Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Geta karlar orðið óléttir og geta konur framleitt sæðisfrumur?

Erna Magnúsdóttir

Hér er svarað eftirfarandi spurningum:
 • Af hverju getur karlinn ekki átt barnið? Væri hægt að setja sæði í konuna og eggið í karlinn? (Sólrún Agla)
 • Af hverju fæða strákar ekki börn? (Guðni Oddsson)
 • Geta karlmenn verið óléttir? Það er, geta þeir gengið með börn alveg eins og konur? (Guðni Leifur)
 • Geta karlar orðið óléttir? (Hanna Björg)
 • Geta konur framleitt sæði? (Bíbí Jónsdóttir)

Kyn einstaklings ákvarðast í fósturþroska og þá oftast eftir því hvaða kynlitninga frumur einstaklingsins bera. Einstaklingur með tvo X-litninga (XX) fer í gegnum kvenkynskynákvörðun og kynþroska en einstaklingur með einn X-litning og einn Y-litning (XY) fer í gegnum karlkynskynákvörðun og kynþroska. Í kjölfar kynákvörðunar hefst þroskun kynkerfis fóstursins og við kynþroska lýkur kynákvörðunarferlinu þegar einstaklingur hefur framleiðslu á eggfrumum eða sáðfrumum og kynfæri og kynkirtlar taka að starfa.

Snemma á fósturþroska karlkynsfósturs fer því af stað atburðarás sem veldur því að kynkirtlar örva myndun karlkynskímfruma sem síðar þroskast yfir í sæðisfrumur við kynþroska. Þegar þessir ferlar fara af stað ræsast boðferlar sem passa upp á það að kvenkynsákvörðun sé bæld á sama tíma og þroskun karlkynskynkerfis er örvuð. Þannig þroskast kynkirtlar og verða eistu en ytri kynfæri verða meðal annars að getnaðarlim og sáðrásir tengja hann við eistun. Myndun eggjastokka, legs og legganga er hins vegar bæld.

Karlar geta ekki orðið óléttir þar sem þá skortir bæði leg og innkirtla (eggjastokka) til þess að styðja við meðgöngu.

Forsenda þess að spendýr verði ólétt er sú að það hafi til að bera bæði leg fyrir fóstur til að vaxa í og svo innkirtla sem styðja meðgöngu með viðeigandi hormónaframleiðslu. Því geta karlar ekki orðið óléttir þar sem þá skortir bæði leg og innkirtla (eggjastokka) til þess að styðja við meðgöngu.

Að sama skapi við kvenkynskynákvörðun XX-einstaklings verða til eggjastokkar sem útiloka myndun eistna og þar með sáðfrumumyndun. Konur geta því ekki framleitt sæðisfrumur því eggjastokkar styðja einungis við myndun eggfruma líkt og eistu styðja aðeins við myndun sæðisfruma.

Hins vegar fer kynákvörðun ekki ávallt fram á svo stíft tvíhneigðan hátt og er vísindafólk farið að gera sér grein fyrir því að erfða- og þroskunarfræðilega megi sjá fyrir sér kynákvörðunarróf, þar sem flestir einstaklingar eru annaðhvort lengst kvenkyns- eða lengst karlkynsmegin á rófinu og bera því ótvíræða kvenkyns- eða karlkynssvipgerð. Ýmsir erfðabreytileikar geta hins vegar valdið því að kynákvörðun einstaklings sé nær miðju rófsins og verður svipgerðin þá einhvers staðar á milli kvenkyns og karlkyns, þar sem einstaklingur ber ytri og innri einkenni sem geta annaðhvort svipað að hluta til beggja kynja eða haft ákveðin karlkynseinkenni en önnur kvenkynseinkenni.

Konur geta ekki framleitt sæðisfrumur því eggjastokkar styðja einungis við myndun eggfruma líkt og eistu styðja aðeins við myndun sæðisfruma.

