Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerði Jósef Stalín sem leiddi til góðs?

Jón Ólafsson

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Heil og sæl, við erum nemendur í grunnskóla og erum að vinna verkefni um Jósef Stalín. Við vorum að velta fyrir okkur hvaða hluti hann hefur gert sem hafa leitt til góðs.

Jósef Stalín (1879-1953) var leiðtogi Sovétríkjanna í næstum 30 ár. Á Vísindavefnum hefur áður verið fjallað um hann í svari við spurningunni Hver var Jósef Stalín?

Á valdatíma Stalíns urðu Sovétríkin iðnveldi auk þess að vinna ásamt bandalagsþjóðum sínum sigur á Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni – sem lauk ekki fyrr en sovétherinn hafði náð Berlín á sitt vald. Þetta tvennt – iðnvæðingin og sigurinn í stríðinu – er helsta ástæðan fyrir upphafningu Stalíns og stalínismans og þá finnst mörgum að ekki sé hægt að líta framhjá forystu Stalíns sem lykilatriði um árangur af þessu tagi.

En Stalín var auðvitað harðstjóri – og kannski versti harðstjóri sögunnar. Þess vegna hlýtur sú spurning að vakna hvort það hljóti ekki að spilla öllum árangri og öllum sigrum að þeir séu unnir í skugga miskunnarlausra níðingsverka?

Jósef Stalín (1879-1953) var leiðtogi Sovétríkjanna í næstum 30 ár.

Fræðimenn eru nokkuð sammála um að einstakir skipulagshæfileikar í bland við ófyrirleitni og fullkomið virðingarleysi gagnvart viðhorfum annarra, skýri hvernig Stalín tókst eftir byltinguna á nokkrum árum að skapa sér þá stöðu í flokknum að enginn hafði roð við honum þegar Vladimir Lenín þurfti að draga sig í hlé. Þótt margir hefðu tortryggni á Stalín – Lenín varaði við yfirgangssemi hans – þá tókst honum að vinna þannig úr málum að hann virtist bera höfuð og herðar yfir þá sem næst honum stóðu, þegar Lenín féll frá í byrjun árs 1924. Frá árinu 1929 voru völd hans í flokknum óskoruð.

Bylting bolsévíka 1917 var undanfari blóðugrar borgarastyrjaldar. Ástandið í landinu og sá ásetningur bolsvévíka að ná öllum völdum og deila þeim ekki með neinum, leiddu til ógnaraldar sem setti svip sinn á stjórnarfar Sovétríkjanna alla tíð. Strax á þriðja áratugnum hófu stjórnvöld að ofsækja einstaklinga og hópa sem grunaðir voru um andstöðu við sovétkerfið og þegar tók að líða á fjórða áratuginn og harðstjórnin festist í sessi, urðu slíkar ofsóknir hluti af aðferðum yfirvalda við stjórn samfélagsins. Hvers kyns yfirsjónir eða mistök urðu tilefni refsinga og grunur um sjálfstæða afstöðu – að ekki sé talað um gagnrýna hugsun – gagnvart stjórnvöldum gat leitt til hörðustu refsinga.

Á árunum 1937 til 1938 keyrði þó um þverbak. Á tæplega tveggja ára tímabili var hátt á aðra milljón Sovétborgara tekin höndum og næstum 700 þúsund manns líflátin. Þessar ofsóknaraðgerðir hafa einu nafni verið nefndar „hreinsanirnar miklu“. Þeim var hrundið af stað með tilskipunum til höfuðstöðva innanríkisráðuneytisins í einstökum héruðum um að handtaka tiltekinn fjölda fólks sem gruna mætti um undirróðursstarfsemi af ýmsu tagi gegn ríkinu. Hver staður fékk ákveðinn kvóta þar sem einnig var tiltekið hversu marga skyldi dæma til refsivistar og hve marga skyldi lífláta. Ljóst er að Stalín stóð sjálfur ekki aðeins á bak við tilskipanirnar, heldur var hann einnig beinn þátttakandi í grimmdarverkunum og staðfesti með eigin hendi þúsundir dauðadóma yfir meintum pólitískum andstæðingum.

