Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað er pólon og hvað getur gerst ef maður kemst í snertingu við það?

Ágúst Valfells

Pólon er frumefni með 84 róteindir í kjarna og hefur því sætistöluna 84. Það finnst í hverfandi mæli í náttúrunni. Ástæða þess er að flestar samsætur pólons eru afar geislavirkar og umbreytast því hratt í önnur stöðugri efni. Til eru minna geislavirkar samsætur efnisins, svo sem Po-208 og Po-209, sem hafa helmingunartíma sem mælist í árum, en þær myndast ekki í neinum náttúrlegum ferlum og engar stöðugar samsætur eru til.

Hjónin Marie Curie (1867 - 1934) og Pierre Curie (1859-1906) uppgötvuðu pólon árið 1898 við rannsóknir á bikblendi og er frumefnið kennt við Pólland, heimaland Marie.

Í kjölfar frétta af dauða fyrrum starfsmanns rússnesku leyniþjónustunnar (KGB og FSB), Alexanders Litvinenko (1967-2006), hefur samsætan pólon-210 (Po-210) verið mikið til umræðu. Sú samsæta hefur 84 róteindir og 126 nifteindir og þess vegna massatöluna 210. Helmingunartími Po-210 er tæpir 140 dagar, en það þýðir að á 140 dögum hefur helmingur Po-210 gefið frá sér alfa-geislun og umbreyst í Pb-206 sem er stöðug blýsamsæta.

Alfa-geislun, eins og pólon gefur frá sér, er afar skammdræg og því ekki hættuleg lífi og limum nema að geislavirku efnin berist inn í líkamann. Berist alfa-geislandi efni hins vegar í líkama getur það haft afar skaðvænleg áhrif sem fara þó að nokkru eftir ýmsum aðstæðum. Í fyrsta lagi skiptir máli hve mikið af efninu berst inn í líkamann; í öðru lagi skiptir máli hve geislavirkt efnið er; í þriðja lagi getur skipt máli hvar í líkamanum efnið safnast fyrir og í fjórða lagi skiptir máli hve þaulsætið efnið er í líkamanum. Líkaminn hreinsar ólík efni mishratt frá sér og er talað um líffræðilegan helmingunartíma sem mælikvarða á hraða þeirrar hreinsunar. Líffræðilegur helmingunartími efnis er því sá tími sem það tekur líkamann að losa sig við helming tiltekins efnis sem fyrir er í honum.Alfa-bygging pólons.

Sé pólon innbyrt (eins og er líklegt í tilfelli Litvinenkos) skilar rúmur helmingur þess sér út úr líkamanum með saur. Það sem eftir situr í líkamanum berst inn í blóðrásina og sest fyrir í vefjum líkamans, einkum í milta, lifur og nýrum, en einnig í beinmerg. Líffræðilegur helmingunartími pólons er um 50 dagar. Áhrif pólons á líkamann eru breytileg eftir því magni sem innbyrt er. Safnist pólon fyrir í nægilega miklu magni í líkamanum getur það leitt til geislaveiki (eða geislunarheilkenna), sem í tilviki pólons skemmir beinmerg og meltingarfæri og dregur menn til dauða á um það bil tveimur vikum. Í smærri skömmtum getur pólon verið krabbameinsvaldandi, þó svo að það nái ekki að valda geislaveiki. Fyrir utan áhrif geislavirkni eru ákveðnir efnafræðilegir eiginleikar pólons sem valda því einnig að það er eitrað.

Pólon er afar sjaldgæft efni og styrkur þess í náttúrunni eins og áður sagði hverfandi lítill. Það er almennt framleitt úr bismút, en einnig er hægt að vinna það úr radíni (e. radium). Notagildi pólons felst í því að það er hreinn alfa-gjafi. Það er því helst notað í klúta og bursta til að afrafmagna eða afhlaða hluti eins og tölvu- og sjónvarpsskjái. Alfa-geislunin frá póloninu jónar loft við yfirborð hlutarins sem á að aframagna þannig að rafhleðslur geta borist að yfirborðinu. Pólon hefur einnig verið notað sem orkugjafi, til dæmis í geimförum, en þá er orka alfa-geislanna notuð til hitunar og varmanum svo breytt í rafmagn með notkun svokallaðra Seebeck-hrifa. Pólon er jafnframt notað sem alfa-gjafi fyrir tilraunastofur, auk þess sem það er notað, í samblandi við beryllín, sem nifteindagjafi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir: Wikimedia Commons

Höfundur

lektor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík

Útgáfudagur

9.1.2007

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Ágúst Valfells. „Hvað er pólon og hvað getur gerst ef maður kemst í snertingu við það?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2007. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6458.