Þannig getur of há tjáning gensins WNT4 í kynkirtlum XY-einstaklings í fósturþroska leitt til þess að í stað eiginlegra eista verði til svokölluð „ovotestis“ eða kynkirtlar með svæðum þar sem skiptast á einkenni eggjastokka og eistna. Einstaklingar með þessa svipgerð eru jafnan ófrjóir. Jafnframt veldur stökkbreyting í geni á Y-litningi, sem kallast SRY og skráir fyrir prótíni sem kallast „testis determining factor“ og stjórnar karlkynskynákvörðun, því að þrátt fyrir að einstaklingurinn beri Y-litning verður kvenkynskynákvörðun og þroskun kvenkynfæra í stað þroskun karlkynskynkerfis. Þó verður kvenkynskynákvörðunin ófullkomin og eggjastokkar þroskast óeðlilega og einstaklingurinn verður ófrjór.

Að lokum er freistandi að segja frá því að til eru einstaklingar sem bera bæði frumur að arfgerð XX og XY. Þetta er mjög fágætt og á sér stað þegar tvö egg frjóvgast á sama tíma, annað af sáðfrumu með X-litning og hitt með sáðfrumu með Y-litning. Nær ávallt leiðir þetta til þess að kona gengur með tvíeggja tvíbura. Í einstaka tilfelli getur það gerst að fósturvísarnir tveir renni saman áður en þeir hreiðra um sig í leginu og úr því verður svokallaður blendingur eða kímera. Nafngiftin er fengin úr grískri goðafræði og vísar til óvættar sem var samsettur úr mörgum mismunandi dýrum. Erfðafræðileg kímera er hins vegar lífvera sem samanstendur úr frumum mismunandi fósturvísa.

Í flestum tilvikum eru einstaklingar sem eru kímerur með frumur af hvor sinni arfgerð kynlitninga, það er bæði XX og XY, ófrjóir þar sem kynákvörðun fer úr skorðum. Þó hafa fundist nokkrir frjóir einstaklingar með þessa tegund kímerisma, meðal annars kona sem átti tvær dætur og hafði öll kvenkynseinkenni, en á þriðju meðgöngu uppgötvaðist að hún bar bæði XX- og XY-frumur. Hún bar þó ekki með sér nokkur einkenni karlkynskynákvörðunar og var einungis með kvenkynskynkritla, innri og ytri kynfæri og telst því læknisfræðilega vera kona. Því er ekki hægt að segja að hér hafi karlmaður orðið óléttur þótt hluti fruma konunnar beri Y-litning.

Rétt er að taka fram að í þessu svari er einungis rætt um líffræðilegt kyn eins og það er ákvarðað erfðafræðilega og lýsir sér í þroskun líkamlegrar svipgerðar, en ekki kyngervi.

Hugtakið kyngervi vísar meðal annars til félagslegra og sálfræðilegra eiginleika og upplifun einstaklinga á eigin kyni og samfélagslegar væntinga til einstaklinga.

Í tilfelli transfólks eru vissulega til trans-konur sem geta framleitt sæðisfrumur og trans-karlar sem hafa og geta orðið óléttir.

Heimildir:
 • Sadler TW. Langman’s Medical Embryology. LWW; 2014.
 • Ainsworth C. Sex redefined. Nature. 2015;518(7539):288-291. doi:10.1038/518288a.
 • James PA, Rose K, Francis D, Norris F, Al JET. High-Level 46XX / 46XY Chimerism Without Clinical Effect in a Healthy Multiparous Female. 2011;(September):2484-2488. doi:10.1002/ajmg.a.34123.

Myndir:

Höfundur

Erna Magnúsdóttir

dósent í lífeinda- og líffærafræði við læknadeild HÍ

Útgáfudagur

18.9.2017

Spyrjandi

Sólrún Agla, Guðni Oddsson, Guðni Leifur, Hanna Björg, Bíbí Jónsdóttir

Tilvísun

Erna Magnúsdóttir. „Geta karlar orðið óléttir og geta konur framleitt sæðisfrumur?“ Vísindavefurinn, 18. september 2017. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=28005.