Hreinsununum linnti síðla árs 1938, en grimmdarverkum gagnvart fólki sem grunað var um sjálfstæðar pólitískar skoðanir var þó ekki hætt og á næstu árum fjölgaði refsiföngum jafnt og þétt, sérstaklega eftir að stríðinu lauk árið 1945 þegar sovéskir hermenn sem lent höfðu í þýskum fangabúðum var miskunnarlaust smalað í fangabúðir (eða teknir af lífi) auk þess sem hundruð þúsunda fengu refsidóma fyrir smáyfirsjónir á borð við að mæta seint í vinnu.

Fangar í vinnu í Gúlaginu, fangabúðakerfi Stalíns sem 25 milljónir fanga fóru í gegnum á árunum 1929 til 1953.

Um 25 milljónir fanga fóru í gegnum fangabúðakerfi Stalíns (Gúlagið) á árunum 1929 til 1953, og margir fanganna luku ævi sinni þar við illan leik. Þegar Stalín dó í mars 1953 voru tvær og hálf milljón manna í Gúlaginu og nokkrar milljónir til viðbótar bjuggu við skert frelsi í útlegð eða á sérstökum gæslusvæðum. Varanleg breyting á þessu kerfi varð ekki fyrr en undir lok sjötta áratugarins og í raun voru ofsóknir gegn fólki vegna pólitískra skoðana þess daglegt brauð í Sovétríkjunum alveg þangað til Mikhaíl Gorbatsjov leysti síðustu pólitísku fangana úr haldi seint á níunda áratugnum.

Nú mætti halda því fram að þrátt fyrir þennan blóði drifna valdaferil skuli það lofað sem vel er gert og að það afrek að breyta Sovétríkjunum úr bændasamfélagi í iðnveldi – sem í vissum skilningi var ein forsenda þess að Sovétmenn gátu yfirbugað Þjóðverja – hafi gildi sem ekki sé hægt að líta framhjá.

Það eru nákvæmlega þessi rök sem stjórnmálaleiðtogar á borð við Vladimir Pútín hafa beitt og þau virðast njóta umtalsverðs fylgis í Rússlandi í dag, því skoðanakannanir sýna að fleiri og fleiri Rússar vilja gera meira úr góðum verkum Stalíns og árangri hans, heldur en áður var.

En það má líka benda á að í slíkri aðgreiningu og góðum verkum og vondum felst viss misskilningur á eðli ríkisvaldsins. Þó að stjórnvöld hafi tekið öll völd í samfélaginu og geti beitt borgarana þeirri meðferð sem þeim sýnist, er ekki þar með sagt að slík meðferð sé réttlætanleg hvað þá nauðsynleg. Og það sem meira er: Hvernig er hægt að einblína á framleiðslutölur og fjölda framleiðslufyrirtækja þegar árangur er metinn? Í fyrsta lagi er sóunin á mannslífum og auðlindum sem hin ógnarhraða iðnvæðing hafði í för með sér snemma á fjórða áratugnum hrikaleg og erfitt að halda því fram það hafi í nokkrum skilningi verið í þágu samfélagsins að byggja iðnvæðingu á annarri eins misnotkun á manneskjum. Í öðru lagi miðaðist uppbygging samfélagsins fyrst og fremst við hagsmuni ríkisins – miklu frekar en við hagsmuni einstaklinganna. Þess vegna er líka erfitt að hæla Stalín fyrir iðnvæðninguna eða stríðsreksturinn. Hvorttveggja var hluti af kúgunarkerfi stalínismans, ekki síður en hreinsanirnar miklu.

Stutt svar við spurningunni er því að það séu öfugmæli að segja að Jósef Stalín hafi komið einhverju góðu til leiðar.

