Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Voru það bara gyðingar sem fóru í útrýmingarbúðirnar?

EDS

Þegar fjallað er um helförina og þá sem létu lífið í útrýmingarbúðum nasista koma gyðingar eðlilega fyrst upp í hugann. Þeir voru langfjölmennasti hópur þeirra sem enduðu líf sitt í búðunum og hafa fengið mesta athygli og umfjöllun. En það voru fleiri hópar sem voru ofsóttir af nasistum og fluttir í útrýmingarbúðir eða fangabúðir þaðan sem þeir áttu sjaldnast afturkvæmt. Meðal þeirra voru Pólverjar sem ekki voru gyðingar, sígaunar eða Rómafólk, sovéskir stríðsfangar, fatlaðir, samkynhneigðir og Vottar Jehóva.

Útrýmingarbúðir nasista voru fimm og allar staðsettar í Póllandi; Treblinka, Sobibor, Chelmno, Belzec og Auschwitz-Birkenau. Sumir vilja telja Majdanek til útrýmingarbúða en það er umdeilt. Auk þess fór einnig fram útrýming í þeim fjölmörgu þrælkunar- og fangabúðum sem nasistar ráku, þar sem fangarnir voru teknir af lífi, féllu úr hungri, vosbúð, sjúkdómum eða sakir illrar meðferðar. Lesa má um þessar búðir í svari Páls Björnssonar við spurningunni Voru útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni allar utan Þýskalands? og í svari Jónu Símoníu Bjarnadóttur við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um útrýmingarbúðirnar í Auschwitz?

Það er umdeilt hversu margir sígaunar týndu lífi á tímum helfararinnar en vitað er að þeir skiptu hundruðum þúsunda.

Stærstu útrýmingarbúðirnar voru í Auschwitz. Gyðingar voru þar í miklum minnihluta fyrst í stað á meðan búðirnar voru þrælkunarbúðir en ekki sérstaklega ætlaðar til að útrýmar. Það breyttist þó þegar skipulögð útrýming á gyðingum hófst fyrir alvöru. Á vef United States Holocaust Memorial Museum er talið að um 1,1 milljón gyðinga hafi verið send til Auschwitz auk um það bil 200.000 annarra. Aðrir skiptast þannig að um 140.000-150,000 voru Pólverjar sem ekki voru gyðingar, 23.000 sígaunar, 15.000 sovéskir stríðsfangar og 25.000 af öðrum uppruna (sovéskir borgarar, Litháar, Tékkar, Frakkar, Júgóslavar, Þjóðverjar, Austurríkismenn og Ítalir). Aðeins mjög lítill hluti þessa fólks lifði dvölina í búðunum af.

Í fljótu bragði fannst ekki samskonar sundurliðun á samsetningu þeirra sem fluttir voru til annarra útrýmingarbúða.

Heimildir, frekari fróðleikur og mynd:


Jóna Símonía Bjarnadóttir sagnfræðingur fær þakkir fyrir aðstoð við gerð þessa svars.

Höfundur

Útgáfudagur

25.9.2013

Spyrjandi

Margret Rún Auðunsdóttir, f. 1999

Tilvísun

EDS. „Voru það bara gyðingar sem fóru í útrýmingarbúðirnar?“ Vísindavefurinn, 25. september 2013, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64121.

EDS. (2013, 25. september). Voru það bara gyðingar sem fóru í útrýmingarbúðirnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64121

EDS. „Voru það bara gyðingar sem fóru í útrýmingarbúðirnar?“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2013. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64121>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Voru það bara gyðingar sem fóru í útrýmingarbúðirnar?
Þegar fjallað er um helförina og þá sem létu lífið í útrýmingarbúðum nasista koma gyðingar eðlilega fyrst upp í hugann. Þeir voru langfjölmennasti hópur þeirra sem enduðu líf sitt í búðunum og hafa fengið mesta athygli og umfjöllun. En það voru fleiri hópar sem voru ofsóttir af nasistum og fluttir í útrýmingarbúðir eða fangabúðir þaðan sem þeir áttu sjaldnast afturkvæmt. Meðal þeirra voru Pólverjar sem ekki voru gyðingar, sígaunar eða Rómafólk, sovéskir stríðsfangar, fatlaðir, samkynhneigðir og Vottar Jehóva.

Útrýmingarbúðir nasista voru fimm og allar staðsettar í Póllandi; Treblinka, Sobibor, Chelmno, Belzec og Auschwitz-Birkenau. Sumir vilja telja Majdanek til útrýmingarbúða en það er umdeilt. Auk þess fór einnig fram útrýming í þeim fjölmörgu þrælkunar- og fangabúðum sem nasistar ráku, þar sem fangarnir voru teknir af lífi, féllu úr hungri, vosbúð, sjúkdómum eða sakir illrar meðferðar. Lesa má um þessar búðir í svari Páls Björnssonar við spurningunni Voru útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni allar utan Þýskalands? og í svari Jónu Símoníu Bjarnadóttur við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um útrýmingarbúðirnar í Auschwitz?

Það er umdeilt hversu margir sígaunar týndu lífi á tímum helfararinnar en vitað er að þeir skiptu hundruðum þúsunda.

Stærstu útrýmingarbúðirnar voru í Auschwitz. Gyðingar voru þar í miklum minnihluta fyrst í stað á meðan búðirnar voru þrælkunarbúðir en ekki sérstaklega ætlaðar til að útrýmar. Það breyttist þó þegar skipulögð útrýming á gyðingum hófst fyrir alvöru. Á vef United States Holocaust Memorial Museum er talið að um 1,1 milljón gyðinga hafi verið send til Auschwitz auk um það bil 200.000 annarra. Aðrir skiptast þannig að um 140.000-150,000 voru Pólverjar sem ekki voru gyðingar, 23.000 sígaunar, 15.000 sovéskir stríðsfangar og 25.000 af öðrum uppruna (sovéskir borgarar, Litháar, Tékkar, Frakkar, Júgóslavar, Þjóðverjar, Austurríkismenn og Ítalir). Aðeins mjög lítill hluti þessa fólks lifði dvölina í búðunum af.

Í fljótu bragði fannst ekki samskonar sundurliðun á samsetningu þeirra sem fluttir voru til annarra útrýmingarbúða.

Heimildir, frekari fróðleikur og mynd:


Jóna Símonía Bjarnadóttir sagnfræðingur fær þakkir fyrir aðstoð við gerð þessa svars.

...