Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 997 svör fundust

category-iconStjórnmálafræði

Nákvæmlega hverju breytir Lissabon-sáttmálinn um áhrif smáríkja innan ráðs ESB á næstu árum?

Aðferðir við töku ákvarðana, vægi atkvæða og reglur um aukinn meirihluta hafa alla tíð verið mjög til umræðu í ESB, ekki síst síðastliðin 10-15 ár eftir að menn sáu fram á verulega stækkun sambandsins. Flest nýju ríkin teljast til smáríkja og því hefur staða slíkra ríkja oft verið í brennipunkti umræðunnar. Mögule...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Er rétt að morðið á austurríska ríkisarfanum í Sarajevó 28. júní 1914 hafi hleypt heimsstyrjöldinni fyrri af stað?

Morðið á Franz Ferdinand (1863–1914) ríkiserfingja Austurríkis og Sófíu (1868-1914) eiginkonu hans í Sarajevó þann 28. júní 1914 hleypti heimsstyrjöldinni fyrri ekki af stað. En það hratt af stað afdrifaríkri atburðarás sem á endanum leiddi til þess að Evrópa logaði í ófriði. Orsakir stríðsins voru flóknar og marg...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju urðu Bítlarnir svona ótrúlega vinsælir?

Hin mikla frægð Bítlanna á sínum tíma og hin merka arfleifð þeirra hefur lengi valdið poppfræðingum heilabrotum. Af hverju þessi hljómsveit? Af hverju þá? Með öðrum orðum, hvernig gat þetta gerst og hvaða þættir stuðluðu að þessu? Bækur um Bítlanna verða fleiri og fleiri eftir því sem árin líða og almenningur v...

category-iconLæknisfræði

Hvernig fer ofnæmispróf fram?

Greiningu bráðaofnæmis má skipta í fjóra þætti. Eins og við aðra sjúkdómsgreiningu er viðtal og skoðun afar mikilvægur þáttur. Sá sem fær tvisvar heiftarleg einkenni frá meltingavegi og húð eftir að hafa stungið upp í sig jarðhnetu eða trjáhnetu er mjög líklega með hnetuofnæmi. Sá sem fær klæjandi útbrot ætti að t...

category-iconHeimspeki

Er til siðanefnd sem siðar fjölmiðla til vegna þess hvernig þeir orða fréttir sínar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Orðið fjölskylduharmleikur er notað ósjaldan í fréttum. Orðið er hefur verið notað þegar fjölskylda ferst af slysförum, þegar fjölskylda missir faðir í sjóslysi og þegar fjölskylda missir heimili sitt í bruna. Orðið er líka oft notað um annarskonar hryggðarmál einsog þ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað gerði Jósef Stalín sem leiddi til góðs?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Heil og sæl, við erum nemendur í grunnskóla og erum að vinna verkefni um Jósef Stalín. Við vorum að velta fyrir okkur hvaða hluti hann hefur gert sem hafa leitt til góðs. Jósef Stalín (1879-1953) var leiðtogi Sovétríkjanna í næstum 30 ár. Á Vísindavefnum hefur áður verið f...

category-iconLæknisfræði

Eru þeir sem oft fá berkjubólgu í áhættuhópi vegna COVID-19?

Upprunalega spurningin var: Er fólk sem er gjarnt á að fá berkjubólgu, í flokki þeirra sem eru í áhættuhóp vegna COVID-19? Það er mjög mikilvægt að huga að því hvaða einstaklingsbundnu þættir auka hættu á alvarlegum veikindum vegna COVID-19. Við erum enn að læra hratt og mikið um þennan nýja smitsjúkdóm en ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær var byrjað að baka rúgbrauð á Íslandi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hæ. Hvenær var byrjað að baka rúgbrauð á Íslandi? Ég er að byrja með íslenskt sveitabakarí Noregi. Rúgbrauðsuppskrift eftir Lóu langömmu frá Sjöundaá á Rauðasandi. Hennar uppskrift er ca. 150 ára gömul höldum við. Ég er á facebook. Íslensk Gårdsbakeri Gudny fra Bonhaug. Vona að...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað tala margir íslenskt táknmál og hvar er auðveldast að læra það?

Íslenskt táknmál, eða ÍTM, á rætur sínar að rekja til seinni hluta 19. aldar þó málið eins og það er í dag sé líklega aðeins yngra. Fyrsti vísir að málsamfélagi varð eftir að kennsla heyrnarlausra hófst hér á landi árið 1868. Fram að þeim tíma höfðu heyrnarlaus börn verið send til náms í Kaupmannahöfn. Tölur um þa...

category-iconStærðfræði

Hvað munar miklu á vegalengdinni ef ég ek hringveginn réttsælis og svo rangsælis?

Á hringveginum er yfirleitt akrein í sitt hvora áttina. Önnur þeirra er nær miðpunkti landsins en hin, svo lengd hennar ætti að vera styttri en lengd hinnar. Spurningin er hvort við vitum hversu mikið styttri hún sé og hvort við getum reiknað það. Okkur ætti að vera ljóst að hægt væri að svara spurningunni ef v...

category-iconNæringarfræði

Hvaða áhrif hefur það á líkamann að fasta?

Það kallast fasta þegar valið er að sneiða hjá mat í lengri eða skemmri tíma. Áhrif föstu á mannslíkamann fara eftir því hve lengi samfelld fasta varir. Átta klukkutímum frá því að síðustu máltíðar er neytt hefur líkaminn lokið meltingu fæðunnar og upptöku næringarefna úr henni. Þá er hann kominn í föstuástand. ...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar gos verða í Grímsvötnum?

Á síðustu 1100 árum er talið að um 20 rúmkílómetrar af kviku hafi komið upp úr Grímsvatnakerfinu, og einungis Kötlukerfið hafi verið mikilvirkara í framleiðslu kviku.[1] Þar sem flest gosin hafa orðið í Vatnajökli og gosmyndanir því huldar jökli, er óvissa á þessu mati vissulega mikil. Sé horft til fjölda gosa, sl...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Getið þið sagt mér eitthvað um smástirnabeltið sem er á milli Mars og Júpiter?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Getið þið sagt mér eitthvað um loftsteinabeltið sem er á milli Mars og Júpíter og talið er hafa verið reikistjarna einu sinni? Árið 1772 kynnti þýski stjörnufræðingurinn Johann Elert Bode (1747-1826) reglu sem virtist gilda um fjarlægðir frá sólu til þeirra sex reikistjarna ...

category-iconHugvísindi

Hvað fólst í menningarbyltingunni í Kína?

Hugtakið menningarbylting er oft notað sem samheiti yfir ólguskeið í Kína á árunum 1966-1969, sem einkenndist af uppgangi róttækra stefna. Þær áttu það sammerkt að vera stefnt gegn viðteknum menningarlegum og pólitískum gildum og var mikil áhersla lögð á virkni alþýðunnar í að varpa af sér oki yfirstéttar. Að loku...

category-iconSálfræði

Geta hljóð eins og I-Doser valdið vímu eða öðrum jafnvel skaðlegum áhrifum á hugarstarf og líðan?

Undanfarið hefur svokallaður I-Doser verið nokkuð í fréttum, en um er að ræða hljóðskrár sem sagðar eru geta haft veruleg áhrif á hugarástand fólks. Framleiðandi hljóðskránna heldur því fram að þær „samstilli heilabylgjurnar“ með „tvíhlustarslætti“ (e. binaural beats). Þannig geti þær haft sefandi áhrif og jaf...

Fleiri niðurstöður