Ágúst Valfells. (2007, 9. janúar). Hvað er pólon og hvað getur gerst ef maður kemst í snertingu við það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6458

Ágúst Valfells. „Hvað er pólon og hvað getur gerst ef maður kemst í snertingu við það?“ Vísindavefurinn. 9. jan. 2007. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6458>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er pólon og hvað getur gerst ef maður kemst í snertingu við það?
Pólon er frumefni með 84 róteindir í kjarna og hefur því sætistöluna 84. Það finnst í hverfandi mæli í náttúrunni. Ástæða þess er að flestar samsætur pólons eru afar geislavirkar og umbreytast því hratt í önnur stöðugri efni. Til eru minna geislavirkar samsætur efnisins, svo sem Po-208 og Po-209, sem hafa helmingunartíma sem mælist í árum, en þær myndast ekki í neinum náttúrlegum ferlum og engar stöðugar samsætur eru til.

Hjónin Marie Curie (1867 - 1934) og Pierre Curie (1859-1906) uppgötvuðu pólon árið 1898 við rannsóknir á bikblendi og er frumefnið kennt við Pólland, heimaland Marie.

Í kjölfar frétta af dauða fyrrum starfsmanns rússnesku leyniþjónustunnar (KGB og FSB), Alexanders Litvinenko (1967-2006), hefur samsætan pólon-210 (Po-210) verið mikið til umræðu. Sú samsæta hefur 84 róteindir og 126 nifteindir og þess vegna massatöluna 210. Helmingunartími Po-210 er tæpir 140 dagar, en það þýðir að á 140 dögum hefur helmingur Po-210 gefið frá sér alfa-geislun og umbreyst í Pb-206 sem er stöðug blýsamsæta.

Alfa-geislun, eins og pólon gefur frá sér, er afar skammdræg og því ekki hættuleg lífi og limum nema að geislavirku efnin berist inn í líkamann. Berist alfa-geislandi efni hins vegar í líkama getur það haft afar skaðvænleg áhrif sem fara þó að nokkru eftir ýmsum aðstæðum. Í fyrsta lagi skiptir máli hve mikið af efninu berst inn í líkamann; í öðru lagi skiptir máli hve geislavirkt efnið er; í þriðja lagi getur skipt máli hvar í líkamanum efnið safnast fyrir og í fjórða lagi skiptir máli hve þaulsætið efnið er í líkamanum. Líkaminn hreinsar ólík efni mishratt frá sér og er talað um líffræðilegan helmingunartíma sem mælikvarða á hraða þeirrar hreinsunar. Líffræðilegur helmingunartími efnis er því sá tími sem það tekur líkamann að losa sig við helming tiltekins efnis sem fyrir er í honum.Alfa-bygging pólons.

Sé pólon innbyrt (eins og er líklegt í tilfelli Litvinenkos) skilar rúmur helmingur þess sér út úr líkamanum með saur. Það sem eftir situr í líkamanum berst inn í blóðrásina og sest fyrir í vefjum líkamans, einkum í milta, lifur og nýrum, en einnig í beinmerg. Líffræðilegur helmingunartími pólons er um 50 dagar. Áhrif pólons á líkamann eru breytileg eftir því magni sem innbyrt er. Safnist pólon fyrir í nægilega miklu magni í líkamanum getur það leitt til geislaveiki (eða geislunarheilkenna), sem í tilviki pólons skemmir beinmerg og meltingarfæri og dregur menn til dauða á um það bil tveimur vikum. Í smærri skömmtum getur pólon verið krabbameinsvaldandi, þó svo að það nái ekki að valda geislaveiki. Fyrir utan áhrif geislavirkni eru ákveðnir efnafræðilegir eiginleikar pólons sem valda því einnig að það er eitrað.

Pólon er afar sjaldgæft efni og styrkur þess í náttúrunni eins og áður sagði hverfandi lítill. Það er almennt framleitt úr bismút, en einnig er hægt að vinna það úr radíni (e. radium). Notagildi pólons felst í því að það er hreinn alfa-gjafi. Það er því helst notað í klúta og bursta til að afrafmagna eða afhlaða hluti eins og tölvu- og sjónvarpsskjái. Alfa-geislunin frá póloninu jónar loft við yfirborð hlutarins sem á að aframagna þannig að rafhleðslur geta borist að yfirborðinu. Pólon hefur einnig verið notað sem orkugjafi, til dæmis í geimförum, en þá er orka alfa-geislanna notuð til hitunar og varmanum svo breytt í rafmagn með notkun svokallaðra Seebeck-hrifa. Pólon er jafnframt notað sem alfa-gjafi fyrir tilraunastofur, auk þess sem það er notað, í samblandi við beryllín, sem nifteindagjafi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir: Wikimedia Commons...