Gagnlegt lesefni:
  • Conquest, Robert 2008. The Great Terror: A Reassessment (40 ára afmælisútgáfa). Oxford og New York: Oxford University Press.
  • Edouard Radzinsky 1997. Stalin: The First In-depth Biography Based on Explosive New Documents from Russia's Secret Archives. New York, Anchor. Sjá einnig íslenska þýðingu Hauks Jóhannssonar: 2018. Stalín: ævi og aldurtili. Selfoss: Sæmundur útgefandi.
  • Fitzpatrick, Sheila 2015. On Stalin's Team: The Years of Living Dangerously in Soviet Politics. Carlton: Melbourne University Press.
  • Grigor Ronald Suny. The Soviet Experiment. Oxford og New York: Oxford University Press, Önnur útg. 2010.
  • J. Arch Getty, Oleg V. Naumov 1999. The Road to Terror: Stalin and the Self-Destruction of the Bolsheviks, 1932-1939. Yale University Press.
  • Kotkin, Stephen 2014. Stalin: Paradoxes of Power, 1878–1928. London: Allen Lane.
  • Kotkin, Stephen 2017. Stalin: Waiting for Hitler, 1929–1941. London: Allen Lane.
  • Montefiore, Simon Sebag 2003. Stalin: The Court of the Red Tsar. London: Weidenfeld & Nicolson.
  • Montefiore, Simon Sebag 2007. Young Stalin. London: Weidenfeld & Nicolson. Sjá einnig íslenska þýðingu Elínar Guðmundsdóttur: 2009. Stalín ungi. Reykjavík: Skrudda.
  • Viola, Lynne 2007. The Unknown Gulag: The Lost World of Stalin's Special Settlements. Oxford: Oxford University Press.
  • Volkogonov, Dimitri 1991. Stalin: Triumph and Tragedy. Ensk þýðing Harold Shukman. London: Weidenfeld and Nicolson.

Myndir:

Höfundur

Jón Ólafsson

prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands

Útgáfudagur

23.1.2020

Spyrjandi

Júlía Jökulrós Sveinsdóttir

Tilvísun

Jón Ólafsson. „Hvað gerði Jósef Stalín sem leiddi til góðs?“ Vísindavefurinn, 23. janúar 2020, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77120.

Jón Ólafsson. (2020, 23. janúar). Hvað gerði Jósef Stalín sem leiddi til góðs? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77120

Jón Ólafsson. „Hvað gerði Jósef Stalín sem leiddi til góðs?“ Vísindavefurinn. 23. jan. 2020. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77120>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerði Jósef Stalín sem leiddi til góðs?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Heil og sæl, við erum nemendur í grunnskóla og erum að vinna verkefni um Jósef Stalín. Við vorum að velta fyrir okkur hvaða hluti hann hefur gert sem hafa leitt til góðs.

Jósef Stalín (1879-1953) var leiðtogi Sovétríkjanna í næstum 30 ár. Á Vísindavefnum hefur áður verið fjallað um hann í svari við spurningunni Hver var Jósef Stalín?

Á valdatíma Stalíns urðu Sovétríkin iðnveldi auk þess að vinna ásamt bandalagsþjóðum sínum sigur á Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni – sem lauk ekki fyrr en sovétherinn hafði náð Berlín á sitt vald. Þetta tvennt – iðnvæðingin og sigurinn í stríðinu – er helsta ástæðan fyrir upphafningu Stalíns og stalínismans og þá finnst mörgum að ekki sé hægt að líta framhjá forystu Stalíns sem lykilatriði um árangur af þessu tagi.

En Stalín var auðvitað harðstjóri – og kannski versti harðstjóri sögunnar. Þess vegna hlýtur sú spurning að vakna hvort það hljóti ekki að spilla öllum árangri og öllum sigrum að þeir séu unnir í skugga miskunnarlausra níðingsverka?

Jósef Stalín (1879-1953) var leiðtogi Sovétríkjanna í næstum 30 ár.

