Sólin Sólin Rís 05:47 • sest 21:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:52 • Sest 06:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:29 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:11 • Síðdegis: 20:41 í Reykjavík

Hvernig er dýralífið í Marokkó?

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Marokkó í Norður-Afríku er eitt þriggja landa í heiminum sem á strönd bæði að Atlants- og Miðjarðarhafi. Líffræðilegur fjölbreytileiki er töluvert mikill í Marokkó enda eru náttúrlegar aðstæður, landslag, veður- og gróðurfar, nokkuð ólíkar eftir því hvar í landinu borið er niður. Landið er fjalllent, í norðurhlutanum við Miðjarðarhafið eru Riffjöll og eftir miðju landinu, frá norðvestri til suðvesturs, liggur Atlasfjallgarðurinn. Suðurhluti landsins tilheyrir síðan Sahara-eyðimörkinni.

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að í stuttu svari á Vísindavefnum er engin leið að gefa tæmandi upplýsingar um dýralíf tiltekins lands eða svæðis, heldur einungis hægt að nefna örfá dæmi. Þótt hér á eftir sé stundum tilgreindur fjöldi tegunda er rétt að hafa þann fyrirvara að heimildum ber ekki alltaf nákvæmlega saman. Það helgast meðal annars af því að fræðimenn geta flokkað tegundir á mismunandi hátt, flokkun breytist og eins er enn verið að greina nýjar tegundir.

Serkjaapinn (Macaca sylvanus) er eina tegund prímata sem lifir norðan Sahara-eyðimerkurinnar. Hann lifir í Marokkó, á litlu svæði í Alsír og á Gíbraltar.

Samkvæmt válista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN)[1] finnast að minnsta kosti 102 tegundir villtra spendýra í Marokkó. Að öllum líkindum er serkjaapinn eða gíbraltarapinn (Macaca sylvanus, e. barbary macaque) best þekkta spendýrið í Marokkó en heimkynni hans eru í Rif- og Atlasfjöllum upp í allt að rúmlega 2000 m hæð. Þetta er eina tegund prímata sem lifir norðan Sahara eyðimerkurinnar (fyrir utan mannskepnuna að sjálfsögðu) og eina tegundin af ætt makakíapa sem finnst utan Asíu. Áður fannst serkjaapinn nokkuð víða í Norður-Afríku frá Líbíu til Marokkó en í dag er hann aðeins að finna á litlu svæði í Alsír og á Gíbraltar syðst í Evrópu auk Marokkó. Tegundinni hefur hnignað undanfarna áratugi og er talin vera í hættu.

Af öðrum tegundum sem teljast til stórra spendýra má nefna evrasíska villisvínið (Sus scrofa, e. wild boar) og nokkrar tegundir antílópa. Staða þessara tegunda er nokkuð misjöfn, villisvínið virðist standa sterkum fótum og er nokkuð útbreitt en antílópurnar eru í viðkvæmari stöðu. Sem dæmi má nefna cuvier-antilópuna (Gazella cuvieri, e. cuvier's gazelle) sem finnst á afmörkuðum svæðum í Atlasfjöllunum en ofveiði hefur valdið því að tegundinni hefur hnignað verulega.

Eyðimerkurrefurinn (Vulpes zerda) er eitt þeirra spendýra sem finnast í Marokkó en hann er hluti af fánu Sahara-vistkerfisins.

Af minni tegundum spendýra má nefna faraósmanga (Herpestes ichneumon, e. egyptian mongoose) og smávíslu (Mustela nivalis, e. common weasel) en einnig eyðimerkurdýr eins og sandköttinn (Felis margarita, e. sand cat) og eyðimerkurrefinn (Vulpes zerda, e. fennec fox) sem eru hluti af fánu Sahara-vistkerfisins. Af enn smærri spendýrum má til dæmis nefna rottur, mýs, norður-afríska gerbillinn (Dipodillus campestris, e. north african gerbil), stökkmýs (Jaculus spp), berba-jarðíkornann (Atlantoxerus getulus, e. barbary ground squirrel) og nagara eins og höfðahéra (Lepus capensis, e. cape hare) og keðjumýs (Crocidura spp). Þá má einnig finna um tuttugu tegundir af leðurblökum (Chiroptera) í landinu.

