svarið er að það er ekki vitað hvaða einstaka tegund telur flesta einstaklinga en það er væntanlega einhver smár hryggleysingi. Tölur um stofnstærðir eru alltaf mat vísindamanna því ógerlegt er að telja alla einstaklin...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Geta karlar orðið óléttir og geta konur framleitt sæðisfrumur?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Af hverju getur karlinn ekki átt barnið? Væri hægt að setja sæði í konuna og eggið í karlinn? (Sólrún Agla) Af hverju fæða strákar ekki börn? (Guðni Oddsson) Geta karlmenn verið óléttir? Það er, geta þeir gengið með börn alveg eins og konur? (Guðni Leifur) Geta karlar orð...

category-iconLífvísindi: almennt

Hafa erfðaþættir áhrif á veirusýkingar?

Upprunalega spurningin var: Skipta erfðir hýsils máli í sýkingum vegna veira eða annara sýkla? Breytileiki í einkennum lífvera orsakast af erfðum, umhverfi, samspili hvoru tveggja eða tilviljunum. Munur er á styrk áhrifanna eftir eiginleikum. Form vængja ávaxtaflugna eða munnvídd fólks eru dæmi um breytilei...

category-iconLæknisfræði

Af hverju tók ómíkron yfir önnur afbrigði veirunnar og hætta þau þá að smita?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað verður til þess að ein veira yfirtekur aðra eins og núna þegar talað er um að ómíkron sé að taka yfir delta? Af hverju hættir veira allt í einu að smitast þegar annað afbrigði hennar kemur fram? Veirur geta ekki fjölgað sér sjálfar heldur á fjölgun þeirra sér stað innan f...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta plöntur ekki bundið nitur eins og koltvísýring?

Stutta svarið Þetta er ágætis spurning og stutta svarið við henni er að plöntur geta ekki bundið nitur af sjálfsdáðum. Nitur (einnig nefnt köfnunarefni) er algengasta frumefnið í andrúmsloftinu en er þó takmarkandi þáttur í mörgum vistkerfum, einmitt vegna þess að plöntur geta ekki tekið það beint úr loftinu. L...

category-iconJarðvísindi

Bera jökulár næringarefni til sjávar og væri hægt að skófla þeim upp og sturta í sjóinn ef árnar hverfa?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er það rétt að jökulárnar okkar beri næringarefni fram í sjóinn sem fiskurinn lifir á? Ef svo er hvaðan koma þessi næringarefni upprunalega? Væri kannski hægt að skófla þessum næringarefnum upp og sturta í sjóinn án þess að nota jökulárnar? Stutta svarið: Rétt er að jökulárnar ...

category-iconHagfræði

Hvenær voru pappírspeningar fundnir upp?

Spurningin hljóðaði upphaflega svona: Hvernig verða peningar til? Peningar geta verið af þrennu tagi. Í fyrsta lagi vara sem er verðmæti í sjálfum sér (e. commodity money), líkt og mynt sem slegin er úr eðalmálmum, svo sem gulli, silfri eða kopar. Í öðru lagi bein ávísun á verðmæti (e. representative money) se...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er kolefnisbinding?

Með hugtakinu kolefnisbinding er einfaldlega átt við það þegar kolefni (C) í andrúmsloftinu binst til lengri tíma, til dæmis gróðri eða jarðvegi. Líf er sú birtingarmynd kolefnis sem við höfum hvað mestan áhuga á, enda erum við lífverur. Þó er mun meira kolefni í efnasamböndum utan lífríkisins, til dæmis í kolt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er vitað um rauða hænsnamítilinn á Íslandi?

Rauði hænsnamítillinn Dermanyssus gallinae (Mesostigmata, Acari) fannst nýverið í miklu magni í húsi fimm varphænsna í bakgarði íbúðarhúss í vesturbæ Kópavogs. Vikurnar á undan hafði varp hænsnanna minnkað og ein hænan drepist. Hér á eftir verður leitast við að svara spurningunni um það hvort þetta sníkjudýr sé al...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að reikna hvernig sjúkdómar eins og COVID-19 breiðast út?

Nokkrir hafa spurt Vísindavefinn spurninga um það hvenær COVID-19-faraldurinn nái hámarki sínu á Íslandi og hvernig slíkt sé reiknað út. Hér er eftirfarandi spurningu svarað: Er hægt að reikna hvernig sjúkdómar breiðast þegar faraldur eða heimsfaraldur gengur yfir? Hvernig er það gert? Þetta er athyglisverð spu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er dýralífið í Marokkó?

Marokkó í Norður-Afríku er eitt þriggja landa í heiminum sem á strönd bæði að Atlants- og Miðjarðarhafi. Líffræðilegur fjölbreytileiki er töluvert mikill í Marokkó enda eru náttúrlegar aðstæður, landslag, veður- og gróðurfar, nokkuð ólíkar eftir því hvar í landinu borið er niður. Landið er fjalllent, í norðurhluta...

category-iconLæknisfræði

Hvaða sjúkdómur er sá „banvænasti“?

Erfitt er að tilgreina einn sjúkdóm sem þann banvænasta, sérstaklega þar sem áhrif sjúkdóma á fólk fara mikið eftir heilsufarsástandi hvers og eins sem og aðgangi að heilbrigðisþjónustu. Sem dæmi má nefna að kvef getur dregið alnæmissjúkling til dauða en er aðeins minniháttar kvilli fyrir þá sem eru heilbrigðir a...

category-iconVísindi almennt

Eru skrímsli til?

Fljótt á litið kann einfalda svarið að virðast vera: Nei, skrímsli eru ekki til í raun og veru. Hið rétta er að svarið er flóknara en svo og öllu áhugaverðara. Það er nokkuð á reiki hvaða eiginleikum lífvera þarf að vera búin til að teljast skrímsli því þeir eiginleikar eru breytilegir frá einum tíma til annars...

category-iconEfnafræði

Er eldfjallagas þungt eða létt?

Þetta er góð spurning og mikilvæg þegar þetta er skrifað og við getum átt von á eldfjallagösum upp úr jörðinni hvenær sem er. Þau eru af ýmsum tegundum og áhrif þeirra á menn og náttúru ráðast einkum af efnafræðilegum eiginleikum þeirra eða kæfandi áhrifum. Þyngd eða eðlismassi (massa á rúmmálseiningu, oft mælt í ...

Fleiri niðurstöður