Fræðimenn eru nokkuð sammála um að einstakir skipulagshæfileikar í bland við ófyrirleitni og fullkomið virðingarleysi gagnvart viðhorfum annarra, skýri hvernig Stalín tókst eftir byltinguna á nokkrum árum að skapa sér þá stöðu í flokknum að enginn hafði roð við honum þegar Vladimir Lenín þurfti að draga sig í hlé. Þótt margir hefðu tortryggni á Stalín – Lenín varaði við yfirgangssemi hans – þá tókst honum að vinna þannig úr málum að hann virtist bera höfuð og herðar yfir þá sem næst honum stóðu, þegar Lenín féll frá í byrjun árs 1924. Frá árinu 1929 voru völd hans í flokknum óskoruð.

Bylting bolsévíka 1917 var undanfari blóðugrar borgarastyrjaldar. Ástandið í landinu og sá ásetningur bolsvévíka að ná öllum völdum og deila þeim ekki með neinum, leiddu til ógnaraldar sem setti svip sinn á stjórnarfar Sovétríkjanna alla tíð. Strax á þriðja áratugnum hófu stjórnvöld að ofsækja einstaklinga og hópa sem grunaðir voru um andstöðu við sovétkerfið og þegar tók að líða á fjórða áratuginn og harðstjórnin festist í sessi, urðu slíkar ofsóknir hluti af aðferðum yfirvalda við stjórn samfélagsins. Hvers kyns yfirsjónir eða mistök urðu tilefni refsinga og grunur um sjálfstæða afstöðu – að ekki sé talað um gagnrýna hugsun – gagnvart stjórnvöldum gat leitt til hörðustu refsinga.

Á árunum 1937 til 1938 keyrði þó um þverbak. Á tæplega tveggja ára tímabili var hátt á aðra milljón Sovétborgara tekin höndum og næstum 700 þúsund manns líflátin. Þessar ofsóknaraðgerðir hafa einu nafni verið nefndar „hreinsanirnar miklu“. Þeim var hrundið af stað með tilskipunum til höfuðstöðva innanríkisráðuneytisins í einstökum héruðum um að handtaka tiltekinn fjölda fólks sem gruna mætti um undirróðursstarfsemi af ýmsu tagi gegn ríkinu. Hver staður fékk ákveðinn kvóta þar sem einnig var tiltekið hversu marga skyldi dæma til refsivistar og hve marga skyldi lífláta. Ljóst er að Stalín stóð sjálfur ekki aðeins á bak við tilskipanirnar, heldur var hann einnig beinn þátttakandi í grimmdarverkunum og staðfesti með eigin hendi þúsundir dauðadóma yfir meintum pólitískum andstæðingum.

Hreinsununum linnti síðla árs 1938, en grimmdarverkum gagnvart fólki sem grunað var um sjálfstæðar pólitískar skoðanir var þó ekki hætt og á næstu árum fjölgaði refsiföngum jafnt og þétt, sérstaklega eftir að stríðinu lauk árið 1945 þegar sovéskir hermenn sem lent höfðu í þýskum fangabúðum var miskunnarlaust smalað í fangabúðir (eða teknir af lífi) auk þess sem hundruð þúsunda fengu refsidóma fyrir smáyfirsjónir á borð við að mæta seint í vinnu.

Fangar í vinnu í Gúlaginu, fangabúðakerfi Stalíns sem 25 milljónir fanga fóru í gegnum á árunum 1929 til 1953.

Um 25 milljónir fanga fóru í gegnum fangabúðakerfi Stalíns (Gúlagið) á árunum 1929 til 1953, og margir fanganna luku ævi sinni þar við illan leik. Þegar Stalín dó í mars 1953 voru tvær og hálf milljón manna í Gúlaginu og nokkrar milljónir til viðbótar bjuggu við skert frelsi í útlegð eða á sérstökum gæslusvæðum. Varanleg breyting á þessu kerfi varð ekki fyrr en undir lok sjötta áratugarins og í raun voru ofsóknir gegn fólki vegna pólitískra skoðana þess daglegt brauð í Sovétríkjunum alveg þangað til Mikhaíl Gorbatsjov leysti síðustu pólitísku fangana úr haldi seint á níunda áratugnum.

