Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1941 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch rannsakað?

Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch er lífeindafræðingur með doktorspróf í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands. Hún starfar sem aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands og sem framkvæmdastjóri Platome líftækni. Sandra stundar rannsóknir á sviði vefjaverkfræði og frumulíffræði. Hún hefur ásamt samstarfsfólki sínu tek...

category-iconJarðvísindi

Hvert er stærsta þekkta sprengigos í Torfajökli?

Stærsta þekkta sprengigos í Torfajökli varð fyrir um 55 þúsund árum. Það er jafnframt eitt stærsta sprengigos sem orðið hefur á Íslandi. Talið er að gosið hafi náð tölunni 5-6 á VEI-kvarða (e. Volcano Explosivity Index), en hann er notaður til að áætla sprengivirkni gosa. Kvarðinn nær frá 1 upp í 8; gos sem eru 1 ...

category-iconNæringarfræði

Hver var Gunnar sem majónesið er kennt við?

Gunnar sem Gunnars-majónes er kennt við, hét fullu nafni Gunnar Jónsson. Hann fæddist í Reykjavík 3. september 1920 og lést 6. júlí 1998. Gunnar var búfræðingur að mennt og lauk síðan prófi í viðskipta- og hagfræði frá háskólanum í Minneapolis í Bandaríkjunum. Eftir búfræðinámið á Hvanneyri rak hann meðal annars e...

category-iconStærðfræði

Hver var Kurt Gödel og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Kurt Gödel hefur verið kallaður mesti rökfræðingur síðan á dögum Aristótelesar. Gödel-setningin svonefnda, sem hann sannaði á tuttugasta og fimmta aldursári, er ein frægasta niðurstaða stærðfræðinnar: Hún er þekkt langt út fyrir raðir stærðfræðinga, og það er sárasjaldgæft. Hún er kannski líka sú stærðfræðiniðurst...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða ártöl notuðu víkingar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða ártal notuðu víkingar? Til dæmis það sem við köllum núna árið 870 hvað kölluðu landnámsmenn það ár? Kristnir menn voru ekki fyrstir til að telja ár í einni röð frá einum upphafspunkti. Í Rómaveldi voru ár talin frá stofnun Rómaborgar, sem var árið 753 fyrir Krist samkvæmt...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvar og hvenær var COVID-19-veiran fyrst raðgreind?

Veiran SARS-CoV-2 veldur sjúkdómnum COVID-19 og heimsfaraldri. Erfðaefni veirunnar er einsþátta RNA-strengur. Með því að nota aðferðir sameindalíffræði er hægt að raðgreina erfðaefni veirunnar. Það þýðir að röð basa í erfðaefni hennar er lesin, allir um það bil 29.900 basarnir.[1] Miðað við opinberlega aðgengil...

category-iconHagfræði

Hvers vegna eru stýrivextir hér langt yfir meðaltali í Evrópu?

Alþjóðlegi greiðslumiðlunarbankinn (e. Bank of International Settlement, BIS) hefur tekið saman þróun stýrivaxta (e. policy rate) í allmörgum löndum.[1] Fyrsta færslan fyrir Ísland í þeim gagnagrunni er frá 31. mars 1998. Myndin hér að neðan sýnir þróun stýrivaxta í þeim Evrópulöndum sem eru í gagnagrunninum frá á...

category-iconSálfræði

Hver var Kurt Lewin og hvert var framlag hans til fræðanna?

Kurt Lewin er gjarnan nefndur faðir félagssálfræðinnar og er frumkvöðull vísindalegra rannsókna á hópum og hegðun þeirra. Lewin var lærifaðir margra frægra félagssálfræðinga, til dæmis Festinger, White, Lippit, Schachter og fleiri, sem áttu eftir að halda nafni hans á lofti og marka framtíð fræðanna. Hugmyndafræði...

category-iconJarðvísindi

Hvernig rannsaka vísindamenn innviði eldfjalla með landmælingum?

Ein þeirra jarðfræðilegu aðferða sem beita má við rannsóknir á innviðum eldfjalla eru nákvæmar endurteknar landmælingar.[1] Ef bergkvika streymir inn í grunnstætt kvikuhólf undir eldfjalli, eða út úr því, eykst eða minnkar þrýstingur í hólfinu. Slík þrýstingsbreyting veldur færslu jarðskorpunnar kringum kvikuhólfi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er nafnið á Þormóðsskeri komið og hve gamalt er það?

Þormóðssker er á Faxaflóa út af Mýrum. Nafn þess er nefnt í Landnámabók og þar er skerið kennt við Þormóð þræl Ketils gufu og samkvæmt því frá landnámstíð (Íslenzk fornrit I, bls. 168-169). Þormóðssker er syðsta og vestasta sker í skerjaklasa. Það er um 200 m á lengd, tæpir 100 m á breidd og 11 m á hæð yfir sj...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er merking og uppruni orðsins "hósanna"?

Orðið hósanna, einnig skrifað hósíanna er lofgerðarhróp guði til dýrðar. Það má til dæmis sjá í 11. kafla Markúsarguðspjalls í versi 9 og 10:Þeir sem á undan fóru og eftir fylgdu hrópuðu: „Hósanna. Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! Blessað sé hið komandi ríki föður vors Davíðs! Hósanna í hæstum hæðum!S...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað eru margir menn búnir að fara til tunglsins?

Um fjölda tunglfara er hægt að lesa í svari á Vísindavefnum við spurningunni: Hvað hafa margir menn farið til tunglsins og hvernig líta þeir út? Þar kemur fram að alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. F...

category-iconFornleifafræði

Hvað fannst í svokölluðum Gaulverjabæjarfundi árið 1930 í Flóanum?

Hvað fannst? Gaulverjabær er kirkjustaður á Suðurlandi, í Flóanum í Árnessýslu sunnan við Selfoss. Nafn sitt dregur bærinn af átthögum landnámsmannsins Lofts Ormssonar frá Gaulum eða Gulum í Noregi. Þótt engar skipulegar fornleifarannsóknir hafi farið fram í Gaulverjabæ eru þaðan nokkrar merkar fornleifar. Til ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er lengsta skáldsaga í heimi?

Við vitum ekki til þess að hægt sé að svara þessari spurningu með því að benda á einhverja tiltekna skáldsögu og segja: "Þetta er lengsta skáldsaga í heimi!" Það er aðallega vegna þess að það er hægt að mæla lengd skáldsagna á ýmsa vegu. Það liggur beinast við að mæla lengd útgefinna skáldsagna með tommustokk eða ...

category-iconJarðvísindi

Hvernig nákvæmlega voru Skaftáreldarnir? Hvernig var aðdragandinn og hvernig fór þetta allt fram?

Hér er einnig að finna svör við spurningunum:Hversu lengi stóð gosið í Lakagígum yfir? Hvert fór askan sem kom upp í Skaftáreldum? Skaftáreldar hófust 8. júní 1783 og stóðu yfir í átta mánuði eða til 7. febrúar 1784. Þeir eru annað stærsta flæðibasaltgos Íslandssögunnar á eftir Eldgjárgosinu 934-940.[1] Mei...

Fleiri niðurstöður