Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1050 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hver fékk Nóbelsverðlaunin í læknavísindum 2016 og fyrir hvað?

Japanski líffræðingurinn Yoshinori Ohsumi hlaut Nóbelsverðlaunin í læknavísindum árið 2016 fyrir rannsóknir á frumuferli sem nefnist sjálfsát (e. macroautophagy) [1][2]. Fjölfrumungar eins og maðurinn eru samsettir úr milljörðum fruma, sem saman mynda vefi líkamans. Frumur líkamans framleiða sífellt ný prótín, og ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ráðast úlfar á menn þótt þeir séu saddir?

Í stuttu máli er svarið við spurningunni: Já, úlfar geta ráðist á menn þótt þeir séu saddir. Hins vegar eru árásir úlfa á menn tiltölulega sjaldgæfar. Vísindamenn hafa flokkað árásir úlfa á menn á ýmsan hátt. Dýrafræðingurinn John D. C. Linnell o.fl. (2002) hafa unnið gott sögulegt yfirlit yfir úlfaárásir í A...

category-iconStærðfræði

Hver var Sofia Kovalevskaja og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?

Sofia Kovalevskaja (1850–1891) fæddist í Moskvu. Hún var önnur í röð þriggja barna Vasilíj Korvin-Krukovskíj, hershöfðingja riddaraliðs af pólskum ættum, og Yelizaveta Federovna Shubert af þýskum ættum. Foreldrarnir voru báðir vel menntaðir og komnir af hefðarfólki. Sofia hlaut menntun sína hjá einkakennurum og ba...

category-iconHeimspeki

Hvað getið þið sagt um heimspekinginn Simone Weil?

Franski heimspekingurinn og baráttukonan Simone Weil (1909-1943) var dóttir læknisins Bernards Weils og konu hans Salomea sem vann alla tíð þétt við hlið manns síns og var vel að sér í læknisfræði. Á æskuheimilinu var mikið lagt upp úr menntun og sá Salomea um nám barna sinna tveggja, Simone og André sem bæði voru...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er kristall og af hverju myndast hann?

Árið 2015 voru 100 ár liðin frá því að feðgarnir Lawrence (1890–1971) og William Bragg (1862–1942) hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði fyrir að greina innri byggingu kristalla með röntgengeislum. Árið áður hafði Max von Laue (1879–1960) fengið sömu verðlaun fyrir að uppgötva bylgjubeygju (e. diffraction) röntgenge...

category-iconStærðfræði

Hver er hæsta frumtalan?

Svarið er að hæsta frumtalan er ekki til og frumtölur eru óendanlega margar. Frumtölur eða prímtölur (prime numbers) eru tölur sem engar aðrar heilar tölur ganga upp í en 1 og talan sjálf. Þær er með öðrum orðum ekki hægt að skrifa sem margfeldi af tveimur eða fleiri öðrum tölum. Þannig eru bæði $2$ og $3$ fru...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig varð höfuðlúsin til?

Höfuðlúsin (Pediculus humanus capitis) og fatalúsin sem einnig er nefnd búklús (Pediculus humanus humanus) eru dæmi um útsníkla, en svo nefnast sníkjudýr sem lifa utan á öðrum lífverum. Ekki er mikill munur á þessum tveimur deilitegundum en vistfræði þeirra er nokkuð ólík. Eins og nafnið gefur til kynna lifa höfuð...

category-iconLífvísindi: almennt

Getið þið sagt mér eitthvað um skarfakál?

Skarfakál (Cochlearia officinalis) er af krossblómaætt (Cruciferae). Það vex víða meðfram ströndum landsins en finnst einnig inn til sveita. Skarfakál vex best þar sem jarðvegur er þykkur eða moldríkur, til dæmis við lundaholur og við bæi við ströndina. Í Íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson segir að s...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig virkar Morsekóði og hver fann hann upp?

Morsekóðinn er samskiptamáti þar sem mislöng hljóð, ljósmerki eða önnur tákn eru notuð í stað bókstafa og tölustafa. Stutt hljóð eða ljósmerki er táknað með punkti ( . ) og langt með striki ( _ ). Hver bókstafur eða tölustafur er gefinn til kynna með tiltekinni samsetningu af stuttum og löngum táknum. Þannig má se...

category-iconSálfræði

Af hverju fær maður ónotatilfinningu þegar maður heyrir sum ískurhljóð?

Upphaflegar spurningar voru eftirfarandi: Af hverju finnst manni ískur svona óþægilegt? (Magni) Af hverju fæ ég mikla ónotatilfinningu þegar ég kem við eða heyri einhvern koma við einangrunarplast? (Sveinn) Sum hljóð, svo sem sírenuvæl eða loftvarnarflautur, geta vakið með manni ónotatilfinningu vegna þess ...

category-iconÞjóðfræði

Er lambablóð í Guinness-bjór?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er notað lambablóð við bruggun á Guinness-bjór? Ef ekki, af hverju er hann þá svona járnríkur og hressandi?Flökkusögur spretta oft upp í kringum fyrirbæri sem almenningi er tíðrætt um. Það er einmitt raunin með dökka Guinness-bjórinn. Hann hefur verið bruggaður síðan 1759 og...

category-iconEfnafræði

Hvaða málmur hefur mestan eðlismassa?

Eðlismassi (e. specific mass, mass density) efnis er skilgreindur sem massi tiltekins rúmmáls af efninu og yfirleitt táknað með einingunni g/cm3 eða kg/l (kílógrömm á lítra) sem er sama talan. Ef efni hefur til dæmis eðlismassann 3 þá hefur einn lítri af því massann 3 kg og einn rúmsentímetri er 3 grömm. Um þe...

category-iconEfnafræði

Hvað er áttuhvolf og hvað þarf margar rafeindir til að metta fjórða hvel og ofar í frumeindum?

Með áttuhvolfi eða áttureglu (e. octet rule) er átt við að fyrir frumefni innan aðalflokka lotukerfisins, það er að segja flokka 1 - 2 og 13 - 18, gefi átta rafeindir í gildissvigrúmum stöðuga rafeindaskipan. Ástæðan fyrir þessu er sú, að innan þessara flokka efna er verið að fylla svokallað s-svigrúm og þrjú p-sv...

category-iconMálvísindi: íslensk

Gæti verið að úlnliður sé komið frá úlfliðr, sbr. þegar Fenrisúlfur beit höndina af Tý?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Varðandi svar við spurningunni: Hvers konar úln er í úlnliði? Gæti verið að úlnliður sé komið frá úlfliðr? Í Gylfaginningu segir frá því er Týr gefur upp hönd sína: „... þá beit hann höndina af, þar sem nú heitir úlfliðr, ok er hann einhendr ok ekki kallaðr sættir manna.“ ...

category-iconHugvísindi

Er páskavikan vikan fyrir eða eftir páskadag?

Vikan sem byrjar með pálmasunnudegi og lýkur laugardaginn fyrir páska er oft nefnd páskavika. Svo hefur þó ekki alltaf verið og hefur menn stundum greint á um það. Í fornu máli virðist svo sem páskavika byrji með páskadegi og sé vikan eftir páska. Þetta skýrist með því að vikan er talin hefjast með sunnudegi og pá...

Fleiri niðurstöður