Landið einnig ríkt af skriðdýrum en alls finnast 116 skriðdýrategundir í Marokkó.[2] Af þeim eru 107 tegundir hreisturdýra (eðlur, slöngur, ormeðlur) og níu skjaldbökutegundir. Sem dæmi um algengt skriðdýr má nefna mára-gekkóa (Tarentola mauritanica, e. moorish gecko) sem finnst einnig á Íberíuskaga og í fleiri löndum við Miðjarðarhafið. Önnur algeng tegund eðla er íberíska veggeðlan (Podarcis hispanicus, e. Iberian wall lizard). Meðal þeirra 27 snákategunda sem finnast í Marokkó er aspisnaðra (Naja haje, e.egyptian cobra) sem er einn eitraðasti snákur Norður-Afríku.

Mára-gekkó (Tarentola mauritanica) er algengt skriðdýr í Marokkó.

Þrátt fyrir að 31 skriðdýrategund í Marokkó sé einlend, það er finnist aðeins þar í landi og hvergi annars staðar, er aðeins mjög lítill hluti skriðdýrategunda í landinu talinn vera í hættu samkvæmt IUCN þó vissulega hafa tegundir horfið úr skriðdýrafánu landsins. Þar má til dæmis nefna að áður fyrr teygði útbreiðsla vestur-afríska krókódílsins eða eyðimerkurkrókódíllinn (Crocodylus suchus, e. west african crocodile) sig inn fyrir landamæri Marokkó en hann hefur horfið þaðan vegna ofveiði.

Froskdýrategundir í Marokkó eru 14. Að minnsta kosti ein tegund, Pelobates varaldii (e. moroccan spadefoot toad) sem er af skóflufroskaætt og lifir í norðvesturhluta landsins, er einlend í Marokkó. Tegundin er jafnframt eina froskdýrategundin í Marokkó sem telst vera í hættu samkvæmt válista IUCN. Þrjár aðrar tegundir geta talist nánast einlendar þar sem um eða yfir 95% af heildarstofninum finnst í landinu.

Munkaíbis (Geronticus eremita) var áður útbreiddur víða um Mið-Austurlönd, norðanverða Afríku og suðurhluta Evrópu nú er tegundin að mestu bundin við Marokkó.

Fuglalíf í Marokkó er afar fjölskrúðugt en heimildum ber alls ekki saman um hversu margar fuglategundir finnast í landinu, allt frá rúmlega 430 til 510. Inni í þessum tölum eru staðbundnar tegundir sem halda til í Marokkó allt árið, tegundir sem verpa í landinu en hafa vetursetu annars staðar og tegundir sem hafa vetursetu í Marokkó en verpa annars staðar. Því til viðbótar er landið í farleið fjölda tegunda á leið milli varpstöðva í Evrópu og vetrarstöðva í Afríku.

Samkvæmt IUCN eru 11 fuglategundir í Marokkó í hættu eða mikilli hættu. Ein þeirra er munkaíbis (Geronticus eremita, e. northern bald ibis) sem áður var útbreiddur víða um Mið-Austurlönd, norðanverða Afríku og suðurhluta Evrópu, þaðan sem hann hvarf fyrir um 300 árum. Nú er tegundin að mestu bundin við Marokkó en talið er að árið 2019 hafi marokkóski stofninn verið rétt um 700 einstaklingar. Herfugl (Upupa epops, e. Eurasian hoopoe) er hins vegar dæmi um fuglategund sem stendur afar vel og er algengt að finna til dæmis í görðum, graslendi og á gresjum. Loks má nefna kjarrskottu (Phoenicurus moussieri, e. moussier's redstart ) sem er þjóðarfugl Marokkó.

Tilvísanir:
  1. ^ Á vef IUCN má fletta upp öllum þeim tegundum sem nefndar eru í þessu svari og fá nánari upplýsingar.
  2. ^ IUCN segir skriðdýrategundirnar vera 96 en í grein frá 2021 eftir Bouazza o.fl. (sjá heimildaskrá) eru tegundirnar sagðar 116.

Heimildir og myndir:

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.5.2023

Spyrjandi

Svala

Tilvísun

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvernig er dýralífið í Marokkó?“ Vísindavefurinn, 17. maí 2023. Sótt 17. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83043.