Erna Magnúsdóttir. (2017, 18. september). Geta karlar orðið óléttir og geta konur framleitt sæðisfrumur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=28005

Erna Magnúsdóttir. „Geta karlar orðið óléttir og geta konur framleitt sæðisfrumur?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2017. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=28005>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta karlar orðið óléttir og geta konur framleitt sæðisfrumur?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum:

 • Af hverju getur karlinn ekki átt barnið? Væri hægt að setja sæði í konuna og eggið í karlinn? (Sólrún Agla)
 • Af hverju fæða strákar ekki börn? (Guðni Oddsson)
 • Geta karlmenn verið óléttir? Það er, geta þeir gengið með börn alveg eins og konur? (Guðni Leifur)
 • Geta karlar orðið óléttir? (Hanna Björg)
 • Geta konur framleitt sæði? (Bíbí Jónsdóttir)

Kyn einstaklings ákvarðast í fósturþroska og þá oftast eftir því hvaða kynlitninga frumur einstaklingsins bera. Einstaklingur með tvo X-litninga (XX) fer í gegnum kvenkynskynákvörðun og kynþroska en einstaklingur með einn X-litning og einn Y-litning (XY) fer í gegnum karlkynskynákvörðun og kynþroska. Í kjölfar kynákvörðunar hefst þroskun kynkerfis fóstursins og við kynþroska lýkur kynákvörðunarferlinu þegar einstaklingur hefur framleiðslu á eggfrumum eða sáðfrumum og kynfæri og kynkirtlar taka að starfa.

Snemma á fósturþroska karlkynsfósturs fer því af stað atburðarás sem veldur því að kynkirtlar örva myndun karlkynskímfruma sem síðar þroskast yfir í sæðisfrumur við kynþroska. Þegar þessir ferlar fara af stað ræsast boðferlar sem passa upp á það að kvenkynsákvörðun sé bæld á sama tíma og þroskun karlkynskynkerfis er örvuð. Þannig þroskast kynkirtlar og verða eistu en ytri kynfæri verða meðal annars að getnaðarlim og sáðrásir tengja hann við eistun. Myndun eggjastokka, legs og legganga er hins vegar bæld.

Karlar geta ekki orðið óléttir þar sem þá skortir bæði leg og innkirtla (eggjastokka) til þess að styðja við meðgöngu.

Forsenda þess að spendýr verði ólétt er sú að það hafi til að bera bæði leg fyrir fóstur til að vaxa í og svo innkirtla sem styðja meðgöngu með viðeigandi hormónaframleiðslu. Því geta karlar ekki orðið óléttir þar sem þá skortir bæði leg og innkirtla (eggjastokka) til þess að styðja við meðgöngu.

Að sama skapi við kvenkynskynákvörðun XX-einstaklings verða til eggjastokkar sem útiloka myndun eistna og þar með sáðfrumumyndun. Konur geta því ekki framleitt sæðisfrumur því eggjastokkar styðja einungis við myndun eggfruma líkt og eistu styðja aðeins við myndun sæðisfruma.

Hins vegar fer kynákvörðun ekki ávallt fram á svo stíft tvíhneigðan hátt og er vísindafólk farið að gera sér grein fyrir því að erfða- og þroskunarfræðilega megi sjá fyrir sér kynákvörðunarróf, þar sem flestir einstaklingar eru annaðhvort lengst kvenkyns- eða lengst karlkynsmegin á rófinu og bera því ótvíræða kvenkyns- eða karlkynssvipgerð. Ýmsir erfðabreytileikar geta hins vegar valdið því að kynákvörðun einstaklings sé nær miðju rófsins og verður svipgerðin þá einhvers staðar á milli kvenkyns og karlkyns, þar sem einstaklingur ber ytri og innri einkenni sem geta annaðhvort svipað að hluta til beggja kynja eða haft ákveðin karlkynseinkenni en önnur kvenkynseinkenni.

