Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1584 svör fundust
Hvað er pólon og hvað getur gerst ef maður kemst í snertingu við það?
Pólon er frumefni með 84 róteindir í kjarna og hefur því sætistöluna 84. Það finnst í hverfandi mæli í náttúrunni. Ástæða þess er að flestar samsætur pólons eru afar geislavirkar og umbreytast því hratt í önnur stöðugri efni. Til eru minna geislavirkar samsætur efnisins, svo sem Po-208 og Po-209, sem hafa helming...
Hvað er veðkall?
Veðkall er þýðing á enska heitinu 'margin call'. Hugtakið er meðal annars notað í verðbréfaviðskiptum þegar hlutabréf eru keypt með lánsfé að hluta og bréfin sett að veði fyrir láninu. Algengt er að sá sem veitir lánið krefjist þess að verðmæti bréfanna sem lögð eru að veði sé nokkru meira en upphæðin sem lánuð er...
Hvað getið þið sagt mér um trjáfroska?
Trjáfroskar eru heiti froska sem tilheyra tveimur ættum, Hylidae og Rhacophoridae. Þessar ættir greinast nánar í 6 undirættir, 49 ættkvíslir og yfir 350 tegundir. Þetta er afar fjölbreyttur hópur og þrátt fyrir heitið þá lifa ekki allar tegundir hinna svokölluðu trjáfroska í trjám, heldur einnig á jörðu niðri, við...
Hefur verið sannað að náttúrulyf eins og til dæmis lýsi virki?
Lýsi hefur verið notað til manneldis í aldaraðir. Það inniheldur mikilvæg efni eins og A- og D-vítamín en einnig ómega-3 fitusýrur og eru fitusýrurnar dókósahexaenóínsýra (DHA) og eikósapentaenóínsýra (EPA) áhugaverðastar. Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur eru mikilvægar í uppbyggingu frumuhimna og eru hvarfefni fyr...
Hvernig er hægt að hlaupa hraðar?
Hlaupahraði er að miklu leyti meðfæddur og því mætti segja að auðveldasta leiðin til þess að verða fljótari sé að velja sér aðra foreldra! Í mannslíkamanum eru tvær aðaltegundir vöðvafruma, hraðar og hægar. Hraðar vöðvafrumur geta dregist hratt saman eins og nafnið bendir til og því eru einstaklingar sem fæðast...
Hvernig sé ég hvort ljósmynd sé listaverk eða ekki?
Einfaldasta svarið við þessari spurningu er að þú sérð það ekki. Fyrir því eru tvær meginástæður. Hin fyrri er sú að það hvort hlutur er listaverk veltur á mörgu öðru en því sem við sjáum, til dæmis á samhenginu sem hluturinn stendur í, hugmyndinni að baki verkinu, ætlun listamannsins, og þeim möguleikum sem l...
Getið þið sagt mér hvar landamæri Evrópu liggja?
Skipting þurrlendis jarðar í heimsálfur er ekki náttúrulögmál heldur eingöngu hugmyndir manna sem hafa þróast öldum saman og tekið breytingum í takt við breytingar á heimsmyndinni. Eins og með önnur mannanna verk er þessi skipting langt frá því að vera óumdeild. Það er ekki aðeins deilt um það hvar mörk á milli he...
Hver var fyrsti rithöfundurinn í heiminum og hvers konar rit skrifaði hann?
Fyrsti nafngreindi rithöfundur sögunnar var akkadíska hofgyðjan Enheduanna. Hún var uppi í kringum 2300 f.Kr. Enheduanna er ekki eiginlegt nafn heldur titill. Lausleg þýðing hans er „hin æðsta hofgyðja, skrautmunur guðsins An“ og fékk hún nafnið þegar hún var gerð að hofgyðju. Enheduanna var dóttir Sargonar fy...
Hvaða áhrif, góð eða slæm, geta framandi lífverur haft á vistkerfi?
Samgöngur hafa batnað gríðarlega og flutningar fólks og varnings um heiminn hafa aukist mjög á síðustu öld og raunar síðustu öldum. Ein afleiðing þessara flutninga er að ýmsar tegundir plantna og dýra hafa verið flutt út fyrir sín náttúrulegu heimkynni, ýmist viljandi eða óviljandi, og til svæða sem áður voru þeim...
Hver er munurinn á eldstöð, eldstöðvakerfi og megineldstöð? Er þetta allt það sama?
Ekki er allt þetta alveg það sama, eins og skýrt er hér að neðan: Eldstöð er samkvæmt Íslenzkri orðabók Menningarsjóðs: Eldfjall, staður þar sem eldgos er eða hefur orðið. Orðið er þannig almennt, án tillits til gerðar eða stærðar: Hekla er eldstöð, einnig Eldborg á Mýrum, Skjaldbreiður og Krafla. Eldborg á...
Hver fann upp tómatsósuna?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvaðan kemur tómatsósa og hvaða snillingur fann hana upp? Hvort er tómatsósa búin til úr tómötum eða eplum? Tómatar eru aðalinnihaldsefni í ýmsum sósum sem eiga sér langa sögu í mörgum löndum. Í ensku er bæði talað um tomato sauce og tomato ketchup sem oftast er stytt í ketc...
Hvernig varð Laugarvatnshellir til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í fréttum undanfarið hefur verið sagt frá hellinum á Lyngdalsheiði, spurningin er, hvernig varð hellirinn til? Sennilega er hér átt við Laugarvatnshelli sem verið hefur í fréttum nýlega (2017); hann telst vera af mönnum gerður, grafinn í móberg. Um hella almennt á þess...
Hvaðan kom hefðin að halda upp á afmælið sitt og hvað hefur hún tíðkast lengi?
Fyrsta afmælishald sem spurnir eru af voru burðardagar konunga og annarra leiðtoga austur við Miðjarðarhaf þar sem menn komust fyrst upp á lagið með nákvæma tímatalsútreikninga og fóru að geta búið til almanök. Vitneskja um nákvæma dagsetningu fæðingar sinnar varð til þess að konungar og aðrir höfðingjar á þessum ...
Hve mikið hækkar sjávarstaða við suðausturströnd Íslands á næstu 20 árum við bráðnun jökla á jörðinni?
Jöklar rýrna nú um allan heim vegna hlýnandi veðurfars. Leysingavatn rennur því í auknum mæli til hafs og vatnsmagn þess eykst. Auk þess vex rúmmál hafsins vegna þess að sjórinn þenst út þegar hann hlýnar. Hvorttveggja veldur því að sjávarborð rís. Í næsta nágrenni jöklanna ræðst sjávarstaðan hins vegar af samanlö...
Af hverju er kívífuglinn í útrýmingarhættu?
Í þéttum skógum Nýja-Sjálands, sem sluppu við við ágang og eyðileggingu landnema, hefur einum alsérstæðasta núlifandi fugli í fánu jarðar tekist að halda velli. Þessi heimkynni hans eru nú sem betur fer vernduð með viðamiklu og öflugu neti þjóðgarða. Hér er um að ræða kíví eða kívífuglinn, sem frekar ætti að ta...