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2023, 17. maí). Hvernig er dýralífið í Marokkó? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83043

Jón Már Halldórsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvernig er dýralífið í Marokkó?“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2023. Vefsíða. 17. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83043>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er dýralífið í Marokkó?
Marokkó í Norður-Afríku er eitt þriggja landa í heiminum sem á strönd bæði að Atlants- og Miðjarðarhafi. Líffræðilegur fjölbreytileiki er töluvert mikill í Marokkó enda eru náttúrlegar aðstæður, landslag, veður- og gróðurfar, nokkuð ólíkar eftir því hvar í landinu borið er niður. Landið er fjalllent, í norðurhlutanum við Miðjarðarhafið eru Riffjöll og eftir miðju landinu, frá norðvestri til suðvesturs, liggur Atlasfjallgarðurinn. Suðurhluti landsins tilheyrir síðan Sahara-eyðimörkinni.

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að í stuttu svari á Vísindavefnum er engin leið að gefa tæmandi upplýsingar um dýralíf tiltekins lands eða svæðis, heldur einungis hægt að nefna örfá dæmi. Þótt hér á eftir sé stundum tilgreindur fjöldi tegunda er rétt að hafa þann fyrirvara að heimildum ber ekki alltaf nákvæmlega saman. Það helgast meðal annars af því að fræðimenn geta flokkað tegundir á mismunandi hátt, flokkun breytist og eins er enn verið að greina nýjar tegundir.

Serkjaapinn (Macaca sylvanus) er eina tegund prímata sem lifir norðan Sahara-eyðimerkurinnar. Hann lifir í Marokkó, á litlu svæði í Alsír og á Gíbraltar.

Samkvæmt válista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN)[1] finnast að minnsta kosti 102 tegundir villtra spendýra í Marokkó. Að öllum líkindum er serkjaapinn eða gíbraltarapinn (Macaca sylvanus, e. barbary macaque) best þekkta spendýrið í Marokkó en heimkynni hans eru í Rif- og Atlasfjöllum upp í allt að rúmlega 2000 m hæð. Þetta er eina tegund prímata sem lifir norðan Sahara eyðimerkurinnar (fyrir utan mannskepnuna að sjálfsögðu) og eina tegundin af ætt makakíapa sem finnst utan Asíu. Áður fannst serkjaapinn nokkuð víða í Norður-Afríku frá Líbíu til Marokkó en í dag er hann aðeins að finna á litlu svæði í Alsír og á Gíbraltar syðst í Evrópu auk Marokkó. Tegundinni hefur hnignað undanfarna áratugi og er talin vera í hættu.

Af öðrum tegundum sem teljast til stórra spendýra má nefna evrasíska villisvínið (Sus scrofa, e. wild boar) og nokkrar tegundir antílópa. Staða þessara tegunda er nokkuð misjöfn, villisvínið virðist standa sterkum fótum og er nokkuð útbreitt en antílópurnar eru í viðkvæmari stöðu. Sem dæmi má nefna cuvier-antilópuna (Gazella cuvieri, e. cuvier's gazelle) sem finnst á afmörkuðum svæðum í Atlasfjöllunum en ofveiði hefur valdið því að tegundinni hefur hnignað verulega.

Eyðimerkurrefurinn (Vulpes zerda) er eitt þeirra spendýra sem finnast í Marokkó en hann er hluti af fánu Sahara-vistkerfisins.

Af minni tegundum spendýra má nefna faraósmanga (Herpestes ichneumon, e. egyptian mongoose) og smávíslu (Mustela nivalis, e. common weasel) en einnig eyðimerkurdýr eins og sandköttinn (Felis margarita, e. sand cat) og eyðimerkurrefinn (Vulpes zerda, e. fennec fox) sem eru hluti af fánu Sahara-vistkerfisins. Af enn smærri spendýrum má til dæmis nefna rottur, mýs, norður-afríska gerbillinn (Dipodillus campestris, e. north african gerbil), stökkmýs (Jaculus spp), berba-jarðíkornann (Atlantoxerus getulus, e. barbary ground squirrel) og nagara eins og höfðahéra (Lepus capensis, e. cape hare) og keðjumýs (Crocidura spp). Þá má einnig finna um tuttugu tegundir af leðurblökum (Chiroptera) í landinu.