Konur geta ekki framleitt sæðisfrumur því eggjastokkar styðja einungis við myndun eggfruma líkt og eistu styðja aðeins við myndun sæðisfruma.

Þannig getur of há tjáning gensins WNT4 í kynkirtlum XY-einstaklings í fósturþroska leitt til þess að í stað eiginlegra eista verði til svokölluð „ovotestis“ eða kynkirtlar með svæðum þar sem skiptast á einkenni eggjastokka og eistna. Einstaklingar með þessa svipgerð eru jafnan ófrjóir. Jafnframt veldur stökkbreyting í geni á Y-litningi, sem kallast SRY og skráir fyrir prótíni sem kallast „testis determining factor“ og stjórnar karlkynskynákvörðun, því að þrátt fyrir að einstaklingurinn beri Y-litning verður kvenkynskynákvörðun og þroskun kvenkynfæra í stað þroskun karlkynskynkerfis. Þó verður kvenkynskynákvörðunin ófullkomin og eggjastokkar þroskast óeðlilega og einstaklingurinn verður ófrjór.

Að lokum er freistandi að segja frá því að til eru einstaklingar sem bera bæði frumur að arfgerð XX og XY. Þetta er mjög fágætt og á sér stað þegar tvö egg frjóvgast á sama tíma, annað af sáðfrumu með X-litning og hitt með sáðfrumu með Y-litning. Nær ávallt leiðir þetta til þess að kona gengur með tvíeggja tvíbura. Í einstaka tilfelli getur það gerst að fósturvísarnir tveir renni saman áður en þeir hreiðra um sig í leginu og úr því verður svokallaður blendingur eða kímera. Nafngiftin er fengin úr grískri goðafræði og vísar til óvættar sem var samsettur úr mörgum mismunandi dýrum. Erfðafræðileg kímera er hins vegar lífvera sem samanstendur úr frumum mismunandi fósturvísa.

Í flestum tilvikum eru einstaklingar sem eru kímerur með frumur af hvor sinni arfgerð kynlitninga, það er bæði XX og XY, ófrjóir þar sem kynákvörðun fer úr skorðum. Þó hafa fundist nokkrir frjóir einstaklingar með þessa tegund kímerisma, meðal annars kona sem átti tvær dætur og hafði öll kvenkynseinkenni, en á þriðju meðgöngu uppgötvaðist að hún bar bæði XX- og XY-frumur. Hún bar þó ekki með sér nokkur einkenni karlkynskynákvörðunar og var einungis með kvenkynskynkritla, innri og ytri kynfæri og telst því læknisfræðilega vera kona. Því er ekki hægt að segja að hér hafi karlmaður orðið óléttur þótt hluti fruma konunnar beri Y-litning.

Rétt er að taka fram að í þessu svari er einungis rætt um líffræðilegt kyn eins og það er ákvarðað erfðafræðilega og lýsir sér í þroskun líkamlegrar svipgerðar, en ekki kyngervi.

Hugtakið kyngervi vísar meðal annars til félagslegra og sálfræðilegra eiginleika og upplifun einstaklinga á eigin kyni og samfélagslegar væntinga til einstaklinga.

Í tilfelli transfólks eru vissulega til trans-konur sem geta framleitt sæðisfrumur og trans-karlar sem hafa og geta orðið óléttir.

Heimildir:
 • Sadler TW. Langman’s Medical Embryology. LWW; 2014.
 • Ainsworth C. Sex redefined. Nature. 2015;518(7539):288-291. doi:10.1038/518288a.
 • James PA, Rose K, Francis D, Norris F, Al JET. High-Level 46XX / 46XY Chimerism Without Clinical Effect in a Healthy Multiparous Female. 2011;(September):2484-2488. doi:10.1002/ajmg.a.34123.

Myndir:

...