Nú mætti halda því fram að þrátt fyrir þennan blóði drifna valdaferil skuli það lofað sem vel er gert og að það afrek að breyta Sovétríkjunum úr bændasamfélagi í iðnveldi – sem í vissum skilningi var ein forsenda þess að Sovétmenn gátu yfirbugað Þjóðverja – hafi gildi sem ekki sé hægt að líta framhjá.

Það eru nákvæmlega þessi rök sem stjórnmálaleiðtogar á borð við Vladimir Pútín hafa beitt og þau virðast njóta umtalsverðs fylgis í Rússlandi í dag, því skoðanakannanir sýna að fleiri og fleiri Rússar vilja gera meira úr góðum verkum Stalíns og árangri hans, heldur en áður var.

En það má líka benda á að í slíkri aðgreiningu og góðum verkum og vondum felst viss misskilningur á eðli ríkisvaldsins. Þó að stjórnvöld hafi tekið öll völd í samfélaginu og geti beitt borgarana þeirri meðferð sem þeim sýnist, er ekki þar með sagt að slík meðferð sé réttlætanleg hvað þá nauðsynleg. Og það sem meira er: Hvernig er hægt að einblína á framleiðslutölur og fjölda framleiðslufyrirtækja þegar árangur er metinn? Í fyrsta lagi er sóunin á mannslífum og auðlindum sem hin ógnarhraða iðnvæðing hafði í för með sér snemma á fjórða áratugnum hrikaleg og erfitt að halda því fram það hafi í nokkrum skilningi verið í þágu samfélagsins að byggja iðnvæðingu á annarri eins misnotkun á manneskjum. Í öðru lagi miðaðist uppbygging samfélagsins fyrst og fremst við hagsmuni ríkisins – miklu frekar en við hagsmuni einstaklinganna. Þess vegna er líka erfitt að hæla Stalín fyrir iðnvæðninguna eða stríðsreksturinn. Hvorttveggja var hluti af kúgunarkerfi stalínismans, ekki síður en hreinsanirnar miklu.

Stutt svar við spurningunni er því að það séu öfugmæli að segja að Jósef Stalín hafi komið einhverju góðu til leiðar.

Gagnlegt lesefni:
  • Conquest, Robert 2008. The Great Terror: A Reassessment (40 ára afmælisútgáfa). Oxford og New York: Oxford University Press.
  • Edouard Radzinsky 1997. Stalin: The First In-depth Biography Based on Explosive New Documents from Russia's Secret Archives. New York, Anchor. Sjá einnig íslenska þýðingu Hauks Jóhannssonar: 2018. Stalín: ævi og aldurtili. Selfoss: Sæmundur útgefandi.
  • Fitzpatrick, Sheila 2015. On Stalin's Team: The Years of Living Dangerously in Soviet Politics. Carlton: Melbourne University Press.
  • Grigor Ronald Suny. The Soviet Experiment. Oxford og New York: Oxford University Press, Önnur útg. 2010.
  • J. Arch Getty, Oleg V. Naumov 1999. The Road to Terror: Stalin and the Self-Destruction of the Bolsheviks, 1932-1939. Yale University Press.
  • Kotkin, Stephen 2014. Stalin: Paradoxes of Power, 1878–1928. London: Allen Lane.
  • Kotkin, Stephen 2017. Stalin: Waiting for Hitler, 1929–1941. London: Allen Lane.
  • Montefiore, Simon Sebag 2003. Stalin: The Court of the Red Tsar. London: Weidenfeld & Nicolson.
  • Montefiore, Simon Sebag 2007. Young Stalin. London: Weidenfeld & Nicolson. Sjá einnig íslenska þýðingu Elínar Guðmundsdóttur: 2009. Stalín ungi. Reykjavík: Skrudda.
  • Viola, Lynne 2007. The Unknown Gulag: The Lost World of Stalin's Special Settlements. Oxford: Oxford University Press.
  • Volkogonov, Dimitri 1991. Stalin: Triumph and Tragedy. Ensk þýðing Harold Shukman. London: Weidenfeld and Nicolson.

Myndir:...