Landið einnig ríkt af skriðdýrum en alls finnast 116 skriðdýrategundir í Marokkó.[2] Af þeim eru 107 tegundir hreisturdýra (eðlur, slöngur, ormeðlur) og níu skjaldbökutegundir. Sem dæmi um algengt skriðdýr má nefna mára-gekkóa (Tarentola mauritanica, e. moorish gecko) sem finnst einnig á Íberíuskaga og í fleiri löndum við Miðjarðarhafið. Önnur algeng tegund eðla er íberíska veggeðlan (Podarcis hispanicus, e. Iberian wall lizard). Meðal þeirra 27 snákategunda sem finnast í Marokkó er aspisnaðra (Naja haje, e.egyptian cobra) sem er einn eitraðasti snákur Norður-Afríku.

Mára-gekkó (Tarentola mauritanica) er algengt skriðdýr í Marokkó.

Þrátt fyrir að 31 skriðdýrategund í Marokkó sé einlend, það er finnist aðeins þar í landi og hvergi annars staðar, er aðeins mjög lítill hluti skriðdýrategunda í landinu talinn vera í hættu samkvæmt IUCN þó vissulega hafa tegundir horfið úr skriðdýrafánu landsins. Þar má til dæmis nefna að áður fyrr teygði útbreiðsla vestur-afríska krókódílsins eða eyðimerkurkrókódíllinn (Crocodylus suchus, e. west african crocodile) sig inn fyrir landamæri Marokkó en hann hefur horfið þaðan vegna ofveiði.

Froskdýrategundir í Marokkó eru 14. Að minnsta kosti ein tegund, Pelobates varaldii (e. moroccan spadefoot toad) sem er af skóflufroskaætt og lifir í norðvesturhluta landsins, er einlend í Marokkó. Tegundin er jafnframt eina froskdýrategundin í Marokkó sem telst vera í hættu samkvæmt válista IUCN. Þrjár aðrar tegundir geta talist nánast einlendar þar sem um eða yfir 95% af heildarstofninum finnst í landinu.

Munkaíbis (Geronticus eremita) var áður útbreiddur víða um Mið-Austurlönd, norðanverða Afríku og suðurhluta Evrópu nú er tegundin að mestu bundin við Marokkó.

Fuglalíf í Marokkó er afar fjölskrúðugt en heimildum ber alls ekki saman um hversu margar fuglategundir finnast í landinu, allt frá rúmlega 430 til 510. Inni í þessum tölum eru staðbundnar tegundir sem halda til í Marokkó allt árið, tegundir sem verpa í landinu en hafa vetursetu annars staðar og tegundir sem hafa vetursetu í Marokkó en verpa annars staðar. Því til viðbótar er landið í farleið fjölda tegunda á leið milli varpstöðva í Evrópu og vetrarstöðva í Afríku.

Samkvæmt IUCN eru 11 fuglategundir í Marokkó í hættu eða mikilli hættu. Ein þeirra er munkaíbis (Geronticus eremita, e. northern bald ibis) sem áður var útbreiddur víða um Mið-Austurlönd, norðanverða Afríku og suðurhluta Evrópu, þaðan sem hann hvarf fyrir um 300 árum. Nú er tegundin að mestu bundin við Marokkó en talið er að árið 2019 hafi marokkóski stofninn verið rétt um 700 einstaklingar. Herfugl (Upupa epops, e. Eurasian hoopoe) er hins vegar dæmi um fuglategund sem stendur afar vel og er algengt að finna til dæmis í görðum, graslendi og á gresjum. Loks má nefna kjarrskottu (Phoenicurus moussieri, e. moussier's redstart ) sem er þjóðarfugl Marokkó.

Tilvísanir:
  1. ^ Á vef IUCN má fletta upp öllum þeim tegundum sem nefndar eru í þessu svari og fá nánari upplýsingar.
  2. ^ IUCN segir skriðdýrategundirnar vera 96 en í grein frá 2021 eftir Bouazza o.fl. (sjá heimildaskrá) eru tegundirnar sagðar 116.

Heimildir og myndir:...